Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 19.03.1938, Blaðsíða 2
FÁLKINN ------ GAMLA BÍÓ ---------- Fjörugir hveitibrauðsdayar. bráðskemtilug mynd sjerstaklega fyrir ungt fólk og nýgift hjón, þar ber margt skrítið fyrir aug- un. Aðalhlutverkið leikur: ANNY ONDRA skemtilegri en nokkurntima áð- ur. — Myndin verður sýnd bráðlega. í Ganda Bió verður bráðlega sýnd skemtileg mynd fyrir unga sem gamla og nefnist „Fjörugir hveitibrauðsdag- ar“. Allir vita, að hveitibrauðsdagar eiga ekki sama nema nafnið, og þeg- ar brúðguminn fœr það alvarlega ráð af föður sínum, að hann verði að taka konu sina föstum tökum þegar í upphafi og fara að sem sigurvegar- inn, sem leggur undir sig lönd og borgir, hvað sem það kostar, en brúðirin fær hinsvegar það ráð af móður sinni, að gera slíkt liið sama við mann sinn, þá geta allir, sem einhverja reynslu hafa í þessum efn- um eða jafnvel þótt þeir hafi ekki nema nasasjón eina, gert sjer í hug- arlund, hvernig liveitibrauðsdagarnir hafi farið hjá ungu hjónunum, Anny Ondru og Hansi Söhnker, sem leika aðalhlutverkið í myndinni. Hjer skal efni myndarinnar ekki rakið, en það er óhætt að segja, að hún er full af lífi og fjöri. Það er hraði í rás við- burðanna, hraði í leiknum og með eldingarhraða þýtur eiinlestin áfram, sem flytur ungu lijónin í hina sögu- legu brúðkaupsferð þeirra. Myndin sýnir ekki aðeins hina glöðu hveiti- brauðsdaga, heldur einnig margskon- ar árekstra, yndisleik, ástir, afbrýði- semi, uppgerðartár og dramatisk á- lök. þarna er margt að læra fyrir nýgift hjón, einkanlega það, sem all- ar unga T konur þurfa að vita. Þetta er besta Anny Ondra-mynd, sem enn liefir sjest, og eru það meira en litil meðmæli með myndinni, því að mörg- um kvikmyndagesti hefir Anny Ondra skemt með frískleika sínum og gáska. í þessari mynd gefur liún sjer full- komlega lausan tauminn svo að hún hrífur alla með sjer og hættir ekki fyrr en allir eru komnir í gott skap. MARY EKKJUDROTNING BRETA var um jólin á skemtun sem haldin var fyrir örkumlamenn úr striðinu og var skemtunin haldin i reiðskóla Buckinghamhallarinnar. Hjer sjest ekkjudrotningin skera jólakökuna. Á SKÍÐUM Á FJÖLLUM f SÓLBÖÐUM ver PIGMENTAN liúð yðar því að flagna í sterkri sól. Húðin verður fallega brún og mjúk. PIGMENTAN dregur ekki úr liinum lieilsusamlegu á- hrifum sólargeislanna, en veitir húðinni nauðsynlega vörn gegn of snöggum áhrif- um ultra-fjóluhláu geislanna í sólarljósinu. Heildsölubirgðir: I H. Ólafsson & Bernhöft. VIÐ VÖTN og SJÓ PIGMENTAN inniheldur engin litunarefni, en mikla fitu„ sem er húðinni afar- nauðsynleg i útiverunni. SKÍÐAFIMI. Myndin er sunnan úr Alpafjöllum og sýnir skíðagarp renna sjer fram af hengju mikilli. Það þarf áræði til að leika listir þær, sem skíðamenn eru farnr að temja sjer á síðari árum. Vestur í Florida er maður sem Grafton heitir og hefir gert þá heit- strengingu að Iáta setja sig í tugt- lnisið í Fort Meyers einn dag fyrir hvern dag sem ekki sjest til sólar. Hann hefir verið tvo daga i tugthús- inu í síðustu fjögur ár. -----x---- Vitið þið hvað bifreið heitir á flæmsku? „Snellpaardelooszonder- spoorwegpetrolristulg". Frú Josefína Waage, Seljalandi, verður 80 ára 19.. }>. m. Jón Jóhannsson, sldpstjóri, varð 00 ára 13. };. m. NÝJA bíó. Bráðskemtileg mynd með undrabarnið SHIRLEY TEMPLE í aðalhlutverkinu. Sýnd um helgina. Nýja Bíó sýnir um helgina eina al' hinum vinsælu myndum, þar sem Shirley litla Temple leikur aðalhlut- verkið. Myndin heitir „Leynifarþeg- inn“ og fjallar um litla munaðarlausa telpu, sem kemst í ýms ævintýri. Litla telpan Ching-Ching (leikin af Shirley Tem])Ie) er dóttir trúboða í Kína, en ræningjar hafa myrt báða foreldra hennar, svo að henni er komið í fóstur til trúboða eins í annari borg. Einn góðan veðurdag berst sú fregn um bæinn, að ræn- ingjar sjeu komnir þangað. Trú- boðinn er hvattur til að flýja, en hann aftekur það með öllu. Einn af vinum föður Ching-Ching litlu tekur þá til sinna ráða. Hann sækir telp- una til trúboðsskólans, þar sem liún var, og sendir mann með hana til bróður síns í Shanghai, þar sem hún getur verið örugg um líf sitt. Sendi- maðurinn reynist nú ekki betur en það, að hann stelur af henni pening- unum og skilur hana eftir vegalausa í Shanghai ásamt hundinum hennar sem hún hafði tekið með sér. Hún gengur nú upp í bæinn að leita sjer matar og er j)á svo heppin að rekasl þar á mann, reynist henni vel. Vildi það svo til, að hún lieyrði mann einn spyrja, hvort hjer væri nokkur, sem skildi ensku og gæti verið túlk- ur fyrir sig. Gaf lnin sig þá fram við hann og eftir það lágu leiðir þeirra saman. Hann var vellrikur ferða- maður á stóru gufuskipi, sem liafði aðeins stutta viðdvöl í borginni. At- vikin haga þvi svo, að hún er flutt um borð í skipið sofandi í bílnum hans, án þess að hann viti af, og skipið er þegar látið úr liöfn, þegar Ching-Ching litla vaknar og er orð- in „blindur" farþegi á skipinu. Lengra skal nú ekki fylgt sögunni, en margt skemmtilegt og óvænt bei við á hinni löngu sjóferð, en sögunni lýkur með því að velgerðamaður hennar gengur að eiga fallega stúlku, sem hann kynnist á skipinu, og þau koma sjer saman um að gera Ching Ching litlu að kjördóttur sinni, svo að framtíð hennar er vel borgið. Leikur Shirley Temple er óvið- jafnanlegur að vanda. Alll ineð islenskum skrpum1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.