Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BlÓ ---------- Aumingla miljónaeigendnrnir. Bró'ðskemtileg sænsk gaman- mvnd gerS eftir skemtisögu ERIK KÁSTNERS ASalhlutverkiS leikur: ADOLF JAHR Sýnd um helgina! Gamla Bíó sýnir nú um helgina sprenghlægilega gamanmynd, sem ber hiS einkennilega nafn „Aum- ingja miljónaeigendurnir". MaSur skyldi halda, aS ekki þyrfti aS aumka slíka menn, en auSur og ánægja eru þó sitt hvaS og eiga ekki ætíS samleiS. Svo reyndist honum miljónamæringnum, er mynd þessi skýrir frá, aS þaS væri ekki síSur hægt aS njóta lífsins og frjálsrar glaSværSar jjess sem einfaldur og óbrotinn pakkliúsmaSur, þann tíma sem hann tók á sig hans nafn og gervi til þess aS kynnast alþýSu manna og hversdagsfólki nánara en hann myndi ella hafa átt kost á. Þar fær nú liinn strangi og harS- skeytti fjármálamaSur og verksmiSju eigandi, sem ótal verkamenn litu upp til meS óttablandinni lotningu, gott tækifæri til þess aS skygn- ast ofurlítiS í kringum sig, njóta samvista ýmissa manna, sem hann hefSi aldrei átt kost á aS kynnast öSruvísi en dulbúinn. Þar á meSal kynnist hann hinum unga og efni- lega, en atvinnulausa verkfræSingi, sem leikinn er af Adolf Jahr og er aSalpersóna ieiksins. Hinn ungi verlt fræSingur hafSi unniS fyrstu verS- laun í auglýsingasamkeppni, en verSlaunin voru hálfs mánaSar dvöl í skrautlegu fjallahóteli og fríar ferS ir fram og til baka. Þó aS verkfræS- ingurinn hefSi átt rólega daga aS undanförnu, ákvaS liann samt aS nota sjer hóteldvölina. Fyrir mis- skilning hótelfólksins er tekiS á móti honum meS kostum og kynjum, vegna þess' aS þaS heldur, aS hann sje miljónamæringurinn, sem liótel- fólkiS fjekk aS vita í laumi, aS von væri á þangaS. Hinn rjetti miljóna- mæringur fær hinsvegar ofboS liversdagslegar móttökur. Kynning þessara manna verSur ágæt þarna í hóteiinu. Og ekki versnar þaS þeg- ar kona miljónamæringsins og dótt- ir koma þangaS. Dótturinni og verk- fræSingnum líst vel hvort á annaS og hann fær tækifæri til þess aS bjarga henni úr lifsháska. Skyndi- lega hverfur þetta fólk af hótelinu og litiu síSar fer verkfræSingurinn einnig heim til sín til Stokkhólms. En litlu síSar fær hann óvænt heim- boS — til verksmiSjueigandans auS- uga, og þaS gefur aS skilja, aS hann fær hina hestu atvinnu og dótturina meS. Leikur Adolfs Jahr í þessu hlut verki er einkar skemtilegur, ekki síSur en leikur hans í myndinni hjer í vetur, sem átti miklum vin- sældum aS fagna. Fallegt hörund fæst því aðeins, að þjer gætið þess á hverju kvöldi, að hreinsa burt púður og óhreinindi eftir daginn. PIROLA-hreinsunarkrem hjálp- ar yður. Nuddið því vel inn í hörundið, þurkið það síðan af og um leið þurkið þjer burtu óhrein- indin og púðrið. í hreinsunarcreminu eru einnig næringarefni, sem eru hörundinu nauðsynleg. Fáið yður í dag eina krús. Munið PIROLA fyrst og siðast. BISKUPINN AF LONDON sjest hjer á myndinni aS tala viS tvo verkamenn, sem eru á heimleiS frá vinnu sinni. Biskupinn er nýlega orSinn 80 ára. ----------- NÝJA BÍÓ --------------------- ELLEFTA STUNDIN Tilkomumikil og snildarvel samin amerísk kvikmynd frá FOX fjelagnu. Aðal- hlutverkin leika: SIMONE SIMON og JAMES STEWART. Hjer er líst á undurfagr- an hátt lífi tveggja af allra lægst settu olnboga- börnum þjóðfjelagsins, trú þeirra á lífið og æðri mátt, óbilgjörnum viljakrafti og starfsþreki þrátt fyrir alt andstreymi og volæði er þau áttu við að búa. Þau hopuðu aldrei, gengu ótrauð fram með glæstar vonir og sigruðu. Utfærslan á þessu efni og leikur aðalpersónanna er einsdæmi og er óhætt að fullyrða að með þessari mynd hafi kvik- myndalistin komist næst hámarkihu Sýnd bráðlega. Símofm i 5IH0N ]am&s stewabt Frú Sigríður Björnsdóttir og Ásbjörn Ólafsson, Þingholtsstræti 22, eiga gullbrúðkaup 17. þ. m. (Myndin teldn er gullbrúð- kaupshjónin áttu 70 og 75 ára afmæli). Elsa Sigfúss, altsöngkonan, sem getið hefir sjer góðan orðstír hjer á landi og er- lendis, dvelur nú um tíma hjer i bænum. S. 1. þriðjudag hjelt hún fyrstu hljómleika sína fyrir fullu húsi i Gamla Bíó og við hinar bestu viðtökur áheyrenda. Á söngskránni voru þá bæði „klassisk“ og „ný- tisku“ lög sem hún söng öll með mikilli snild. En á hljómleikunum í Gamla Bíó í gærkveldi söng hún eingöngu „ný- tisku lög“, en slíkir ldjómleikar eru fullkomið nýnæmi hjer. Var hrifn- ing áheyrenda mikil, enda átti söng- konan það fyllilega skilið. Rödd hennar er J)ýð og blæfögur og ber vott um mikla kunnáttu og næman slcilning á efni. Framburður hennar er skýr og fágaður. Carl Billich, hinn vinsæli austur- ríski píanóleikari Ijek í hljeinu safn nokkurra nýtísku laga og þótti með ágætum. Elsa fer til Noregs og Svíþjóðar og þaðan til Englands til að lialda hjómleika.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.