Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 MARIA JERITZA, hin heimsfræga söngkona Metropolil an-óperunnar í New York er mikill hestávinur. Hún á búgarð sjálf í Cali- fcrniu og hefir fengið þangað ýmsa úrvals hesta frá ættlandi sínu, Aust- urriki. BRANDT-SYSTURNAR ensku, sem eru meistarar í skauta- hlaupi vekja atliygli vetrargesta í Sl. Moritz um þessar mundir, bæði fyr- ir skautafimina og fegurðlna. Það líð- ur ekki svo sá dagur, að einhver biðji þeirra ekki. HERNAÐARÆÐID. Japanskar mæður hafa gaman al' því um þessar mundir.að klæða snáð- ana sína í hermannaföt og kenna þeim að heilsa á hermannavísu. HOLLVÆTTUR SHANGHAI. Þessi stúlka heitir Ada Lum og starfar fyrir Rauðakrossinn í Shang- hai. Hefir hún unnið svo gott starf A hörmungartímum þeim, sem gengið liafa yfir borgina undanfarið, að hún er kölluð „hollvæftur Shanghai“. Noru datt undir eins í hug, að nú liefði Judy blaðrað frá og hölvaði henni í hjarta sínu. Ungfrú Crombie .... hvað er þetta .... eruð þjer hjerna? hrópaði Val. Við erum gamlir kunningjar, sagði hann við hin. Og gamlir andstæðingar, en ekki i tennis. IJað sópaði mjög' að Val í tennisfötun- um, hvítum buxum og silkiskyrtu, sem var opin að framan. Við verðum saman i leiknum, ttng- frú Crombie, sagði Tom Martin. Gotl og vel, sagði Nora og fór með honum á hinn hrautarhelminginn. Það kom á daginn, að Val var betri i tennis en í golf. Fyrsti Ieikurinn gekk mjög fljótt og Val og ungfrú Brydon unnu með 7—5. Tom vildi fá hefnd undir eins. í öðrum leiknum voru Nora og Martin fremri lengi vel. Þau höfðu 4—2 og töldu sig viss um sigurinn þegar Val byrjaði að lierða sig. Eftir fáeinar mínútur hafði liann jafnað leikinn, og svo náði hann þreinur stigum á stuttri stund. Nora heit á vörina. IJenni var ekki um að tapa, og enn gramari varð hún þegar hún heyrði rödd að baki sjer. Vel Jeikið! Prýðilega elikið! Hún leit við. Maðurinn hafði vist staðið þarna frá þvi leikurinn hyrjaði, en hún hafði verið svo bundin af leiknum, að lnin hafði ekki tekið eftir því. Þetta var maharadjainn af Capola. Það gat enginn vafi Ieikið á því. Hann var hár ,og grannur, andlitið fallegt og reglu- legt og hörundsliturinn eins og ólífur. Þetta var maðurinn sem hún átti að kryfja til mergjar og nú hafði hann staðið þarna og horft á hana tapa! Val hjelt áfram leiknum með sömu snild og þau unnu með miklum mun hann og Joan Brydon. Vel leikið! sagði gesturinn aftur, fór inn á brautina og tók í öxlina á Val. Jeg vona að jeg megi leika á móti yður einhvern daginn. Með ánægju! sagði Val. Og það var gletni í augum hans þegar hann leit til Noru. XVII. Hans konunglega tign. Ilvað viljið þjer hingað? Er það ekki nægilegt svar að jeg gat ekki stilt mig um að koma hingað? Það er víst Judy sem hefir sagt yður frá því, þó jeg bæði hana um að þegja. Judy hefir ekki sagt mjer neitt. Jeg hefi ekki sjeð hana síðan þjer fóruð. Hvcrsvegna í ósköpunum eruð þjer þá kominn hingað? Jeg verð að segja að mjer finst þetta ekki sjerlega vingjarnleg kveðja. En það finst mjer sannast að segja rjettmætt, að þjer Ijetuð vður að minsta kosti komu mína yður ekki neinu skifta. Jeg ætla ekki að fara fram á að yður þvki vænt um að jeg kom. Þau höfðu drukkið te saman og voru nú ein saman í fyrsla skifli eftir tennisviður- eignina. Þau gengu um garðinn og hún var fremur önug við hann, en það beit ekkert á hann. Hann nam staðar og fór að dást að falfegu hlómabeði. Hversvegna eruð þjer hjerna? spurði hann. Jeg er hjer í erindum fyrir hlaðið mitt. Jeg sagði yður að mjer liefði verið falið sjerstakt verkefni. Og meira get jeg ekki sagt yður. En það mun ekki vera bannað að tala við frjettaritara í „embættisferð“? Gæti jeg ekki fengið að hjálpa yður eitthvað úr því að jeg er hjer á annað borð. Jeg þarf ekki yðar hjálpar við. En þjer eruð víst ekki altaf að vinna. Væri ekki hægt að fá að spila við yður um- gang af tennis aftur. Nei, aldrei. Að minsta kosti ekki eins og þann síðasta. Iivað var að honum? spurði hann sakleysislega. Góða Nora, hvað eigið þjer við? spurði hann og sneri sjer að henni. En lnin hjelt áfram. Þjer vitið vel hvað jeg á við, sagði hún. Þjer ljekuð yður bara þangað til þessi maður kom. En þá byrjuðuð þjer i alvöru. — Hvaða maður? Maharadjainn af Capola. Maharadjainn af Capola? Hvað kem- ur liann þessu máli við? Það er einmitt það, sem mig langaði til að vita. Jæja, góða mín. Kemur það nokkuð að sök þó jeg reyni að vekja aðdáun þessa inaharadja? - Mig varðar ekkert um það. En mjer gremst að þjer lijelduð að það væri engin þörf á að taka leikinn alvarlega framan af. Yður skjátlast algerlega, Nora. Jeg iðkaði talsvert tennis i gamla daga en fanst það of erfitt og þessvegna tók jeg golf í staðinn. Og komi það fyrir að jeg leiki tennis nú, þá fer jeg mjer ofur rólega. Það er alt og sumt. En hversvegna vilduð þjer endilega sýna honum, að þjer gætuð leikið öðruvísi? Val hló. — Mjer flaug þetta i hug. Þjer skiljið að þessi Indverji er íþróttamaður upp á sína vísu. Hann liefir tekið þátt í ýmsum stórum kappleikjum. Mjer fanst hann vera að skopast að hvernig við spil- uðúm. Og svo gerði jeg nokkur góð skot til jiess að sýna lionum að jeg kynni tennis líka. Hvernig gat jeg vitað að vður stæði ekki á sanía um hann? Yður varð þó svo mikið ágengl, að hann vildi fá leik við yður, sagði hún og liorfði rannsakandi á hann. — Já, hann vildi það. Val, er það þessvegna sem þjer eruð kominn hingað? Til þess að kljást við þennan unga mann i tennis? Já. Og til að kynnast honum. Er það þessvegna sem þjer eruð kom- inn hingað? spurði hann. Já, upp á vissan hátt. En það er ekki min vegna heldur vegna blaðsins. En þjer?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.