Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 15
F Á L K 1 N N 15 Ingólfsstyttan á Arnarhóli. Sál Reykjavíknr. Fyrirlestur, fluttur á Rangæingamóti, 12. mars 1938. GóÖir tilheyrendur: Það þarf ekki mikinn duispeking til þess, aÖ skynja þaö meö ein- hverjum liætti, að ýmsir staðir hafa alveg ákveðið andrúmsloft. Þetta andlegá andrúmsloft getur verið þægilegt, göfgandi og lyftandi, en það getur og að sjálfsögðu verið hið gagnstæða. Þéssi sál stað'anna getur verkað þannig á oss, að oss verði ósjálf- rátt að segja eða hugsa: Hjer er gott að vera! — eða þá, að vjer forðumst ákveðna staði, ef oss er það unt, og viljum ekki nærri þeim koma. Það er nú alls ekki ætlun mín með þessum fáu orðum, er jeg segi hjer í kvöld, að fara að gera neinar tilraunir til ]æss að skýra það, hvað þessi sál staðanna er í raun og veru, enda skiftir það ekki miklu máli í sjálfu sjer. Aðalatriðið er það að staðir eru enganvegin sálarlaus- ir, og virðasl jafnvel sumir vera gæddir auðugri sál og betri en margir menn. — En jeg ætla í kvöld að fara ör- fáum orðum um það, sem jeg leyfi mjer að kalla sál Reykjavíkur. Einn er sá staður hjer í bœ, þar sem jeg lít svo á, að sál Reykja- vikur komi einna best í ljós. Þessi staður er Arnarhóll. Jeg er alls ekki viss um, að nándarnærri allir Reykvikingar kunni að meta þann stað, eða sje það nægilega ljóst. hvílíkt listaverk er um að ræða, þar sem er myndastytta Einars Jóns- sonar af Ingólfi Arnarsyni. En þetta listaverk er svo mikilsvirði í mínum augum, að Arnarhólstúnið ætti að vera hjarta bæjarins í vitund þeirra sem byggja þenna bæ, og ef bærinn ætti sjer einhvern liátíðisdag, ætti að halda liann hátíðlegann fyrst og fremst þar. Fyrir siðustu bæjarstjórnarkostn- ingar hjer í Rvík komst einn mikil- hæfur stjórnmálamaður svo að orði að setja þyrfti nýtt andlit á bæinn! Átti hann þar við hið ytra útlit þæjarins. — Skopblaðið Spegillinn túlkaði þetta á sinn hátt, og birti mynd af myndastyttu Einars Jóns- sonar af Ingólfi Arnarsyni. En í stað hins venjulega andlits mynda- styttunnar var komið andlil stjórn- málamannsins, sem áður er getið, og var það kallað hið nýja andlit Reykjavíkur. Til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning skal jeg geta þess, að jeg ætla ekki að fara að trufla hátíða- gleðina hjer með neinni pólitík. Jeg er mjög ópólilískur maður. -— En gamanblaðið ,,Spegilinn‘ hefir hjer, liklega fyrir einhverja skáldlega innsýn, hitt naglann á höfuðið, ef svo mætti segja, um þýðingu þess- arar myndastyttu fyrir Reykjavík. Andlit Ingólfs Arnarsonar, eins og Einar Jónsson hefir hugsað sjer það og greipt það i stein, er sem sje hið rauuverulega andlega andlit Reykjavíkur. Sál Reykjavíkur birtist í þessu andliti, og er því rjett að lita á þessa myndastyttu á Arnarhóli sem einskonar fulltrúa Reykjavíkur, full- trúa hins besta og stærsta, sem hreyfir sjer i sál bæjarins. Og nú vil jeg biðja yður, áheyr- endur minir, að ganga með mjer i anda upp á Arnarhól og athuga þetta mikla listaverk Einars Jóns- sonar. Hvað sjáum vjer? Vjer sjá- um mjög vel vaxinn og gjörfuleg- ann mann, sem stendur í stafni skips, og styður sig við spjót sitt, En það, sem einna mesta eftirtekt vekur, er andlitið. Það er frítt og mjög svipmikið. Og í svipnum er það aðallega þetta fernt, sem mest ber á: drengskapur, djörfung festa og fyrirhyggja, enda munu þetta hafa verið höfuð eðliskostir Ingólfs Arnarsonar. Það eru því þessir eðliskostir fyrst og fremst, sem hafa bygt þenna bæ, og þeir hafa, sem betur fer, átt mik- inn þátt í og stjórnað þeirri þró- un sem hjer hefir átt sjer stað á svo mörgum sviðum, og er því þess að vænta, að sú þróun sje iifræn og leiði til áframhaldandi þróunar. Jeg sagði, að sál Reykjavíkur birtist i líkneski Einars Jónssonar á Arnarhóli, en að sjálfsögðu birtist liún víðar, en óviða jafn vel og fagurlega. Samt sem áður er mjög gaman að virða fyrir sjer tilraunir hennar, sem stundum eru að vísu nokkuð leitandi og fálmandi, til þess að leiða í ljós sumt af þvi besta og fegursta, sem í henni býr. Sál Reykjavíkur kemur t. d. mjög skemti- lega i ljós í sjerkennilegum og mjög tiikoinumiklum byggingastíl, svo sem Þjóðleikhússins og Háskólans. Hún er að leitast við að birta sig í þessum lireinu, djörfu og beinu línum, sem einkenma þenna bygg- ingastíl, og mætti kalla liann stuðla- bergsstíl. Þá er og mjög greinilegt, að sál Reykjavíkur er að leitast við að birta sig í hinni ungu kynslóð, seni er mjög fögur að líkamlegu úl- liti, en því miður dálitið rótlaus. Það er sagt um Ingólf Arnarson, að hann lrafi verið trúmaður mikill að hætti samtíðar sinnar. Og þegar hann nálgaðist þetta land, kastaði hann fyrir borð öndvegissúlum sín- um, og hjet því að byggja þar, er súlurnar ræki að landi. — Öndvegis- súlurnar voru, eins og flestir munu vita, þær súlur kallaðar, er stóðu beggja megin við öndvegið (eins- konar hásæti — eða heiðurssæti) í hibýlum og hofum fornmanna. — Þessi saga um öndvegissúlurnar er eftirtektarverð og mjög merkileg, — og i mínum augum er hún fyrir- heit og spádómur. Hún er fyrirlieit og spádómui um það, að hjer í þessunx bæ verði ávalt trúað á andleg öfl og máttar- völd, — með öðrum orðum að hjer eigi að þróast annað og meira en eintóm eftirhyggja. En hún er líka fyrirheit og spá- dóniur um það, að þessi bær eigi alt- af að vera „aristokratiskur“ bær í góðri merkingu þess orðs, og að þótt hjer ríki lýöræði, sem er gott og æskilegl eigi hjer aldrei til lengd- ar að ríkja skrilræði. Vel má vera, að sumir kalli þetta ekki annað en hjátrú eða hindurvitni og má hver fyrir sig fyrir mjer liafa um það þá skoðun er hann kýs, en mjer virðist nú samt, að ýmislegt í sögu þessa bæjarfjelags bendi ótví- rætt í þessa átt. Og jeg hefi fyrir löngu sannfærst um það, að sál þessa staðar, sál Reykjvíkur, er alt i senn: draumhneigð, dulmögnuð og tigin. Jeg hefi haldið því fram, að sál Reykjavikur birtisl að mínum dómi einna best í listaverki Einars Jóns- sonar á Arnarhóli, og að einmitt þess vegna sje Arnarhólstúnið eins- konar hjartastaður Reykjavíkur. En það er fleira en þetta listaverk, sem hjálpar til þess að gera þenna stað Arnarhól svo yndislegan sem hann er. Útsýnið er dýrðlegt yfir hið bláa haf, og yfir höfn, sem liklega er með fegurstu höfnum í heimi. Og yfirsýn fæst yfir nokkurn hluta miðbæjarins með hið iðandi líf á Lækjartorgi. -— Jeg vildi óska, að unt væri að gera eiltlivað meira fyrir þenna stað, og að Reykvikingar kynnu svo vel að meta hann, að þeir gerðu hjann að liátíðasvæði bæjarins. Hann er hjartastaður Reykjavikur, og þaðan ættu gleði- og hrifningarstraumar að streyma út í bæjarlífið frá mannfagnaði við hátiðlegustu tækifæri bæjarins. — Reykjavík er yndislegur staður. Svo er fegurðin hjer áhrifamikil, að mjer hefir stundum orðið að heimfæra uppp á þenna bæ það, sem Davíð skáld Stefánsson segir i kvæði, er hann kallar „Bærinn við fjörðinn „Oft er eins og fólkið sje frosið um hjartarætur, fóstri hjá sjer hvatir, sem augun blinda því undramargir gefa því engar gæt- ur, þó græn sje jörðin og sól um alla tinda. Þó getur enginn sjer útsýn fegri valið en utan úr bænum, — sist að loknum vetri. Merkilegt er, að menn scm þar hafa dvalið til margra ára — skuli ekki vera betri! Jeg vona að áheyrendur mínir láti sjer skiljast, að með þessu er jeg ekki að gefa í skyn að hjer sje ekki gott fólk. Jeg er ein- mitt viss um, að hjer í Reykjavik er mikið af jafnvel óvenjugóðu- fólki, En þeir, sem lijer dvelja, eiga kost á svo iniklum hvatningum lil drengskapar og dáða frá hinni á- hrifamiklu náttúru, að þeir hafi minni afsökun heldur en hinir, er við verri skilyrði búa að þessu leyti. — Sál Reykjavíkur er dul- mögnuð og gerir miklar kröfur. Jeg ætla að lokum að víkja nokk- urum orðum að listaverkinu á Arnar- Iióli og enda þar sem jeg byrjaði. í svip Ingólfs Arnarsonar, eins og Einar Jónsson hefir hugsað sjer hann og orkt um liann á máli steins- ins, ef svo mætti segja, koma mjög fagurlega i ljós þessir fjórir eðlis- kostir, eins og fyr var drepið á: drengskapur, djörfung festa og fyrirhyggja. Einmitt þessir eðliskostir munu og ekki hvað síst hafa prýtt fyrstá bóndann i Reykjavík, Ingólf Arnar- son. Þegar þar við bætist, að hann var maður trúaður, er ekki að furða þótt gifta nokkur hafi fylgt honum. Reykjavík er bygð á þessum eðlis- kostum, og jeg á enga ósk betri en þá, að þessir eðliskostir megi halda áfram að ráða hjer öllum þeim ráð- um, sem ráðin eru og stjórnar at- höfnum öllum. Megi gifta lngólfs Arnarsonar vaka yfir Reykjavík! Gretar Fells. GEORE WASHINGTON. Á heimssýningunni í Nexv York næsta ár verður þessi standmynd af fyrsta forseta og þjóðlietju Banda- ríkjanna, George Washington. Mynd- in verður 65 feta há. Við annan fót styttunnar sjest mannsmynd, sem gefur liugmynd um stærð líkneskis- ins eins og það verður. Læknir einn gerði skurð á heiia slagaveikrar telpu í Brkeley í Cali- fornia og batnaði henni slagaveikin en þjáðisl af höfuðverk á eftir. Ef hún þrýsti á holuna, sem læknir- inn hafði gert á hauskúpuna er hann gerði að heilanum, minkaði höfuðverkurinn. Einu sinni er stúlk an fjekk vont kast tók lnin fjögra tommu nagla og rak á kaf inn í heilann og hvarf þá höfuðverkur- inn. Gekk stúlkan með naglan gegn- um heilann í fimm daga og kendi sjer einskis meins. Læknirinn dró síðan naglan úr og var stúlkan heil- brigð nokkra daga á eftir en dó svo. — Líkt tilfelli og þetta gerðist fyr- ir mörgum árum, er verkamaður einn varð fyrir sprengingu og fór járnbútur gegnum heilann á honum og lifði hann með hann í mörg ár. Höfuðskilin af þessum manni er til sýnis á læknifræðisafninu í Harvard.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.