Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR J LEYNILÖGREGLUSAGA. s:agðist hafa lálið hina gestina finna perl- urnar, og svo hefði hann stolið þeim vir vösiun jveirra á eftir. ()g sarnt fjekk hann verðlaunin? Xei, þau lentu hjá Thelmu Brunl. Svo var siökt á ljósunum aftur og Val og Bruee Wliarton voru látnir fela verðlaunagrip karlmanna ljómandi fallegl sígarettu- veski úr silfri. Sá sem gæti fundið veskið á i I i að eiga það. Það var ósköp gaman. - Og þetta varð til þess að alt kven- fólkið varð skotið í Val? Ekki bara það. Siðar um kvöldið spil- uðum við rúlettu. Jeg liafði ekki mikla peninga, svo að jeg spilaði varlega. En þarna var önnur stúlka, sem heitir Cora, og hún lapaði miklu. Hún sagðist hafa tap- að aleigu sinn-i og fjekk móðursýkiskasl. Liklega hafði hún staupað sig' fullmikið likr. Hún hrópaði og sagði að nú lægi ekki annað fyrir en að drekkja sjer. Þú getur hugsað þjer, að þetta var ekkert gaman fvrir okkur heldur. En svo kom Val Derr- ing og huggaði hana. Hann lyfti upp tösk- unni liennar, sem lá á borðinu og hvað heldurðu að hafi legið undir henni nema fimm pund. „Hvað er þetta?“ sagði hann. Nú getið jjjer farið og þvegið vður um aug- un og mjelað á yður nefið, og svo skal jeg s])ila fyrir yður“. Cora skammaðist sin og fór og þvoði sjer. Hann setti ofurrólega fimm pund á rautt tvisvar sinnum og' vann i bæði skift- in Svo spilaði liann á númer dálitla stund, og þegar Cora kom aftur þá hafði hann unnið þrjátiu pund fyrir hana. Og þá hætti liann og sagðist banna henni að spila meira. Og hún fór heim glöð og ánægð, og okkur hinum fanst ekki neinn söknuður að henni. Og það kostaði Val fixmri pund? Jeg' veit ekki. Jeg sakaði hann um að hafa lagt seðilinn undir handtöskuna, en hann þverneitaði þvi. Jeg spurði liann hvað hann mundi hafa gert ef hann hefði tapað. Og þá hað hann mig um að spyrja ekki svona heimskulega. Það væri ástæða til að leggja eilthvað i hættu til þess að afstýra þvi að skemtilegt samkvæmi færi í hund- ana, sagði hann. Mjer finst hann ljómandi. Það er bezt þú segr hoinum hvert jxú ætlar að fara, Nora. Því annars gæti farið svo, að á meðan þú og maharadjainn sitjið og segið hvort öðru sögur, þá freistist jeg til að revna hvort mjer verður ekkert ágengt við Val. Jeg held að það sje hollast að við lát- um Val í friði, bæði þú og jeg, sagði Nora alvarleg. XVI. Maharadjainn kemur. Þegar Noia var komin til Burling Tower Hotel reyndi hún að láta eins og hún væri heimagangur þar, því það hafði ritstjóriiin sagt henni að gera. Og henni veittist það ekki erfitt, því að hún var ferðavön og þriggja ára blaðamenskuiðja hafði vanið hana af allri óframfærni. Armaðurinn var einslaklega viðmótsgóð- ur. Hann gat frætt hana á því, að skenkj- arinn i barnum væri giftur og ætti dóttur, sem væri að læra listdans. Yfirþjóíininn har sig upp við hana yfir því hve gigt- veikur hann væri. Lyftustrákinn sigraði hún á svipstundu með margnotaðri fyndni um það, að það gengi upp og niður hjer i veröldinni. Og þernan var ótrauð á að segja henni sögur af hinum gestunum. En mestur maturinn varð henni úr þjóninum á hæðinni sem hún bjó. Hann hjet Herbert GIoss, en gekk undir nafninu „Bert“. Herbert er fremur sjaldgæfl nafn, sagði hún. Það er líka eitt af nöfnum föður míns, en jeg vissi aldrei hvaðan það var komið. Jeg fyrir mitt leyti heiti eftir föður- hröður minum, sagði Bert. Og það er allajafna skárra að heita Hei’berl en til dæmis George, Albert eða John. Eftir að vinsamieg viðskifti höfðu hafist milli þeirra á þessxmi grundvelli fór Nora að spyrja hann spjörunum úr um gestina á hótelinu. Er það satt að það sje von á maharad- jainunx af Capola hingað? spurði hún. Já, jeg hefi lieyrt það, ungfrú. Þekkið þjer nokkuð til hans? Hann hefir húið hjerna á gistihúsinu einu sinni áður, fyrir fjórurn árunx. Þá var hann kornungur, ekki nema tuttugu og eins árs. Það er bráðlvndur maður, skal jeg segja vður, ungfrú. Jæja, gerði hann nokkuð ilt af sjer? Nei, hann gerði ekki beinlínis neitt hnevkslanlegt af sjer. Ekki neitt sem vakti umtal, að nxinsta kosti. Við sáum um það. Þeir segja að hann sje talinn einskonar guð þarna heima í ríki sínu, sem rjett er. En við lítum nú dálítið öðrum augum á það mál, hjer á landi. Þetta var talsvert efnilegt. Það gal orðið marg't að skrifa unx manninn, nenxa þvi aðeins að hann hefði breytt unx háttalag. Hefir hann mikið fvlgdarlið? spurði hún. Það eru átta alls, einkaritari hans, bílstjórinn, herbex’gisþjónn og fjórir þjón- ar. Þeir eru vist einskonar lifvörður hans. Hann verður að hafa með sjer menn til þess að halda vörð um fjársjóðina sína, skiljið þjer. Fjársjóðina sína? Það er spennandi. Já, í lians landi þá hafa þeir hvorki hanka eða ferðaávísanir og þessháttar, svo að þeir vei’ða að hafa ferðakostnaðinn með sjer i reiðu fje. En maharadjainn hlýtur að vita að það eru bankar til í Evi’ópu. — I3ví skyldi liann ekki vita það. En jxetta er líklega ganxall vani. Hann er van- ur að hi’úga á sig allskonar gimsteinum þegar hann er hjerna, það er að segja þeg- ar lxann fer í þjóðbúninginn sinn. Það hlýtur að vera íxxikil freisting fyrir þjófa, sem koma nærri honum, sagði Nora. Þessvegna hefir liann líka lífvörð um sig. Og svo fei’ðast liann auðvitað undir dulnefni. Er ekkert kvenfólk með honum? Ekki held jeg það. Hann lifir visl á „a la carte“ hugsa jeg. Noru fanst þessar upplýsingar nnindu geta konxið sjer að notum. Hún var ekki alveg viss um í hvaða tilgangi greinar hennar mimdu verða notaðar. Ritstjóri „The Banner“ var mjög dugandi stjórn- málamaður, að það gat vel verið að hann ætlaði sjer að nota greinirnar sem sönn- unargögn í þessa áttina eða hina. Eða Jxá að það var meiningin að gefa lýsingu á einni rómantískustu persónu heimsins, arl'- leifð frá þjóðfjelagsskipun, sem fyrir löngu væri úr gildi gengin.. Að minsta kosti varð hún að vinna verk sitt þannig, að „The Bannei’" hefði ánægju af starfi hennar. Falleg stúlka vekur jafnan athygli á hvaða gistihúsi sem vera skal, sjerstak- lega Jíegar hún er ein síns liðs. Og Nora þurfti ekki lengi að kvarta undan því að hana vantaði fjelagsskap. Ungur maður, 'rhomas Martin að nafni, senx bjó þarna á gistihúsinu ásanxt sjúkri móður sinni, vai’ð fyrstur gestanna til þess að stjana við hana. Er þetta í fyrsta skifti seixx þjer dveljið hjerna, spui’ði hann kurteislega. Jeg hefi verið hjer i Bournemouth áðui’, en þetla er í fyrsta skifti, sem jeg dvel á þessu gistiliúsi, svaraði hún. Þetta er fallegur bær, finst yður það ekki? Hafið þjer verið xil við klettana? Það er ljómandi fallegt útsýni af nýja veginunx. Mjer finst fallegi’a að ganga í fjör- unni, þar sem farið var áðui’, sagði hún. Gistihúsið bauð öll þægindi, sem liægt var að krefjast, stóran skeixxtigarð með goif-, tennis- og ki’okketbrautum, og sund- laugar hæði úti og inni. Tom Martin vildi fá liana með sjer í bilferð, en hana langaði ekki til þess. Hún vildi ekki fara burt frá gistihúsinu, þvi að hún vissi ekki nema maharadjainn kænxi þá og þegar. Svo ók liann eimx á hurt og hún sá hann ekki aftur fyr en daginn eftir, er hún sat á bekk í skuggaixum, við lennishrautina. Hann spui’ði hana hvort lum vildi leika einn leik við sig. Jeg er hrædd um að jeg sje ekki í standi til þess niiixa, sagði lxún og hrosti. En við getum reynt. Þau ljekiL einn leik og það kom á dag- inn að hún var nxiklu duglegri en hann. Svo kvnti hann liana móður sinni, gamalli konu og viðfeldinni, senx bar þjáningar sínar með miklu langlundargeði. Þegar Nora hafði komið sjer fyrir í ró- liguixx kima síðdegis sama dag og var að lesa í hók, kom Toin Martin aftur lil liennar. Viljið þjer konxa i tvileik? spurði hann. Það vil jeg gjarixan, svaraði hún. Hverjir verða með? Daman heitir Joaix Brydon. En xxxann- inn þekki jeg ekki. Hann er alveg ný- kominn, en það er allra almennilegasti maður að sjá. Nora taldi það skyldu sína að skoða alla nýja gesti, þó að lítil likindi væru lil að maharadjainn kæmi án þess að það vekti sjerstaka atlxygli. Hún fór að sækja spað- ann sinn. Þegar hún kom út að brautinni aftur stóðu þau þi’jú og biðu hennar. Og nú slóð hún augliti til auglitis við Val Derring. Hann virtist verða jafn forviða og hún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.