Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1938, Page 12

Fálkinn - 19.03.1938, Page 12
12 FÁLRINN JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR y LEYNILÖGREGLUSAGA. þetta tækifæri, seni jeg' hefi orðið að hiða eftir i mörg ár. En svo er líklega vonlaust um það. Það er það víst ekki. Þú ræður víst vel við það. Segðu mjer frá hlutverkinu. Þetta er sögulegt leikrit og Ijómandi fallegir húningar. Hvernig heldurðu að jeg liti út í krínólínu, Humpli? Þú verður yndisleg, jafnvel þó þú vær- ir ekki í neinu, sagði Humpli ertandi. Þetta verður fræg mynd. Því ekki að taka |jetta lilutverk? Hún strauk honum liárið aftur og þrýsti sjer faslar að honum. Það eru peningarnir sem það veltur á, hvíslaði liún. t Nú—ú? Joy Garry vill gjarnan ná í þetta hlut- verk líka og vinur hennar hefir lofað að leggja fram tiu þúsund pund í kostnaðinn við myndatökuna. En ef við getum lagt iram tólf þúsund þá fæ jeg hlutverkið. Schekhurg segir að jeg muni eflaust geta leikið hlutverkið betur en Joy, og ef jeg næ á annað horð í gott hlutverk þá ætti fram- líðin að vera góð. Tólf þúsund pund, tautaði hann. Er það ekki nokkur leið? Hann segir að þetta sje gróðafyrirtæki. Þú færð áreið- anlega fimtíu af lnmdraði. Heyrðu, Gwen, þú hefir fengið svo mikið. Og þú hrúkar peningana eins og sand, hæði á veðhlaupabrautunum og ann- arsstaðar. Jeg lofa þjer því, að jeg' skal stein- liælta að veðja. Og þú elskar mig? Þú vilt að jeg fái tækifæri til að reyna hvað jeg' get? Það er þýðingarlaust að reyna að skíra veikleika mannsins þegar konan er annars- vegar. Ilann getur verið liarðbrjósta og til- finningalaus að öðru leyti, en lætur einskis ófreistað til þess að missa eklci komma scm liann heldur upp á. Humph gat brosað að Gus, en sjálfur var bann svo að öll and- slaða hans hvarf eins og reykur i örmum Gwen. — Ætli jeg' geti ekki fengið Schekhui'g til að semja við mig um tíu þúsund pund líka? þá sparar þú tvö þúsund. Það væri gaman. Jeg skal sjá til hvað jeg get gert, sagði liann með semingi. — Ó, elskan min .... elskan! Þú lieldur að það sje hægt? Jeg vissi það altaf, að enginn er eins og þú. —- Jeg, hefi ekki lofað neinu! — Ó. Humph. Þú ert svo yndislegur. Nú skal jeg klæða mig og svo getum við geng- ið út. „Skugginn“ sá þau koma út og ná sjer í bifreið. Hann heyrði að þau sögðu bílstjór- anuin að aka á alkunnan veitingastað en hann elti þau ekki þangað. í staðinn fór hann inn i húsið og skrifaði upp nöfn allra leigjendanna eftir töflunni við innganginn. Þarna voru sex íbúðir. Á nr. 4 áttu Hubro og frú lians heima. Hann setti það nafn sjerstaklega á sig. Hann gekk upp stigann. óg byrjaði á íbú'ð Hubros. Stúlka kom fram og' opnaði undir eins og bann hafði hringt. . Er herra Ilubro heima? Hann er alveg nýfarinn úl. Jæja, jeg sá hifreið aka hjerna rjett áðan. Var frúin með honum? Já. Frá hverjum á jeg að skila kveðju? Það; gerir ekkert til með það. Jeg kem aftur á morgun. — Bara að hann fari ekki norður á morg- un aftur. Norður? Var það þannig sem Humph Proctor leyndi hinni tvöföklu tilveru sinni? — Jæja. Haldið þjer að hann vilji kaupa nýja alfræðisbók? Þjer eruð alveg eins og gömul alfræð- isbók, sagði Iiún og skelti hurðinni í lás fyrir nefinu á honum. Hefði frú Fenton fengið sínu framgengt mundi brúðkaup dóltur hennar og sir Jere- miahs liafa verið haldið með miklum iburði og' prýði. Hún hafði hugsað sjer mynd af sjálfri sjer í blöðunum sem móður brúðar- innar, ásamt lýsingu af kvenkjólunum, brúðkaupsgjöfunum og öllu þessháttar. Svo að henni fjell það bölvanlega að dóttir hennar skyldi hiðja hana um að hafa brúð- kaupið eins ihurðarlítið og unt væri, og liún neytti allra bragða til að fá sínu framgengt. En sir Jeremiah veitti henni engan stuðn- ing. Þetta á að vera eins og Díana vill hafa það, sagði hann. — Eða munduð þjer fremur kjósa að fógetinn gæfi okkur saman? Æ nei, sagði frú Fenton. óg Díana vildi heldur ekki heyra á það minst. Úr því að liún liafði látið tilleiðast að giftast sir Jeremiah á annað borð, þá varð að minsta kosti presturinn að gefa þau saman. Sir Jeremiah hafði líka sínar ástæður til þess að láta ekki meira á giftingunni bera ■en nauður rak til. Ilann hafði heyrt alt hlaðrið um þennan fráleita aldursmun á hrúðhjónunum. Og honum fanst sennilegt að því minna veður sem yrði um brúð- kaupið þvi fljótara mundi fólk hætta að tala um það. Og svo hafði verið ákveðið að þau yrðu gefin saman i litlu St. Am- brosiusarkirkjunni fyrir utan London. Líklega hafði atburðurinn viðvikjandi rúbínum sir Jeremiahs, hinn dularfulli þjófnaður og, hin merkilegu skil á þýfinu gert sitt til að vekja athygb almennings á hrúðkaupihu. En frú Fenton gerði líka alt sem hún gal til að láta vita af því. Hún sendi öllum blöðunum Ijósmyndir af Díönu og margar þeirra voru birtar undir fyrir- sögninni „Fegursta brúður ársins“. Kjóla- salarnir gáfu góðfúslega upplýsingar um livernig Díana mundi verða klædd, og það var tilkynt, að brúðkaupsferðinni væri fyrst heitið til París og siðan til ýmsra annara staða í Evrópu. Díana vissi hvorki út eða inn. Þegar liún kom út úr gistihúsinu stóð fólk og góndi á hana. Ljósmyndararnir eltu hana á rönd- um. Þó prinsessa hefði átt lilut að máli mundi hún ekki hafa vakið meiri eftir- tekt. Eitt blaðið birti meira eða minna sann- ort viðtal, sem það hafði átt við Fay. Blaða- maðurinn hafði lagt fyrir hana þá nær- gætnu spurningu hvort hún lijeldi að lítill aldursmunur hjóna væri nauðsynleg undir- staða ástríks hjónabands. - Venjulega, ef til vill, hafði liún svarað. En jeg trúi á undanlekningarnar. Hafi Fay sagt þetta í raun og veru þá liafði hún að minsta kosti ekki m,eint það. Því að liún var sárgröm yfir þessum ráða- hag. Hún vorkendi Díönu og karlinum líka. Hann var farinn að ganga í barndómi upp á síðkastið. En frú Fenton furðaði sig að sínu leyti á framferði Díönu sinnar. í fyrstu liafði hún verið alveg eins og' viljalaust verkfæri og gert alt sem hún var beðin um, án þess að henni kæmi það nokkuð við. Frú Fen- ton liafði mislíkað þetta stórum. Þú ert hundleiðinleg, hafði hún sagt. — Þú átl ekki að vera eins og klakadröngull þegar liann sir Jeremiah kyssir þig! En þú veist að jeg elska hann ekki, mamma! — Þú verður samt að láta eins og þú elskir hann. Bráðum eigið þið að giftast og þá vill liann fá meira hjá þjer en kossana. Það er tími til kominn að þú farir að venja þig við. Díana fölnaði en hún svaraði engu. Sjerðu ekki hvað liann er ástúðiegur? lijelt móðir liennar áfram. Hann gerir alt sem hann getur til þess að þú verðir hamingjusöm. Allar ungu stúlkurnar í London öfunda þig. Þær hafa sannarlega ekki ástæðu til þess. Faðir þinn og jeg vitum livað þjer er fyrir bestu. Sem kona sir Jeremiabs fær þú alt, sem þjer dettur í hug að óska þjer. Ekki aðeins það sem fæsl fyrir peninga heldur lika ást hans og alúð. Með ungum eiginmanni gætir þú aldrei verið örugg. Hann getur ekki boðið þjer annað en sult og seyru og eftir nokkra mánuði er hann farinn að halda framhjá þjer. Það er ósatl! Það er satt, en liann faðir þinn og jeg liöfum revnt eins og við gátum að leyna þig slíku. Þegar þú eldist muntu skilja hvað þú átt okkur upp að unna. En daginn fyrir hrúðkaupið varð breyting á Diönu. Sinnuleysið hvarf og hún varð glaðleg'. Hún reyndi að dylja þetta, en móðir hennar sem hafði haft gát á lienni dag frá degi og hverja klukkustund, sá þetta undir eins. Henni er auðvitað dálitið órótt núna, þegar alveg er komið að brúðkaupinu, sagði frú Fenton við manninn sinn. — Nú er eðlið í henni loksins vaknað. Það var ekki seinna vænna, urraði ofurstinn. Þau liöfðu flutt sig á gott gistihús í Lond- on og sir Jeremiali borgaði reikninginn. Það var hara byrjunin. Þegar Díana yrði lafði Wheeler mundi hún eflaust sjá um, að foreldra liennar vantaði aldrei neitt. Kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn borðaði sir Jermiah miðdegisverð með þeim. Hann hafði tekið Fay með sjer og svo bróður- son sinn, Gordon Wheeler, tvítugan ungling og eina skyldmenni sitt. Þetta var fjöl- skyldusamkvæmi og frú Fenton hlakkaði lil þegar því væri lokið. Flestir voru held- ur daufir í dálkinn, það voru aðeins Fay

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.