Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L IC I N N Menn sem lifa. 21. Frederic Chopin. Hvenær sem nafnið Chopin er nefnt dettur manni í hug dillándi danslög óviðjafnanleg að glæstu formi og seiðandi eins og hulduljóð. Yið nafn hans er tengd ný stefna i píanóleik og hljómlist hans er eins og töfrar og æfintýri. Frédérik Francois Chopin var Pólverji, fæddur skaint frá Varsjava 22. febrúar 1810 sama árið og Schumann. Var hann kominn af góðu fólki en fátæku og var j'aðir hans frönskukennari i skóla í Var- sjava. Var liann franskur að ætt en móðirin pólsk og kom hvorttveggja ætternið í ríkum mæli fram i syn- inum. Bæði voru foreldrar hans vel mentuð og listhneigð. Cliopin kyntist slaghörpunni að heita mátti undir eins og hann var farinn að ganga og lærði svo snemma að teika á hana, að þegar liann var átta ára kom hann fram á hljómleikum, sem haldnir voru I góðgerðarskyni. Hann var undra- harn en sjálfur vissi hann ekkert af jjví. Þegar hann kom heim af htjóm- leikunum og móðir hans spurði hann hvað áhorfendunum hefði fundist mest um vert við hann, svaraði hann: „Fallegu kniplingana á kraganum mínum!“ Þegar Chopin var seytján ára leyfði faðir hans honum að hætta skólanámi, svo að hann gæti hejgað sig tónlistinni eingöngu. Hann fjekk litla stofu upp undir þaki og þar æf'ði hann sig öllum stundum, skáldaði og breytti tilfinningum og hugsun- um í tóna. En árið 1828 tók hann sig upp og fluttist frá Póllandi til París. Hann hafði tamið sjer frum- legan stíl í píanóleik, eggjandi og töfrandi, þegar hann ljek var eins og hann vissi hvorki í þennan heim nje annan, svo algerlega gekk liann upp í tónlistinni. Eitt sinn þegar hann ljek fyrir hirðina var hann spurður hversvegna hann horfði altaf upp i loftið þegar hann væri að leika. Hann gat ekki svarað reinu um hversvegna hann gerði |jað, en svo mikið var víst, að að honum tókst altaf betur þegar liímn leit upp fyrir sig. Það var árið 1829, sem hann var fyrst boðihn til Wien til að stjórn.i þar hljómsveit, ríkisóperunni frægu. Þegar þangað kom fjekk hann að vita, að liljómsveitin liafði ekki gei- að æft tónsmíðar hans, því að hún komst ekki fram úr nótnahandrit- unum. Hann varð að stjórna hljóm- sveitinni óæfðri. En þetta tókst svo að allir urðu forviða. Aldrei þótt- ust menn hafa hcyrt aðra eins tón- snilld áður, hvorki að efni eða meðferð og all ætlaði af göflunum að ganga af eintómri hrifningu. Þegar hann fór úr borginni elti mannfjöldinn vagninn, sem flutti hann á burt. Og fyrstu hljómleikar hans i Varsjava fóru eins hann lagði alla fyrir fætur sjer. „llver tónn var eins og klukkuhl.jómur“, skrifaði einn gagnrýnandinn og Chopin var viðurkendur mesta tón- skáld Póllands. Chopin hafði ekki verið lengi í Paris þegar farið var að veita honum ai- hygli. Leikur hans og tónsmíðar þótti óviðjafnanlegt og hann varö uppáhaldsgoð í hópi listamanna og kyntist fjölda frægra inaiina svo sein Berlioz, Heine og Balzac. Bolschild barón var vinur lians og fyrir lil- stilii hans varð hann kennari ríkis- mannabarna og hafði nægar tekjur af því og htjómteikum sínum. Til l'ýskalands fór hann í hljómlistar- ferð og kyntist ])ar m. a. Mendel- sohn og Robert og Clöru Schumann. Alt Ijek í lyndi, liann hafði hvar- vetna sigrað andstöðulaust og meira að segja orðið spámaður í sínu föðurlandi. Hann samdi ósköpin öll af tónsmíðum, nálega alt f.vrir pianó tða píanó og orkestur, en aðeins örfá sönglög eru til eftir hann. í hinum margvistegU tónsmiðum hans gætir fyrst og fremst áhrifa frá Póllandi, en einnig franskra, þýskr i og ítalskra, en þó urðu þau áhrif hvergi svo sterk, a'ð þau hæru per- sónueinkenni hans ofurli'ði. Þegar Chopin var aðeins 27 ára fór að brydda á sjúkdómi þcim er dró hann til dauða, tæringunui. Hann lifði samvistum við frönsku skáldkonuna George Sand (Aurore Dudevant), sem var laus á kostiin- um og Ijakíiði honum mikið hugar- angur. Bjeð hún þvi að þau fóru suður í Miðjarðárhaf og settust þar að í gömlum klausturrústum á Mall- orca, en við þá aðbúð hnignaöi heilsu Chopins mjög og ])essi úti- sist flýtti fyrir dauða hans. Síðustu hljómleikaferð sína l'ór hann til Eng- lands og Skotlands en þegar lieim kom úr þeirri för lagðist hann bana- leguna. I.jef hann vini sína leika á hljóðfæri fyrir sig, s.jer til afþrey- ingar og dó eins og hann hafði tif- að, í ríki tóiianna, aðeins 89 ára gamall. „Sál tónlistarinnar hefir l’arið yf- ir heiminn", sagði Schumann er hann lieyrði andlát hans. Bpð samtíðarinnar. Zí. FIORELLO LA GARDIA. „Ameríku nægir ekki að vera land bankaj)jól'a, nauðgunarmorð- ing.ja, barn aþjófa og annara stór- bófa; hún hefur einnig sem yfir- borgarstjóra i NewYork skitinn tal- mud-júða, af' þeirri tegund glæpa- manna, sem starfa undir grimu stjórnmálanna. Og eitt er víst: I rikjum með nútima sniði mundi glæpamaður á borð við la Gardia vera gerður óskaðlegur, og geymd- ur annaðhvort á vitlausraspítala eða í tugthúsinu.“ Þessi hógværu orð stóðu í „Völk- ischer Beobachter" í fyrravor og tilefnið var það, að la Gardia yfir- borgarstjóri hafði tatað óvirðulega um Hitter og nasismann. Göhhets- blaðið „Angriff" sagði um sama mann, að bófafjelögin i Xew York borguðu honum mútur og að la Gardia hjeldi ræður sínar gegn rasistum fyrir „1000 gyðingahórum, sem hann tý.ndi saman á götunum". En New Y.ork-búar hljóta annað l.vort að vera siðspiltir menn eða að þeir taka ekki mark á þýsku blöð unum, því að nú í vctur lcusu þeir la Gardia til yfirborgarstjóra á nýj- an leik. Fioerello la Gardia er ekki gyð- ingur. Hann er hreinn ítali og fað- ir hnns var lautinant og liljóðfæra- leikari í hernum. Fiorello fluttist vestur og þegar New York-búuin fanst lími til kominn að hreinsa ti’ eftir slarkarann Jimmy Walker og ganga milli bols og höfuðs á Tamrnany-klíkunni fundu þ'eir engan betri mann lil þess, en la Gardia og kusu hann borgarstjóra 1933, þrátt fyrir að hann var ítali og tatar hálfbjagaða ensku. ()g New York þykir hafa tekið svo miklum stakkaskiptum þessi fjögur ár, að í haust var la Gardia endurkosinn með miklum meiri hluta. La Gardia er „republikani“, en eigi að síður studdi Roosevelt hann til valda nú við síðustu kosningar, enda hneigist la Gardia talsvert að stefnu Roosevelts og er meðal hinna róttækari „republikana". Hann var uni eitt skeið sendisveitarritari, en i igi lærðist honum fyrir það að hafa tíiumhald á tungu sinni. Hann er afar stórorður og oft hefur forset- inn í þinginu orðið að áminna hann þau fjórtán árin, sem hann hefur setið þar. En áminningarnar stoða ekki hót og eigi hefur þess orðið vart að la Gardia hafi orðið var- l'ærnari í ummælum sínum um Þjóð- vcrja síðan hann fekk vitnisburð- ii'.n sinn í fyrra hjá „Bcobachter" og „Angriff“. , BOLERO-JAKKINN ER ENN I TÍSKU. Bolero-jakkinn virðist fastari í sessi en flest uppátæki tískunnár hafa verið á'síðari áruni. Nú kemur hann nflur í vortískunni er ofur- lítið styttri og víðari én áður. NÝTÍSKU TÖSKUR. Töskurnar taka á sig ýmsar fárán- legar myndir núna. Hjer er ein, sem hefir þann kost að lamirnar eru neðarlega svo að hægt er að opna töskuna upp á gátt og fljótlegt að finna það sem í henni er. SPORTKÁPA. Þetta er vetrarjakki, lilýr og þægi- legur, fóðraður með snoðkliptu sauð- skinni að innan, eins og sjá má á uppslögunum. Þægilegur og hag- feldur og liægt að efna s.jer í hanu lijer á landi, þar sem nóg er af gíEruiium. FALLEG KVÖLDKÁPA. eða kjóll -— ef vera vill sniðin eftir miðatdastít. En henni er lokað með rennilás, en þeir voru ekki til á miðöldum. Tvær raðir af perlum eru meðfram rennilásnum. í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.