Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YHR/W l£/£NMIRMIIt Skemtileg knattspyrna. Limið knattspyrnumannamyjid- irnar tvær á stinnan pappa og klipp- ið þær laglega út. Markmaðurinn, 1. mynd, er síðan limdur á nál. 20 sentimetra langa papparæmu, með hakinu sem merkt er x — en Iengd- ln kemur að vísu undir því, hve stór knatlspyrnuvöllurinn er hafð- lir, en að þvi komum við síðar. Spilarinn, mynd 2, er limdur á ofur- litinn trjeklossa, sem sýndur er á mynd 3, og undir þennan trjeklossa er limdur eða negldur lítill pappa- renningur, 5—6 sentimetra langur. Maður sjer hvar þessir tveir menn eiga að vera, á teikningúnni á mynd 4, sem ef af leikvellinum öllum i einu lagi. Þið getið haft leikvöllinn eins stóran eða lítinn og þið viljið eða eftir því sem þið hafið efni til. Hann er úr þykkum pappa eða þunnum krossviði, og á vitanlega að vera afíangur i iaginu. í efri end- anum gerið þið mark úr pappa, og svo látið þið markmanninn standa skamt fyrir framan markið, á pappa- ræmunni sinni. Markmaðurinn á að geta hreyfst fram og aftur til hlið- anna, og þessvegna búið þið til dá- litið fals, sem jjiö festið á völlinn, og í þessu falsi getur markmaður- inn eða ræman sem liann stendur á hreyfst til hliðanna, eftir því sem með þarf til ])ess, að varna knett- inum að komast í markið. Spilarinn er i hinum endanum á vellinum miðjum, andspænis markinu. í trje- klossanum sem hann stendur á eru sett teygjubönd báðumegin og verða þau að vera jafnlöng, því að annars sparkar spilarinn skakt. Þessi bönd eru fest með teiknibólum á vöilinn og liaft strítt á þeim. Nú er spilar- inn tilbuinn að „sparka-" og það gerir hann þannig, að maður dreg- ur hann dálítið aftur á bak með papparæmunni, sem klossinn er fest- ur á — og sleppir svo. Til þess að sparkið verði beinna má festa ofur- litinn zinkii úr vir yfir papparæm- una, þá dettur spilarinn líka síður á hrammana. Sjá mynd 4. Þið eruð tveir um Ieikinn, annar tekur að sjer að stjórna markverð- inum en hinn spilaranum. Knölt- urinn er búinn til úr stanjól- pappír, sem er hnoðað saman i kúlu. Knötturinn er settur fyrir fram an trjeklossann sem spilarinn stend- ur á, eftir að hann hefir verið dreginn aftur. Þegar honum er slepl kippir leygjubandið honum áfram, svo að hann sparkar knett- inum, sem þýtur yfir völlinn áleið- is til marksins. Og nú kemur til kasta markmannsins að stöðva hann. -----------------x---- 1 cé!2 6 Hvaða dýr eru fljótust og sterkust? Ykkur detta liklega fyrst og fremst í hug antilópur eða strútar og fílar, en þetta er ekki allskostar rjett. Að tiltölu við stærð sína er köngulóin fljótasta dýrið sem til er, því að það er sannreynt að hún getur hlaupið meira eit 100 sinnum lengd sína á sekúndunni. Og tordýf- illinn er sterkasta dýrið sem menn þekkja, að tiltölu við stærð sina. Hann getur nefnilega borið nærfelt þúsundfalda þyngd sina! ---o---- Eins og kunnugt er fanst fyrir nokkrum árum aðferð til þess að búa til ull úr ostaefninu í mjólkinni og eru það einkum ítalir, sem hafa lagt stund á þessa framleiðslu og selja nú nærföt og dúka úr mjólk. Þeir eru að vísu miklu lakari en vörur úr ófalsaðri ull, en ílalir telja ])á fullgóða. Nú hafa Þjóðverjar fundið aðferð til þess að vinna uli úr hrognum og úr hvaiúrgangi og er þessi ull talin sterkari en injólk- urullin ítalska. Sporhundurinn King. 17. Kunningjar okkar fóru nú í felur bak við kassalirúgu og horfðu á sjóræningjana miiii vonar og ótta, er þeir komu bröltandi upp á skip- ið aftur. Þorpararnir sáu auðvitað undir eins Kínverjann, sein lá bund inn á þilfarinu, og Mulligan hvísl- aði að Jimmy: „Vertu nú viðbúinn að fylgja mjer, þegar jug segi þjer til!“ Jimmy kinkaði kolli, til merk- is um að hann hefði heyrt. 18. Bófaflokkurinn safnaðist nú saman kringum bundna Kínverjann og töluðu allir saman i mesta ákafa. Mulligan heyrði Ho-fan spyrja hann spjörunum úr, og heyrði líka er Kinverjinn sagði fjelögum sínuin frá því, að það væru óboðnir gestir um borð í skipinu. „Komdu nú, Jimmy!“ hvíslaði Mulligan og lædd- ist að baki ræningjunum, sem voru svo önnum kafnir að tala saman, að þeir tóku ekkert eftir þvi sem fram fór kringum þá. 19. Þeir Mulligan komust óáreitt- ir út að borðstokknum, snöruðu sjer út á hann og ætluðu að komast ofan kaðalstigann og í bátinn, sem þeir höfðu farið út á sjálfir. En þegar Mulligan kom ofan í bátinn sá hann að einn af ræningjunum stóð þar, tilbúinn að taka á móti þeim! Mulligan gat ekki sint því að hjálpa Jiminy og King öfan i bátinn heldur snerist að Kínverjan- um, sem stóð með árina á lofti og ætlaði að færa hana í höfuð honum. Verða nú áflog svo að allur bófahópurinn kemur, eða komast þeir klakklaust úr þessum háska? Við sjáum það næst. Tóta frœnka. DÓTTIR DE VALEIIA sjest hjer á myndinni í járnbrautar- vagni. Hún dvelur nú í Lundi í Svi- þjóð og leggur þar stund á læknis- fræði. NÝTÍSKU FJÁRSJÓÐALEIT. Kafari einn í California er að gera út leiðangur til Caribahafs og ætlar að reyna að ná þar upp fjársjóðum úr sokknu skipi. Myndin sýnir kaf- arann á samt nýtisku kafarabúningi, sem hann ætlar að nota i fei*ðina. INDVERSKUR STJÓRNMÁLAMAÐUR, Sublias Cliandra Bose, er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu. Er talið að hann verði forseti sjálfstæð- ismannaþingsins indverska og éftir- maður Gandhis, enda er hann stór- lim stæðilegri en hann. Landar hans settu sveig um háls hans er hann kom til London.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.