Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 3
F Á L K 1 'N 'N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Fi'nsen og Skúli Skúlason. Framt;v;vm<iaslj.: Svavar Hjaltested. .1 ðalskrlfstofu: Bankastræli 3, Reykjavik. Simi 221U. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i. Skrifstofa i Oslo: A n I n n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðiö kcim.il út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðisl fyrirfram. Auglýsingaverð: 'it) aura mittimeter Herbertsprent. Skraddaraþaikar. Krossmessan er ekki orðin eins eftirtektarverður dagur í þjóðlífinu og hún áður var, þegar „kóngsins lausamenn“ voru sjaldsjeðir eins og hvítir hrafnar og allir voru hjú, nema þeir sem höfðu tekið saman víð sjer betri helming og hokruðu sjáifir. Þá voru krossmessudagarnir viðburðaríkir dagar í lifi þeirra, sem rcjðuðu pjönkunum ofan i koffortið silt og sögðu skilið við heimilið, sem verið hafði þeirra, síðasta árið eða árin eða stund- um alla æfina. Það þótti viðiirhlutameira í gamla daga en nú að flytja sig um set, jafnvel þó ekki væri nema í næstu sveit. Fjarlægðirnar uxu meira í áugum fyrrum, þegar hvergi fanst vegarspotti eða hrú. Og þegar fólk kvaddi kunningjann sem ætlaði að l'lytja í aðra sýslu á krossmessunni var nærri því cins og því fyndist hann vera að fara i annað land eða jafnvel lil Ameríku. Svo „stórt“ var landið þá og samgöngurnar svo tíðar. En nú er landið orðið minna. Og tengslin við lieimilin eru orðin vöikari. „Þjóðflulningar“ siðustu áratuga hal'a gerbreytt viðhorfi al- mennings til þess að flytja. Fólki finst sjálfsagt að flytja sig um set. Krossmessan setur ekki framar neinn svip á tilveruna vegna þess að það éru ekki nema svo fá hjú til að flytja, og lausa fólkið getur flutt á hvaða tima sem er. En um fardag- ana fer enn straumurinn burt úr bygðunum heilar fjölskyldur taka sig upp og flytja að sjónum. Og það er undir liadinn lagt, hvort nokkur flytur inn i bæinn aftur. Það hefir sannast undanfarna ára- tugi, að „lengi tekur sjórinn við.“ En það hefir líka sannast, að sjór- inn getur verið stopuli og gefur sult fyrir þorsk. Og á mðlinni verður neyðin verri en hún var í sveitinni. ísléndingar eiga meira af góðu ræktanlegu landi en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Þá hefir vantað afl- ið lil þess að notfæra sjer það. Efl- ir þúsund ára hjakk í sama fari er menn nú loks farið að dreyma um framkvæmdir í landbúnaði, úm rækl uð hýli og betri húsakyilni. Um hú- skap sem ekki á alt undir guði og gaddinuni, heldur byggisl á traustri undirstöðu verklegra frámkvæmda, sem bygðar eru á viti en ekki ein- gÖngu striti. Þegar þeirri hreyfingu vex fiskur um hrygg, má búast við að kross- messa og fardagar verði ekki dagar flóttans að sjónum. Og þá er vel farið. Víðfræg sðngkona I Fyrir nokkuru kom hingað til lands stórvel mentuð og víð- kunn kona, ungfrú Irma Weile- Barkany. Aðalerindi hennar hingað er að kynnast landi voru og þjóð og rita um í erlend hlöð. Greinar sínar ritar hún fyrir „Trans-Europa Press“, sem nær til 800 blaða víðs veg- ar um heim. En jafnframt mun ungfrúin halda hjer söngskemt- un og gefa bæjarbúum kost á að njóta listar sinnar. Hún er kona víðförul og hámentuð, tal- ar t. d. reiprennandi 9 Evrópu- mál. Og nú ætlar hún að bæta við sig einu enn, en það er' ís- lenskan, — eftir þvi sem hún getur meðan liún stendur hjer við. Oss lék forvitni á að frétta nokkuð um æfiferil þessarar víðkunnu listakonu, svo að vjer fórum á fund hennar og spurð- um hana spjörunum úr. Á hin- um greiðlegu svörum hennar eru eftirfarandi upplýsingar bygðar. Hún má með rjettu kallasl alheimsborgari að því er snert- ir ætt og uppeldi. Föðurætt hennar er frá Danmörku, móð- urættin frá Ungverjalandi, en sjálf er hún fædd og uppalin á Italíu. Faðir hennar, ‘ Jens Weile prófessor í fornfræði í Pisa og Florence og danskur konsúll, var danskur að ætt, lcominn af hinni víðkunnu vín- kaupmannaætt W,eile i Ála- borg, sem fyrstir gerðu hið fræga Álaborgar-ákavíti og ruddu þvi til rúms á markaðin- um. Jafnframt voru þeir ætt- menn óðalseigendur og stór- Frú Þóra Magnússon, ekkja Jóns Magnússonar forsætisráð- herra, verður 80 ára þann 17 þ. m. Hún er, eins og kunnugt er, af ágætu bergi brotin, dóttir Jóns Pjeturssonar háyfirdóm- ara. Hún hefir verið mikils met- in vegna sinna ágætu mann- kosta og var um langt skeið fremsta kona landsins, er hún stóð við hlið manns síns og kom fram fyrir landsins hönd bæði hjer og erlendis. Var mjög róm- að, hversu henni fóru öll þau störf vel úr hendi. heimsókn á Íslandí bændur, en aðrir prestar á Sjá- landi og Jótlandi mann fram af manni. Frægastur af þeim föðurfrændum hennar er þó Jakob Peter Severin (d. 1752), sem var forstjóri Grænlands- verslunarinnar dönsku, vinur mikill konungs og átti Dron- ninglund-höll hjá Sæby á Jót- iandi. Hann var aðalstyrktar- Flmleikamelstari 1 slands. Meistaramót í. S. í. í einmenn- ingskepni í fimleikum var háð sítj- asttiðið laugardagskvöld i íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Keppend- ur voru 6 frá 3 íþróttafjelögum: Ár- mann, I. R. og K. R. Urslit urðu þau að Jens Magnússon úr Ármann hlaut flest stig, 486,40 og þar með meistaratign f. S. í. 1938 og nafn- bótina fimleikameislari fslands. 2 varð Halldór Magnússon (í. R.) hlaut 482,08 stig og 3 Anton B. Björnsson (K. R.) 447,75 stig. Kepnin fór vel fram og var íþrótta húsið fullskipað áhorfendum. Dóm- arar voru: Björgúlfur Ólafsson lækn- ir, Hannes M. Þórðarson fimleika- kennari og Matthias Einarsson lækn ir. maður Hans Egede Grænlands- postula og sá um ferð hans þangað 1721, sem fræg er orðin. Við Jakob P. Severin er kend Jakobsbavn á Grænlandi. En hann liggur grafinn í Frúar- Kirkju i Kaupmannahöfn. Fað- ir hans var af frönskum Hug- enottaættum frá Marsaílle og kona hans var af ættinni d’Ai- ager frá Tourraine i Frakk- landi. Glaðværð sina og létta lund segist ungfrúin rekja til hins franska uppruna ættar sinnar, en áhuga sinn fyrir Norðurlöndum til Severins for- föður síns. Móðurætt ungfrúarinnar er ungversk, og er þaðan seinni liður ætlnafns hennar, Barkany. Leikkonan María Barkany, sem var víðfræg á sinni tíð og ann- áluð fyrir fegurð, var móður- systir hennar. Ungfrú Irma Weile-Barkany er fædd og uppalin á Ítalíu, í Pisa og Florence. En eftir lál föður síns fluttist hún með móð- ur sinni til Berlínar og lærði þar fyrstu undirstöðu i hljóm- list og var aðalnám hennar píanóleikur. En sá, sem fyrstur beindi henni inn á þá braut að gefa sig eingöngu að tónlistar- námi var tónsnillingurinn Pue cini, sem var vinur fjölskyld- unnar og vakti athygli á sjer- stökum hæfileikum hennar í þá átt, en það var þegar hin heims- kunna ópera hans Madame Butterfly var sýnd i fyrsta sinni. í Berlín fjekk hún mentun sina sem píanóleikári, og telur hún það hafa verið sjer mikinn á- vinning að fá hana einnritt þar, þar sem tóníistasmekkurinn sje hvergi örui*gari eða kröfufnar strangari i þessu efni. Á hverju ári fór hún til Ungverjalands ög dvaldist þar á búgörðum móðurfrænda sinna. Var einn þeirra foringi Kossuth-flokks- ins, sem barðist fvrir sjálfstæði Ungverjalands, og afi hennar var svo mikill sjálfstæðismað- ur, að hann vildi ekki tala þýsku, enda þótt hanh væri annars milcill aðdáandi Bis- marks og hefði stóra mynd af honum hangandi í skrifstofu sinni. í þessu umhverfi drakk ungfrúin í sig língverskan anda og hugsunarhátt. Söngnám ungfrúarinnar leiddi hana aftur til Italiu. Áð námi loknu og siðan um margra ára skeið hefir hún farið söngferð- ir til ýmissa landa og sungið við besta orðstír í mörgum heistu borgum Evrópu, svo sem París, Berlín, Buda-Pest, Prag, Varsjá, Briissel, Milano, Róm, Venicia og víðar. Hún hefir mjög víða sungið í útvarp og i gestahlut- verkum og verið með kunnustn söngkonum á því sviði. Á þess- um ferðum sinum hefir hún gert sjer sjerstakt far um að kynna ýmsa litt þekta tónlaga- höfunda og vekja athygli á Framhald ú bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.