Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 YNCSVU UttNbMtMIR Þetta er ein af allra béstu eftir- tektarprófunum, sem til eru og er notuð um allan heim i stofnunum þeim, sem rannsaka eftirtektargáfu og hæfileika fólks. Þið sjáið hjerna níu mismunandi myndir úr klossum og engar tvær myndirnar eru eins. Hve margar mínútur þurfið þiS til að reikna út, í huganum, hve margir klossar eru í hverri mynd? Leggið úrið á borð- ið og takið svo til óspiltra málanna. Byrjunin er auðveld en klossarnir verða erfiðari viðureignar eftir þvi sem á liður. Fjórtán ára barn á að geta leyst reikningsdæmið á fimin mínútum. Svar: í klossamyndunum níu eru þessir klossar: (i, 9, 12, 32, 24, 28. 22, 37 og 18. Nftísku kafarabfiningur. Kafarar, sem þurfa að vinna á miklu dýpi, þar sem þrengslin á vatninu mundu kremja mann í venjulegum kafarabúningi, nola bún- ing eins og þann, sem er sýndur hjerna á myndinni. „Brynjan“, sem rjettast er að kalla svo — er úr stáli og liún er svo þung, að kafarinn getur ekki lireyft sig eitt skref i henni á þurru landi. JEn þegar hann ei kominn ofan á hafsbotn getur hann gengið um í henni og hreyft sig nokkurn veginn óhindrað. Til kafara í þessum búningi er ekki dælt lofti gegnum slöngu ofan úr kafarabátnum, eins og venjulega, heldur hefur kafarinn kassa með súrefni á bakinu, sem endist lionum lengi. Kafaranum er rent ofan í sjó- inn i sterkri stálfesti, sem hákarlar geta ekki bitið i sundur, þó þeir væru allir af vilja gerðir, og hann hefur síma, svo að hann getur tal- að við mennina í bátnum eða skip- inu sem fylgir honum. Takið eftir höndunum á kafaranum, þær eru gerðar úr stáli. Rjettu hendurnar eru nefnilega góðan spöl uppi í erm- unum, en þar eru handtök, sem kafarinn getur opnað stálkrumlur- nar með og lokað þeim, eftir vild. Þessir kafarabúningar eru notað- ir við björgun úr skipum, sem hafa sokkið á svo miklu dýpi, að venju- legir kafarar ná ekki til þeirra Jafnvel þó að fátækur Indverji eigi hlut að máli nægir honum ekki minna en tíu metrar af hálfs metra breiðu ljerefti í túrbaninn eða vefj- arhöttinn sinn. Efnið sem fer í höf- uðfatið gæti vel nægt honum i tvær skyrtur. ----x—— Mae West kviknnnyndaleikkonu er nú að læra trumbuslátt. Er sagt að hún ætli að stofna jazz-hljóm- sveit og ferðast með hana til Evrópu. Sporhundurinn King. 8) Varla hafði báturinn tekið niðri i fjörunni fyr en bófarnir hlupu í land. Þetta var ljótur hópur og fcringinn var stór og gildur Kín- verji, ákaflega illinannlegur. Mulli- gan, Jimmy og King kúrðu þarna í kjarrinu og bófahópurinn fór rjett hjá þeim. Það var eins og King vissi hvað um var að vera, því að hann bærði ekki á sjer. 9) Sjóræningjarnir hafa víst hald- ið, að skotið hafi koinið lengra innan frá landi, því að þeir hjeldu áfram inn í skóginn og bráðum heyrðist ekki til þeirra, því fjarlægðin var orðin svo mikil. „Nú er annað hvort ati hrökkva eða stökkva, Jimmy,“ sagði Mulligan, „nú skulum við reyna að ná í bátinn áður en þorparana grunar nokkuð.“ Svo fóru þeir sem fætur toguðu niður að bátnum og tókst að koma honum á flol, þó þungur væri. Sem betur fór höfðu þeir meðvind, annars hefðu þeir varla getað róið bótnum út að skip- inu. 10) Ekki sást nokkur hreyfing um borð i skipinu, þegar þeir komu þangað, en samt læddust þeir ósköp hijóðlega upp stigann. Það var senni legt að einhver af sjóræningjunum væri uin borð í skipinu. Svo drógu þeir King úrn borð líka — hann hafði sýnt það stundum áður, að hann dugði vel i viðureign við glæpamenn — ef ske kynni að þeir lrnti í handalögmáli. Finna þeir Mulligan og Jimmy nú perlurnar, eða gæti það hugsast, að þeir yrðu ofurliði bornir og handteknir af sjó- ræningjunum. Tóta frænka. Síðasti þáttur ástarsögunnar. Frh. af bls. 7. vegna farmiðinn minn var ekki kliptur í Paddington! Sylvia þreif í liandlegginn á mjer og mjer fanst kverkarnar á mjer herpast saman. Svo heyrði jeg Iris Lord berja hælunum í góifið og hún hló og grjet í einu. Það var hræðilegt. Loks heyrðist rödd Jimmy: — Kveikið þið! hrópaði hann. — í guðanna bænum kveikið þið! Það varð bjart. Það var vist jeg sem kveikti. Að minsta kosti sat jeg næst kveikjaranum. — Mjer þykir leitt að vekja svona uppþot, en. . . . Við horfðum kringum okkur.... störðum. Jimmy var hálf óður: — Djöfullinn þinn, hrópaði hann. — Hvar ertu? — Jeg er hjerna — ennþá. En það er birtan, skiljið þið. Enginn getur sjeð mig í birtu. Rector gat það ekki Enginn getur. . . . — Út með þig hjeðan, illi andi. Út! hrópaði Jimmy. Eittlivað datt á handlegginn á mjer. Það var Sylvia. Jeg greip hana i fallinu. — Já, nú fer jeg. En jeg mátti til að koma og segja ykkur frá þessu'. Verið þið sæl! Það var alt og sumt. Við Jimmy stóðum þarna eins og við værum rígnegldir í gólfið og störðum hvor á annan og hlustuð- um. Biðum........ Adrian beygði sig yfir Iris. Ekkinn hljóðnaði smátt og smátt. Loks var fullkomin þögn. — Hann er farinn, hvíslaði Jimmy. Jeg kom Sylviu fyrir i stól og kinkaði kolli. Jeg gat ekki komið upp nokkru orði. En þá var hurðinni alt í einu hrundið upp, eða svo virtist okkur. Þegar við höfðum náð okkur eftir felmtinn lituin við upp og sáuin, að þetta var einn af þjónunum. — Er nokkuð að lierra? Veslings maðurinn. Jeg býst við að liann botni ekki i því enn í dag, hvað það var sem kom Jimmy til að hlægja svona vitfirringslega. TÍBET. Frh. af bls. 5. eiga að vera stór og ákveðnar lín ur eiga að sjást í lófunum. — Ef mörg börn eru í boði, sem standa jafnt að vígi eru nöfn þeirra skrifuð á seðla, sem sett- ir eru í gullker, og dregur æð- stipresturinn einn seðilinn úr. Þannig er það oftast tilviljunin, sem ræður ]>ví, bver verður Dalai Lama. Síðan 1933 liefur enginn Dalai Lama verið í Tíbet, en æðstu- prestarnir stjórnað landinu. Þessir landstjórar vilja auð- vitað lialda völdunum sem lengst og aldrei getur Dalai Lama Lekið við völdum fyr en liann er 18 ára, en oft hefur ]>að borið við, að Dalai Lama c'eyr á dularfullan liátt, áður en hann nær þeim aldri. Það er. talið liklegt, að það sjeu hinar margvislegu særingar prest- anna og bið stranga uppeldi Láma-anna, sem verður mörg- um þeirra að bana. Hinn nýi Dalai Lama er fund- inn fyrir nokkrum mánuðum og er nú kominn undir umsjá prestanna. Hvort hann upplifir það nokkurn tíma að komast á veldisstól Tibets er annað mál.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.