Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA I5Í0 Swing time. Bráðskemtileg og glæsileg gam- anmynd, rneð söngvum eftir Jerome Kern, í aðalhlutverkunum dansparið heimsfræga FRED ASTAIRE og (íINGER ROGERS. Sýnd bráðlega! í Gamla Bíó verður bráðlega sýnd eldfjörug gamanmynd, sem kölluð er „Swing Time“, og það er óhætt að segja, að þar er bæði „híf og sving“, því aðalhlutverkin leikur hið fræga danstvístirni Fred Astaire og Ginger Rogers. Efnið er auðvitað ekki veigamikið, en það rúmar mikið af spaugi og glettni, söngum og dansi. Lucky heit- ir leiðtogi efnilegs dansflokks, sem dansar sig fram í gegnum Bandaríkin og einmitt þegar hann kemur í ætt- horg sína, fær hann þá óskemtilegu og heimskulegu hugmynd. — að því cr fjelagar hans telja — oð gifta sig Margrjeti æskuvinkonu sinni. Félög- um hans tekst þó að koma í veg fyr- ir þetta, Lucky kemur of seint til brúðkaupsins og bæði Margrjet og tengdapabbi taka á móti honum með lieldur óhlíðum kveðjum. Lucky, sem er hinn slyngasti fjárhættuspilari. leggur fram 250 dollara, sem hann segist hafa unnið rjett á meðan þau voru að bíða eftir honum, en tengda- pabbi, sem heldur, að hann hafi unnið sjer þessa peninga inn með heiðarlegu móti, blíðkast nú og lof- ar að gifta honum Margrjeti, ef hann geti komið aftur frá New York með 25000 dollara upp á vasann. í New Vork lifir hann nú livert æfintýrið eftir annað, fyrst og fremst æfin- týrið með dansmærinni Penny, sem hann verður óstjórnlega ástfanginn af. Þau ráðast til að dansa í hinni glæsilegu stofnun, sem nefnist „Silf- urskórinn“ og gera þar svo mikla iukku, að Lucky sér, að hann muni fljótt vinna sjer inn 25000 dollara með þessu móti. Margrjet bjargar honum þó sjálf úr klípunni með þvi að lcoma og segja honum, að hún elski annan mann. Getur hann nú dansað inn í hjónasængina með Penny, án þess að þurfa að rjúfa heit sitt. Kvikmyndaleikkonan Gertrude Nielsen í Hollywood hefir tekið upp það nýmæli að hafa loftdælu á handtöskunni sinni. Þegar heitt er í veðri lætur hún „dæluna ganga“ fyrir rafmagnsbatteríi, sem liún hei- ir i töskunni. Þuríður Runólfsdóttir, Njarðar- (jötu 7, verður 70 ára 27. þ. m. Guðmundur Sófus Ólason, Linn- etsstíg 12, Hafnarfirði, verður 'i0 ára 23. þ. m. Frú Sæunn Sæmundsdóttir, Nönnug. 8, varð 50 ára 20. þ. m. Belgiski prófessorinn Piccard, sem frægur varð fyrir það að fara fyrst ur manna upp i háloftin, er nú hætt- ur við að leita lengra í þá áttina en ætlar nú gagnstæða leið. Hann ætlar að gera tilraun til þess að kafa dýpra í sjó en nokkur maður hefir gert á undan honum. Þýski Amer- Daníel Kristinsson, skrifstofu- maður hjá Eimskipafjelagi ls- lands, varð 50 ára 22. þ. m. Þorbjörp Jónsson, fyrverandi útvegsbóndi, Egilsgötu 28, verð- ur 50 ára 2A. þ. m. Um Sonju Henie. Kvik,myndafjelagið, sem Sonja Henie er hjá, ætlar' að kosta flug hennar að sumri yfir Atlantshaf og aftur vestur yfir það. Flugmaðurinn Dick Merrill, sem fyrstur manna flaug tvívegis um Atlantshaf, á að fljúga með hana. Ætlun fjelagsins með þessu er auðvitað að vekja sem mesta eftirtekt á Sonju, áður en farið verður að sýna nýju myndina með Sonju, sem verið er að búa til nú í vetur. Sonja var í iniðjum febrúar í Miami á Flórida, og hjelt þar skautasýningar þær, er Kaliforniu-búar ekki vildu unna Flór- ida-búum, að væru haklnar þar, og reyndu að aftra Sonja Henie hefir nú um tveggja miljóna króna tekjur á ári. -----x---- Náttúrufræðingur einn hefir sjeð Ijón hlaupa yfir þriggja metra liáa girðingu með kálf í kjaftinum, bi- flugu slökkva á kerti með því að baða vængjunum á ljósið og nöðru- fálka drepa tveggja metra háa kobra- nöðru i einu höggi með klónni. íkumaðurinn Beebe er sá, sem til þessa hefir komist dýpst niður i sjóinn og fór hann í 933 metra dýpi í kafarakúlu sinni og tók þar merki legar myndir af dýralifinu. Piccard segist hafa smíðað kúlu, sem þoli þrýsting vatnsins þó hún fari ofan i 9000 metra dýpi. ——--------- NÝJA Iíló.---------- Þú liflr aðeins einu sinni. Spennandi og áhrifamikil lög- reglumynd. — Aðalhlutverkin leika SYLVIA SIDNEY og HENRY FONDA. Nýja Bíó sýnir á næstunni áhrifa- mikla lögreglumynd, sem heitir „Þú lifir aðeins einu sinni“, og er lýsing á viðskiftum lögreglunnar og manns, sem í rauninni er óspiltur og vill bjarga sjer með heiðarlegu móti, en atvikin reka til glæpa- verka með miskunarleysi og skiln- ingsleysi mannanna. Að þessu leyti er myndin alvarlegt umhugsunar- efni. Fangi, sem hefir losnað úr haldi, finnur það fljótt, er hann kemur út á meðal „heiðarlegs" fólks, að hann er hvergi velkominn, hann nýtur ekki trausts, og hann á örðugt m'eS að fá vinnu. Og kuldi mann- ,'inna rekur hann aftur og aftur út á glapstigu. Kona hans er eina manneskjan, sem elskar hann og treystir honum og fylgir honum i gegnum hættur og þrengingar, — jafnvel út í dauðann, og er tryggð hennar og staðfesta fegursti þáttur þessarar myndar. Efnið er annars það i stuttu máli, að Eddie Taylor (Henry Fonda), sem setið hefir i fangelsi fyrir að vera meðlimur i bankaræningjaflokki, er náðáður og ætlar sjer nú að byrja nýtt og heiðarlegt líf. Hann giftir sig unn- ustu sinni, sem hefir beðið' hans, en þegar í brúðkaupsferðinni verður hann fyrir því að vera visað út af hótelinu. Verjandi lians útvegar hon- um starf sem vöruflutningabílstjóra, og hann kaupir liús með afborgun- um, en liann missir starfann, þegar forstjórinn kemst að því að hann liefir setið i fangelsi. Litlu síðar fellur grunur á hann um það að hafa tekið þátt í bankaráni með fyrri fjelögum sínum og hann er aftur settur i fangelsi og dæmdur saklaus til dauða. Á siðustu stundu fyrir aftökuna er hann náðaður, með því að komist liafði upp um lúna rjettu ránsmenn. En æstur á taugum og örvinglaður af fangelsisvistinni, verður lionuin það á að skjóta fang- elsisprestinn til bana. Með þessu verki hefir hann brotið allar brýr að baki sjer. Hann flýr með konu sína og lögreglan er á hælum þeirra, uns saga þeirra endar, er þau falla fyrir kúlum lögreglunnar rjett i því er þau eru að komast burt yfir landamærin. Allt með islenskum skrpom' Gleöílegs sumars óskar l/ikublafiið Fálkinn lesendum sinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.