Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.04.1938, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Sigurvegarar i samkepni 1914. SKÁTAFJEL. VÆRINGAR 25 ÁRA. Frh. af bls. 3. við formeriskii Væringjafjelags- ins. Var hann mjög áhuga- og framkvæmdasamur í skátastörf- um sínum, og m. a. var það n-jög mikið f}rrir hans forgöngu að B. I. S. var stofnað. Því miður fengu Væringjar ekki að njóta starfskrafta hans nema skamman tíma, því að hann Ijest í árslok 1926. Þá tók við formensku Davið Scli. Tlior- steinsson læknir, og gegndi þvi starfi til ársins 1930, er hann treystist ekki lengur til að halda starfinu áfram, vegna lasleika. Eftir hann tók við Sig. Agústs- son, sem gegndi starfinu i eitt ár; en þá tók tók Jón Oddgeir Jónsson við og veitti fjelaginu formensku þar tii á síðasta að- alfundi, að hann haðst undan cndurkosningu, og kom Leifur (fuðmundsson í lians sæti. Á þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan fjelagið hóf göngu sína, hefur það orðið að rtæta ýmsum örðugleikum. En fjelagið hefur alt til þessa hald- ið velli fyrir öllum tálmunum, svo sem húsnæðisskorti, fjár- bagsvandræðum og slíku. Það hefur eflst og þroskast í bar- áttunni fyrir framgangi skáta- hreyfingarinnar á Islandi, og er nú vel undir það húið að bjóða mótstrevminu byrginn. Þetta er þá stutt yfirlit yfir 3. Væringjasveit 1913. Foringi svetlarinnar var Arsœll Gunnarsson. sögu fjelagsins eftir aldarfjórð- nngsstarf. En þetta er aðeins önnur hlið málsins; sú hlið, sem snýr að fjelaginu inn á við. Hin hliðin, sú sem snýr að Reykvikingum, ei engu síður merkileg en sú fvrri. „Skáti er þarfur öllúm og hjálpsamur“. Þessa g|rein skátalaganna hafa Væringjar dyggilega haldið og þó því sje ekki haldið á lofti, þá er það þó svo merki- Icgt atriði, að ekki er hægt að láta hjá líða að nefna það við þetta tækifæri. Sem dæmi upp á hjálpar- starfsemi skátanna má nefna nokkur atriði. Eins og menn muna geisaði innflúensu faraldur í Reykjavík í fyrravetur. Á sumum heimil- um í bænum lágu allir og erfiðlega gekk að fá stúlkur til þess að vinna nauðsynlegustu heimilisstörf. Þá voru það skát- arnir, sem brugðu skjótt til hjálpar og buðu aðstoð sína. Þeir elduðu mat handa sjúk- lingum þvoðu gólfin, vöktu yfir sjúklingum í margar nætur, fóru í sendiferðir, og gerðu annað það sem með þurfti, ef þeir mögulega gátu. Fyrir þetta starf sitt hlutu þeir að launum þakklæti bæjar- búa, og gleðina, sem þeir höfðu af þvi að geta hjálpað öðrum. Oft hafa skátar verið kvaddir til að leita manna, sem ótt- ast hefir verið um, og' oft í misjöfnum veðrum. Á sjúkrahúsum bæjarins kemur það oft fyrir að dæla þarf nýju hlóði í æðar sjúk- ímga, og þá eru það skátarnir, sem hafa boðið að lála blóð sitt í tje, hvenær sem þess þarf með. Þétta er aðeins örlítið brol af þeirri hliðinni, sem að al- menningi snýr. Þeir eru þó margir, sem ekki virðast koma auga á þessa hjálparstarfsemi skátanna. En skátunum stendur a sama. Þeir eru ánægðir yfir því að hafa unnið góðverk, þó ekki sje það auglýst alþjóð, eins og' sumt það, sem miður er gert. Nú virðist vera að renna upp „gullöld“ í sögu fjelagsins. Á- hugi drengja fyrir skátahreyf- i-.gunni fer sivaxandi, eins og sjá má af því, að í árslok 1935 voru samtals 180 meðlimir skráðir í Væringjafjeiagið, en í árslok 1937 eða tveim árum síðar, er fjelagatalan orðin 388. sem svnir vfir 100% aukningu frá 1935. Á sumri komandi er i ráði að halda „Landsmót Skáta“ á Þingvöllum, í tilefni af 25 ára afmæli Væringjafjelagsins og skátahreyfingarinnar á íslandi. Er búist við að talsvert stór hópur skáta frá ýmsum lönd- um álfunnar muni koma á mótið, auk hinna íslensku skáta, sem munu skifta hundruðum. Þetta mót mun verða hið stærsta og merkilegasta skátamót, sem hjer hefur nokkru sinni verið haldið. Væringjar, sem sjá um mótið, munu gera sitt itrasta til þess að mótið fari sem besl fram og verði íslenskum skátum til sóma. Ekkert mun verða til sparað til þess að gera þátltakendum dvöl sína sem ánægjulegasta, því Væringjar ætla enn einu sinni að sýna alþjóð. að þeir eru: ÁvalU viðbúnir! (I. ./. Vœringja skálinn. Drekkiö Egils-öi ° . o—Q . • -w -w o —• o-'fc • —o o Heilbrigð æska elskar skátalíf og útiveru. Fatnaóurinn fæst í verslun

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.