Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N ÓHUGNANLEG SKIPUN DAVID BLACK: Sólin var að ganga undir. Innan stundar var komið rökkur. Cowie skipstjóri var uppi á stjórnarpall- inum á „Barndora"4 og var að gá til veðurs. En „Barndora" lá í skipa- kví í Lundúnum. Skipstjóranum leist illa á veðurhorfurnar. Himininn var þungbúinn og þokuslæðingurinn yf- ii borginni óbugnanlegur. „Barndora" átti að leggja af stað áteiðis til Indlands og Kína, um miðnætti. Það lá altaf vel á Cowie skipstjóra, — að svo miklu leyti, sem vel gat á honum legið, yfirleitt, — þegar hann var að leggja upp í langferðir. Það eitt var honum nú til ama, að hann hjóst við að fá þoku i „kanalnum'. Honum var jafn- :,n illa við óvissuna, i hverri mynd sem hún var. Hún hljóp i taugarnar á honum. Og það leyndi sjer ekki, á svip- miklu og hrukkóttu andliti hans, að ýmislegt „hafði hlaupið á taugarnar í honum“ um dagana . ... og eins inátfí nokkuð ráða það af orðbragð- inu, þegar hann var að þruma úr sjer skipUnunum. Það var sagt um liann á skrifstofu útgerðarfjelagsins, að í öllum verslunarflotanum væri hann sá maðurinn, sem ætti auðug- asta orðaforða og hnyttilegastan, þegar um það væri að ræða, að lýsa óánægju, Það var sagt um hann, að hánn þyrfti aldrei að endurtaka skipun. Engin furða, þó að skip- verjar væru liálfsmeykir við hann. Cowle fór ofan í káétu sina, ti) þéss að ganga frá skjölum sinum. Þegar hann var búinn að dunda við þetta dálitla stund, sá hann skugga hrégða fyrir á veggnum. Það var ekki til nema einn maður, sem gat átt þennan skugga. "4- Jæja, Jock? Vjelstjórinn var ákaflega rólynd- ur maður, eins og lítt er um menn, sem ekki fást við annað en vjelar, sem aldrei mögla og „aldrei brúka munn“. Það var altaf notalegt að tala við hann. Hann var altaf til- búinn að brosa góðlátlega, — og láta skína í dásamlegar tannaraðir —, falskar. — Hafið þjer sjeð þetta? sagði hann og lagði. dagblað á horðið fyrir framan skipstjórann. En skip- stjórinn fór gð hagræða á sjer gler: augunum, sem gerðu hann mun ó- frýnilegri, en hann var án þeirra. — Það má segja, að þetta sjeu írjettir, sagði hann, þegar hann var búinn að lesa greinina, sem vjelstjórinn benti honum á. Hann hefir þó getað dáið, sá gamli synda- selur. Annars hjelt jeg, satt að segja, að hann væri ódtepandi —, Þetta á nú fyrir okkur að liggia öllum, fyrr eða siðar, sagði vjel- sljórinn. Var það fremur mælt af frómleika, heldur en i því skyni að vera frumlegur. Cowie skipstjóri hjelt áfram, ■— eins og hann væri að tala við sjálf- an sig. — Dáið í Peking! Jeg gæti hugsað rnjer, að hann hefði haft gott af því, sá böðull, að fá tækifæri til að iðrast ofurlítið, áður en hann lagði af stað í langferðina. -— Ýmsa hefi jeg þekt, sem hafa iðrast synda sinna á síðustu stundu, og hafa hlotið rólegt andlát, sagði vjelstjórinn. — Rólegt andlát? Það er óliklegt að hcmn hafi fengið rólegt andlát .... en hjerna er hann .... mynd af honum .... að sjá þennan gamla hræsnara! Jeg fjekk smjörþefinn af harðstjórn hans, þegar jeg var að hyrja sjómensku. Hann hjelt okkur i lieljar greipum. Oft varð jeg að jeta máltíðirnar standandi, al' þvi að hann ljet okkur ekki í friði stund- inni lengur. Og hvernig hann gat tvinnað saman blótsyrðin! Jæja, nú er hann farinn sína leið og með lionum sá stærsti forði af stóryrð- um, sem nokkur maður hefir átt í fórum sínum. — Hann gerði ykkur að mönnum! — Vjelstjórinn bljes út úr sjer fer- legum reykjarmekki, um leið og hann sagði þetta. Jeg er búinn að sigla með æði mörgum skipum og jeg hefi veitt því athygli, að þeir, menn, sem einhverntíma liafa verið undir stjórn Dollars skipstjóra, hafa verið afbragð annara sjómanna. — Hann var hreinn djöfull í rninn garð, á meðan jeg var háseti hjá honum, og þjer skuluð ekki halda. að það hafi verið betra að vera stýrimaður lijá honum. Jeg hefi reynt það líka. Hann vakti mig á öllum tímum nætur, — Jeg hafði engan stundlega frið, hvorki i svefni nje vöku. —'Sennilega eigið þjer honum þó margt að þakka, af þvi sem þjer hafið lært. Sjómannauppeldið er orðið alt of vægilegt, nú orðið. Cowie benli á myndina og brosti kaldranalega. — Það má vera, — en það gleður mig þó að vita það, að jeg þarf nú ekki lengur að óttast, að jeg þurfi að sigla á sama skipi og hann. Nú er hann á öðruvísi siglingu, þar sem tilgangslaust er að rífast við hafn- sögumanninn, ef honum líkar ekki slefnan. — Jeg gat nú ekki að því gert, að jeg dáðist að honum. Hann var maður og hann var afburða skyklu- rækinn. — Já, og stigvjelatærnar hans voru afburða harðar. — Segið þjer mjer nú — hvernig verður veðrið? Vjelstjórinn hallaði höfðinu i ýms- ar áttir og þefaði. — Þoka, sagði hann. — Ætli hann stytti ekki upp, áð- ur en við Ijettum? —• Getur verið, svaraði vjelstjór- inn, en á raddhreimnum mátti skilja, að hann taldi það ólíklegt. En, eins og hann var vanur, þá vjek hann undan þessu óhugnanlega umræðuefni og fór að tala um eitt- hvað annað. Þegar hann var farinn, sat skip- stjórinn stundarkorn aðgerðarlaus og var að rifja upp gamlar endurminn- ingar. Hann sá í huganum mynd af konu sem honum hafði þótt vænt um einu sinni, en hafði mist vegna þess, að ítökin, sem hafið átti í honum, voru öllum öðrum kendum sterkari. Og hann var að rifja upp ýmsar endurminningar frá þeim árum, er Dollar skipstjóri hafði eitrað líf hans. Engum undirmanni Cowies skip- stjóra myndi hafa komið til hugar, að þessi harðgerði maður, myndi láta það eftir sjer, að vera að rifja upp gamlar minningar. Því að menn voru skelkaðir við hann, al- veg eins og hann hafði verið skelk- aður við Dollar á sínum tíma. Annar stýrimaður kom inn í káet- una. — Það er maður að spyrja um yður, skipsljóri. — Hver er það? má jeg spyrja. Jeg hefi sannarlega ekki tíma, til þess að sinna hverjum sem er, sem ekki á annað erindi, en að tefja fyr- ir mjer með kjaftavaðli. Stýrimaður varð hálf vandræða- tegur á svipinn. — Hann ncfndi Dickie Dollar? — Ilvern þremilinn eruð þjer að segja? þrumaði Cowie. Þetta eru kurfslegar glettur. Annar stýrimað- ur var þó ekkert gamansamur að eðlisfari. En það hlaut nú að koma fljótlega í ljós, hvað hjer var um að vera. — Látið hann koma niður! Gesturinn var hár maður og snyrtilegur. Hann var starfsinaður á skrifstofu útgerðarfjelagsins. Það var ekki trútt um að skip- stjóranum ljetti, þegar hann sá hann, en kveðjan var óblíð: — Hvað meinar svona uppstrokin hengilmæna með því, að koma hing- að og setja alt i uppnám. Hvers- vegna segið þjer rangt tií nafns? Ungi maðurinn brosti. Cowie skip- stjóri hefði haft gaman af að sjá um uppeldi slíks ræningja, úti á rúm- sjó. En hvað var nú á seyði. Hann tók upp leirkyrnu og setti hana á káetuborðið. — Jeg hefi sannarlega ekki sagt rangt til nafns, skipstjóri. Jeg kem hjerna með Dickie Dollar. Áður en hann Ijest, lagði hann svo fyrir, að hann yrði brendur, og að siðan yrð- uð þjer látinn sökkva leifunum í sjóinn, út af Ouessant, um það bil, sem tungl rís úr hafi. Sennilega hef- ir liann einhverntíma verið rjett búinn að stranda skipinu á þessum slóðum, og hann liefir svo álitið, að það væri vel til fallið, að bera þar beinin. Hann var víst krumfenginn karl? — Það er engin lýgi! Hann tók lokið af kyrnunni.. í henni var hnefafylli af ösku. . það var alt og sumt. Cowie skipstjóri kinkaði kolli. Hann var ylgdur á brúnina og stóð stundarkorn hljóður. Hann var að hugleiða hverfulleik lifsins. En svo rauf hann þögnina, hrottalega, og grenjaði: —■ Hvern andskotann vill hann. á mínu skipi? Nú var jeg einmitt að óska sjálfum mjer til hamingju með það, að jeg myndi aldrei sjá hann framar. — Það er sennilegt, að það myndi aðeins gleðja hann, ef hann gæti héyrt það, að hann hefir gert yður gramt í geði ennþá einu sinni, sagði ungi maðurinn undur sakleysislega. — En ef jeg neitaði nú að fara með hann? — Þjer eigið sjálfsagt óhægl með það. Þetta er ósk úfgerðarfjelagsins. Auk þess væri það tilefnislaus meinsemi við hinn framliðna mann, — og nú gelur hann engum mein gert lengur. Annars er ótrúlegt að nokkur tæki eftir því, eða færi að rekast í því, þó að kerinu yrði sökt einliversstaðar annarsstaðar, t. d. við Scilly-eyjarnar. Skipstjórinn kinkaði kolli hugsi. — Það væri auðvitað hægt. En jeg er nú ekki viss um. . — Hann hefir sýnilega brýnt fyr- ir yður hlýðni. Ungi maðurinn gat ekki stilt sig um, að rjetta Cowie þessa sneið. En Cowie ljet, sein hann tæki ekki eftir henni. — Jeg verð auðvitað við tilmæl- um útgerðarfjelagsins, en þjer get ið skilað kveðju frá mjer og sagt, að jeg geri það ekki með glöðu geði, að stöðva skipið út af Oues- sant, og jeg tek ekki á mig ábyrgð- ina af því, sem af því kann að hljót- ast. Hann fylgdi unga manninum upp á þilfar. Þokan var orðin miklu þjettari, en hún hafði verið. Seinustu farþegarnir voru komn- ir um borð. Það var liúið að gefa burtfararmerki og eimskipið skreið afar hægt ofan eftir fljótinu, í gul- grárri þokunni. Á árbökkunum blossuðu merkjaljosin. í sífellu kváðu við klukknahringingar i skipum, sem Jágu við festar, eim- flautan á ,,Barndora“ grenjaði lát- laust. — Jeg er hræddtir um, að farþeg- unum verði ekki svefnsamt í nótt, ságði fyrsti stýrimaður. Jeg læt það vera! Jeg held að jeg kenni ekki í brjósti um þá, þó að þeir geti ekki sofið, úr þvi að jeg þarf að vaka, svaraði skipstjóri allbyrstur. Morguninn eftir kom vjelstjórinn upp á stjórnarpall. Hann var eini maðurinn á skipinu, sem var hressi- legur og útsofinn. Þar eð hann var ekki hugmyndaríkur, var honum al- drei gjarnt að húast við óhöppum. Skipstjórinn var rauðeygður og löður sveittur. Þokan var enn sótsvört, og síður en svo, að nokkur merki væru þess, að henni væri að ljetta. Þegar kvftid- aði, mótaði fyrir mánanum, cins og gulleitum depli, en hann var annars falinn í fellingum hins úlfgráa þokufelds. Ótal skiji voru á siglingu um sundið og úr öllum áttum kváðu við aðvörunarmerki. „Barndora" skreið löturhægt áfram. í Plymouth átti að taka nokkra farþega, og þar átti að tefja í þrjár klukkustundir, séúi skipstjórinn' ætlaði að nota til þess að hvíla sig og sofa. Þegar hann var að hátta, varð, honum litið á kerið, þar sem aska Dickie Dollars var geymd Og hon- um varð ónotalega við. Sennilegt er að ef hann hefði ekki verið í höfn, þá hefði hann farið upp með kerið og fleygt Dollar í sjóinn, án þess að skeyta nokluið um fyrirskipunina. En eins og nú stóð á, ákvað hann að gera það daginn eftir, eða stra.\ og komið væri lit á rúmsjó. En þeg- ar liann var sofnaður, fór hann að dreyma það, að hann fleygði ösku- kerinu í sjóinn út af Scilly-eyjun- um. En kerið þandist út og Varð að ferlegu skipi, sem fór að elfa „Bar- dora“. í stafni stóð Dollar gamli, slarandi helköldum og ógnandi aug- um. Þó að Cowie Ijeti herða á vjel- inni alt hvað af tók, svo að „Barn- dora“ hristist og nötraði stafnanna a milli náði liitt skipið þeim, engu að síður. Dollar ruddist um borð í „Barndora" og fór rakleitl ofan i káetu Cowies. — Jæja, Cowie, sagði hann. Þjer eruð að reyna að svikjast um að framkvæma skipanir mínar? En munið það, að til er það, sem sjó- manninum þykir verra, en að vera laminn með hnútasvipu. Cowie skipstjóri vaknaði með and- fælum. Annar stýrimaður var í káetunni. —- Hafnsögumaðurinn er farinn ofan i bátinn og þokan er svo svört, sem orðið getur. Cowie flýtti sjer í fötin. Það var hráslagalega kalt uþpi á þilfarinu. Legustólar farþeganna voru rennandi blautir. Barnsgrátur heyrðist út um eínn klefagluggann. Skipstjórinn hafði áldrei Jent i i i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.