Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 6
(i FÁLKI.NN Síðasti þáttur ástarsögunnar. / Eftir GEORGE R. PILGRIM LJANN FÓK fram á heimili Jimmy Sjewart í Berkshire, án þess að nokkur æfing gengi á undan. í fyrstu vorum við aðeins fimm: Adrian Lord og Iris, konan hans, Jimmy Stewart, húsbóndinn, Sylvia Capei og jeg. Þetta var síðla á sumardegi og hitinn hræðilegur. Það hafði verið þrumuveður um daginn, en ekki nægiiegt til þess að hreinsa loftið. Allir gluggar á stofunni stóðu upp á gátt, en gluggatjöldin hærðusl ekki. Við sátum í rökkrinu og vor- um að taia saman. Sólin var ekki hnigin þegar við komum út eftir miðdegisverðinn. Við höfðum litið á kvöldblöðin, sem ávalt komu nokkuð seint til Cheviot, þangað til ekki var les- bjart lengur og við íögðum þau frá okkur. Því að sannast að segja nenti enginn að standa upp til að kveikja. Við höfðum setið og hjalað sam- an og nú vorum við farnir að tala um dulræn efni. Og i sama bili kom Murry Blend inn. Hann stóð kyr og liorfði á okkur. Trufla jeg? sagði hann. - Mjer sýnist þið vera svo æst - meðal annara orða, er nokkuð að ljósinu? — Uff, sagði Jimmy. Það þýðir „ekki neitt“, sagði Adrian Lord. — Okkur fanst meira gaman að sitja í rökkrinu, sagði Iris. Þá er umhverfið eðlilegra. Umhverfið eðlilegra? — Já, skilurðu, sagði jeg .... við höfum verið að tala um .... Murray hló. — Jæja, um livað? —■ Um sjálfsmorð, bætti Sylvia við. Allskonar útgáfur af sjálfs- morðum, hjelt jeg áfram. Jimmy hefir gefið okkur greinilega lýsingu á hara-kiri hvernig þeir fara að þarna í Japan, skilurðu. — Það var afar spennandi, skaut Iris inn í. Jeg opnaði annað augað með mestu erfiðismunum: Vissir þú það, Murray, að Japanarnir .... þegar þeir. . . . Sylvia tók hend- inni um munninn á mjer. — Æ, vertu ekki að hafa þetta upp aftur, það var svo ógeðslegt. Það líður yfir mig ef jeg heyri það aftur, sagði hún. — Og siðfræði sjálfsmorðsins, spurði Murray og settist í stól. Hafið þið talað um þá hliðina líka? — Já, við vorum einmitt að kom- ast að því þegar þú komst, sagði Adrian. Jimmy segir, að maður sem fremur sjálfsmorð hljóti að vera lydda. En jeg segi að hann hljóti að vera mjög hugaður. — Hvort er rjettara, Murray? spurði Sylvia. Mjer fanst of heitt tíl að vekja athygli á því, að þetta kæmi sið- fiæðinni næsta lítið við. Og Murray fanst auðsjáanlega það saraa. — Umræðum um sjálfsmorð hefi jeg mikinn áliuga fyrir, sagði hann seinlega, og jeg get talað af tals- verðri þekkingu um það mál. — Er hún bygð á reynslu? sagði jeg í spaugi. — Hvenær stiguð þjer það skref, Murray? spurði Iris og allir höfðu orð hans i flimtingum. — í alvöru talað, sagði hann eftir nokkra þögn, hefi jeg einu sinui þryst skammbyssu upp að enninu á mjer og hleypt af. Jeg held að þessi athugasemd hafi vakið okkur, eða rjettara sagt, jtg veit að hún gerði það. Það var svo einkennilegur einlægnis hreim- ur í rödd Murrays, að hann gat ekki annað en haft áhrif. Og það því fremur sein hann kom frá manni sem ekki lagði í vana sinn að vera einlægur. Því að Murray Blend var að yanda fremur þyrkingslegur; það vitið þjer eflaust, ef þjer fylgist með ieikritagerð. Þrjú af leikritum hans, „Ilskórnir", „Fjarlægir ómar“ og „Astarleikur“ voru fræg um allar álfur. Hann hafði vitanlega samið ýms fleiri, en þessi höfðu gert hann frægan. Hann var ungur maður þrjá- tiu og tveggja, held jeg, en hann lcit út fyrir að vera í minsta lagi átta árum eldri. Hann var lítill og krangalegur, með hrafnsvart hár. Murray hrosti litið eitt. Jeg lield jeg geti svarað háðum spurn- ingunum í einu. Jeg skal segja ykkur. . . . Hann dró við sig svarið. — Jeg skal segja ykkur það. Jeg gerði það skömmu eftir að jeg hafði drepið friðil konunnar minn- ar. Þetta var annað áfallið og hafði ekki minni áhrif á okkur en hið fyrra. Við þektum nefnilega öil Shéilu Blend og vissum hve yndis- leg og töfrandi hún var, vissum hve hjónaband þeirra Murrays var gott. Loks sagði Adria’n Lord hás; -— Murray, þú ert að gera að gamni þin u. meðfram til þess, að jeg kom hingað aftur í kvöld. — Jæja, segðu okkur þá! hróp- uðum við öll einum rómi. P YRST OG FREMST, hóf Murray Bleml máls, verð jeg að segja ykkur ao um nokkurt skeið hefi jeg verið tcrtrygginn gagnvart konunni minni og haft nánar gælur á henni. Þetta kemur sjálfsagt ykkur á óvart, sem þekkið Sheilu. En ástæðan er sú, að þetta ástríkisyfirborð, sem við höfðum sýnt umheiminum siðustu tvö—þrjú árin, hefir að meira eða minna leyti verið loddaraleikur. Að visu — við höfum sjaldan rifist og aldrei alvarlega. Eri það er vist aðeins fólk sem elskast, sem rífst, lield jeg. Og við Sheila nent- um því ekki. Við vorum orðin köld og stóð á sama, hvoru um annað. En hversvegna ljetum við sem alt væri í lagi ? Nú jeg get auð- vitað aðeins svarað þessari spurn- irigu að minum liluta, en jeg býst við, að Slieila muni svara líkt. Við töldum bæði hjónaskilnað eins og nokkurskonar þrotabúsauglýsingu, og þessvegna ætti að komast hjá lionum. Þetta var blátt áfram lije- gómagirnd og metnaðarmál. Eða broddborgaraháttur, gæti maður kallað það. Hvorugt okkar harmaði eiginlega hvernig komið var, og við gátum ekki sjeð neina ástæðu til, að þetta gæti ekki verið svona áfram. — En, sem sagt, sá tími kom, að mig fór að gruna margt um Sheilu, að hún væri farin að rjúfa þennan ótalaða hlutleysissamning okkar. Það byrjaði með því að jeg hlustaði á nokkur símasamtöl af tilviljun og komst yfir brjef. Það var undir- ritað N, en jafnvel þó N-ið liefði ekki verið mundi jeg undir . eins hafa getið mjer til, að brjefritar- inn væri Nigel Preston, sem þið kannist víst öll við, ljettúðugur drullusokkur, sem ekki er við eina fjölina feldur. Ýms smáatvik urðu líka til þess að styrkja grun minn, enda þótt þau væru smávægileg í sjálfu sjer. Jæja, jeg hafði nú ekki við mikið að styðjast og eftir að hafa gert ýmsar ráðstafanir ákvað jeg að híða. Nokkrar vikur liðu og ekki skeði neitt, sem styrkti grun minn. Ekkert fyr en núna á miðvikudag- inn. Þá var það að Sheila sagðist ekki geta komið með mjer hingað, og átylla hennar var svo lítilfjör- leg, að grunur minn magnaðist við þetta. Jeg veil ekki hvort þið hafið tekið eftir hve sinnulaus jeg hefi verið undanfarna daga. En það er ekki að ástæðulausu. Það var stúlk- an konunnar minnar, sem símaði til mín í morgun. Hún sagðist hafa verið að hjálpa frúnni að raða niður dóti í koffort í allan morg- un. Hún hafði talað um sjóferð. Eins og þið vitið fór jeg inn i borgina rjett á eftir. Jeg fór heim og fjekk að vita, að Sheila hafði farið út til þess að borða hádegis- verð og væri ekki komin aftur. Rector sagðist halda að hún hefði farið í búðir. En jeg liugsaði nú mitt um það og fór inn i skrif- stofuna mína til þess að ná i skammbyssuna mína. Bjánalegt? Já, auðvitað. En hver er ábyrgur fyrir það sem hann gerir í æði? Og æði var aðeins tæpi- tunga á tilfinningum mínum þá stundina. Jeg mun hafa verið talsvert fölur þegar jeg kom ofan og ætlaði út, fölt andlit og stór, dimm augu. Aug- un voru tvímælalaust það, sem ein- kendi hann mest. Augnaráðið var svo einkenni- lega ó-enskt. Jeg hefi sjeð augu hans leiftra af skyndilegu hatri og dreym- andi eins og i dýrlingi og jeg hefi sj.eS. þau útvarpa þeim þúsund og einni tilfinningu, sem liggja milli þessara andstæðu póla. Þau endur- spegluðu hvarflandi sál. En þegar hann sat þarna og horfði á furðusvipinn í andlitun- um á okkur glóði úr þeim kaldhæðn- in, sem lionum var eðlilegust. Jimmy Stewart varð fyrstur til að ná sjer aftur. — Skammbyssan hefir víst ekki verið hlaðin? lá við að hann kallaði, en Murray kinkaði kolli. — Jú, hún var hlaðin. En jeg hafði ekki sagt yður að hún hafði ldikkað einu sinni áður þennan sama dag. Nú þóttust allir sviknir og ein- hver kastaði svæfli í Murray án þess að hitta, Svo sagði Jimmy Slewart hugsandi: — En það stendur óhaggað fyrir því, að þú héfir í raunínni reynt að fremja sjálfsmorð? — Já, alveg rjett. Og þessvegna hefi jeg sjerstöðu gagnvart ykkur liinum, finst þjer það ekki? Og það varð jeg að viðurkenna. — Hvenær var þetta, Murray? spurði Iris Lord. — Og það sem meira skiftir. — hversvegna "erðist það? sagði Jimmy Stewart. Hann hristi höfuðið. Nei, mjer er bláköld alvara. Og jiað skiftir minstu máli þó að siðari yfirlýs- ingin verði að takast með svolitl- um fyrirvara. Maðurinn var að minsta kosti eins dauður og nokkur maður getur verið. — En — en livenær gerðist þetta, Murray? stamaði jeg. — Það gerðist núna í dag, svar- aði hann. Við störðum hvert á annað. Við mintumst þess öll, að hann hafði farið inn í borgina í morgun, eða rjett fyrir hádegið, eftir að hringt hafði verið til hans í síma. Hann þurfti að reka þar smávegis erindi, hafði hann sagt. Hann hlýtur að hal'a tekið eftir, hve undarlega Jimmy Stewart horfði á hann, því að nú hló hann lágt. — Nei, Jimmy, þjer skjátlast. í báðum tilfellunum, sagði hann. Jimmy roðnaði. — Jeg veit ekki hvað þú átt við, sagði liann ákaf- ur. Hversu ótrúlegt sem ykkur finst það, þá er jeg hvorki fullur eða vitlaus, sagði Murray mjúkl. Og jeg skildi að hann sagði satt. Nú fór Iris að hlæja. — Ef þið viljið heyra mitt álit, þá held jeg að hánn sje að gahbast að okkur, sagði lnin. — Eftir dá- litla stund segir hann okkur, að þetta sje þráðurinn í næsta leik- ritinu hans, eða eitthvað því um líkt. —• En nú á tímum er enginn þráður i góðum leikritum, sagði Murray. — Að minsta kosti ekki i minum leikritum. En við neitum að hlusta á hann lengur. Skýring Irisar var tekin góð og gild. Auðvitað var þetla svona. Að okkur skyldi ekki hafa dottið það i hug fyr. Murray sat sjálfur kyr og var svo undarlega þögull. — Eigi að síður vil jeg gjarnan heyra söguna þína, ef hún er lengri en þetta, sagði Jimmy. Murray kinkaði kolli. — Já, jeg hefi hugsað mjer að segja ykkur hana alla. Það var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.