Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 t Skraddaratiankar. Nágrannaþjóðunum er orðið það áhyggjuefni hvernig sjeð verði fyr- ir börnunum í stórborgunum. Þó ísland eigi enga stórborg, þá er Reykjavík samt eins stör og stærsta borg Norðurlanda i hlutfalli við stærð þjóðarinnar og það er fyrir löngu orðin aðkallandi þörf á, að gera sjerstakar ráðstafanir til að varðveita heilbrigði barnanna, sem alast upp á möl og malbiki höfuð- staðarins. Áður var það alsiða í Reykjavík að koma börnum í sumardvöl til kunningja i sveit og var Reykjavík þá grasigróinn bær hjá þvi sem nú er. En það eru ýms vandkvæði á sumardvöl barna á sveitaheimilum, ekki nærri öll heimili, sem geta far- ið með þau eins og vera ber. Og það er vandfarið með börnin og margir eiga enga kunningja í sveit- inni. Hinsvegar fer barnaskólum og þar á meðal heimavistarskólum í sveit- unum óðum fjölgandi. Er ekki hægt að taka þessa skóla á leigu yfir suiparið handa Reykjavíkurbörnum. Fá duglega og gætna kenslukonu ti) að stjórna sumarvist í skólunum i sveitum, þar sem hægt er að fá ó- dýrt það, sem börnunum er fyrir mestu: nóg af mjólk. Ef allir not- hæfir skólar sveitanna væru fengn- ir til þess, þá fyrst mundi muna um það. Þvi að markmiðið verður að vera það, að hvert einasta Reykjavíkur- barn komist í sveit sem flest sumur fram að fermingaraldri og dvelji þar eigi skemur en sem nemur átta vik- um. Þetta er hægt að gera. Það er hægt að fá ódýrara og hollara viður- væri handa börnunum og á þenman hátt kynnast þau náttúrunni og njóta útivistarinnar. Um þá hlið málsins þarf ekki að fjölyrða. Sannanirnar liggja þar fyrir frá þeim sumarheimilum. sem þegar eru starfrækt. Það eru auðvitað margir foreldrar, sem ekki geta sjeð af neinu til þess at koma börnum sínum í sveit. Eu ef vistin er ódýr þá má vel takast að koma þessmn börnum í sólskinið lika, bæði með lijálp bæjarfélagsins og góðviljaðra manna. Reykvíkingar halda uppi vetrarhjálp með góðum árangri, en þörfin er engan veginn minni á „sumarhjálp“. Ef henni er ekki sint getur ekki farið hjá því, að þörfin á vetrarhjálpinni verði meiri. Börnin, sem ekki fá að sjá sumarið öðruvísi en gegnum hráka- ryk höfuðstaðarins verða illa undir- búin að standast veturna hjálparlaust þegar þau vaxa og eiga að sjá fyrir sjer sjálf. SKÁTAFÉLAGIÐ VÆRINGJAR 25 ÁRA Vœringjav 1913. ins, eða 1913, var stofnað fyrsta' skátafjelagið á íslandi, „Skáta- fjelagið Væringjar“. Þ. 23. apríl 1913 stofnaði sjera Friðrik Friðriksson drengjasveit innan K. F. U. M. Sveit þessi var skipuð urn eða yfir 20 drengjum, sem kíædd- ust búningum líkum þeiin, sem Gunnar á Hlíðarenda, Egill Skallagrimsson og samtíðar- menn þeirra notuðu. Um liaust- ið þetta sama ár sigldi sjera Friðrik vestur um liaf, og fól þá Axel V. Tulinius, að taka að sjer stjórn sveitarinnar- Skönnnu síðar var sveitinni, fyrir forgöngu A. V. Tulinius, breytt í skátafjelag, og varð hann, að sjálfsögðu formaður þess. Fór nú fjelagið að starfa af kappi að hinum ýmsu skáta- störfum, prófum og þvilíku. Miðaði fjelaginu nú vel áfram, var unnið að kenslu á veturna en ýmiskonar íþróttum á sumr- in. Arið 1915 var fáni Væringja vigður, og er það hinn fyrsti íslenski fáni, sem vígður hefir verið. Fáni þessi er nú á þjóð- iiiinjasafnnu. Sem fyr er sagl, iðkuðu Væringjar íþróttir mjög mikið fvrstu árin, og unnu mörg verðlaun i íþróttakeppnum. Arið 1920 byggðu Væringjar sjer skála í Lækjarbotnum. Var það að mestu levti fyrir at- beina A. V. Tulinius að hann komst upp. Árið 1921 kom svo aflurkippur í fjelagið og lá það að mestu leyti niðri til ársins 1923, er það var endurreist af nokkrum ungum og áhugasöm- um Væringjum undir forustu A. V. Tulinius. Þegar A. V. T. tók svo við skátahöfðingjastarfi sínu fyrir Bandalag Islenskra Skáta, sem stofnað var 1925, tók Ársæll heitinn Gunnarsson Frh. á bls. 14. Margar og misjafnar eru þær æskulýðshreyfingar, sem starf- andi eru víðsvegar um lieiminn, og misjafnlega hefir útbreiðsla þeirra gengið í hinum ýmsu Iöndum. En líklega er engin sú hreyfing' til, sem hefir fljótar náð fótfestu í öllum álfum jarð- arinnar, en skátahreyfingin. Ar- ið 1907 stofnaði Sir Robert Baden-Powell liið fyrsta skáta- fjelag í lieimi og strax á næstu árum liafði fjelagsskapur þessi náð fótfestu í ýmsum löndum álfunnar og víðar. Aðeins 6 ár- um eftir stofnun fyrsta fjelags- Stofnandi Vœringja, tiérn Friðrik Friðriksson, VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíilstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkn/pmdastj.: Svavar Hjaltested. .1 ðalskrifstofa: Bankastræli 3, Reykjavík. Simi 22W. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i. Skrifstofa i Oslo: A n I o n S c h ö t h s g a d e 1-1. Blaðið kemur út hvern 'laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á niánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Uiglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.