Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 4
Söífcsabftimmuna nm 10. $pril 1938 igiimntsetteí önmmft ®u, Dcutfd)er 6oi&at, fier am 13. 9ltd*3 ,938 öolfeosencn % ■■ 'S'/ls /■'•' ' / zmzmmr. SJÁLFSMORÐ AUSTURRÍKIS ÞEGAR AUSTURRfKISMENN SAMÞYKTU INNLIMUN LANDSINS 10. APRIL. S. L. von Ribbentrop utanríkisráðherm að halda ræðu á undirbúningsfundi nndir þjóðaratkvæðið. Hinn 13. mars 1938 hætti Austurríki að vera til. Undir eins og Hitler hafði tekið.land- ið voru gerðar ráðstafanir til þess að afmá öll einkenni anst- urrísks sjálfstæðis, stjórnar- erindrekar landsins voru kall- aðir heim, þýska myntin var lögleidd i Austurríki og þýsk lög. fengu gildi þar, meðal ann- ars lögin um rjettleysi Gyðinga í landinu. Með undraverðum hraða og röggsemi var þetta framkvæmt, þýskur agi var kominn á alt stjórnarfar í stað hins austurríska „á rnorgun." Gg -alt var gert til þess að sýna og sanna hinni endurheimtu þýsku þjóð, að nú væru menn komnir .að stýrinu, sem kynnu að stjórna að nýir tímar væri runnir upp, hetri tímar. Þvi að timarnir hafa ekki verið góðir í Austurríki undari- fárin ár. Þar hefir ■ Iíka verið einræði, ekki ósvipað násisma, en landið hinsvégar farið á mis ýmsar þarflegar framkvæmdir, sem fylgdu nasismanum í Þýska landi. Það mun mála sannast, að enginn liafi verið; ánægður með stjórn Austurríkis hin síð- ari ár. Sú óánægja átti mestan þáftinn í því, að aliur fjöldi nianna tók Hitler eins og nokk- urskonar endurlausnara og sam þykti innlimun landsins svo að segja einum rómi. Þjóðin var ekki spurð fyr en eftir á. Við atkvæðagreiðsluna 10. apríl stóð hún gagnvart staðreyndum, sem ekki urðu aftur teknar, landið var þegar innlimað og hún átti aðeins að leggja sainþykki sitt á verkið. Það var þýðingarlaust að segja nei. En samt mun fáum hafa dotlið í hug fyrirfram, að at- kvæðagreiðslan mundi leiða í ijós jafn inróma samþykki og raun varð á.. Sunnudagskvöldið 10. apríl gat Biirckei, liinn þýski „framkvæmdastjóri“ þýska valdsins í Austurriki tiikynt, að 9975 manns af hverjum 10.000 hefðu greitt atkvæði með innlimuninni. 4.353.100 höfðu haft atkvæðisrjett og af þeim hafði 4.273.884 svarað já, 10.911 nei en 5125 atkvæði voru ógild. í Wien voru 300.000 Gyðing- ar. Svöruðu þeir já? Nei, þeir fengu ekki að svara, þeir liöf.ðu ekki atkvæðisrjett. Kosningaþátttakan var gífrir- leg. Og samt var ekki gott veð- ur daginn sem þjóðaratkvæðið fór fram og snjóaði til fjálla. En það hafði verið sjeð fyrir því, að lokka fólkið lit. Öll höf- uðborgin var fánum skiýdd og hersýningar fóru fram á göturi- um, og hljómsveitir voru á öll- um torgum. í Wien einni vóru 2000 kjörstaðir. Undir eins i bítið um morguninn liófst at- kvæðagreiðslan og Miklás for- seti var meðal þeirra fyrstu sem greiddu atkvæði. Tveir lögreglu þjónar fylgdu honum á kjör- staðinn. Þegár hann kom aftur út úr kjördeildinni var liann með nasistamerki í hnappagat- inu. Seitz borgarstjóti greiddi líka atkvæði og vakti það eftir- tekt ear hann sást á kjörstaðnum Wien, einn æstasti fylgismaður Hitlers heilsaði með nasista- kveðju bæði þegár hann kom á kjörslaðinn og fór. Hópum saman komu Austur- ríkismenn, sem búsettir voru erlendis, til Wien til að greiða atkvæði, og þó hafði verið sjeð fyrir því, að menn erlendis Svona leit aLkvœðaseðillinn út við þjáðaratkvæðið um innlimun Austur- ríkis. því að sagt hafði verið að hann væri í fángelsi. En Schuschnigg kanslari sat um kyrt i „stofu- fangelsi“ sínu í Belvedereliöll. Innitzer kardináli, erkibiskup í Myndin er gerð eftir auglýsingu sem límd var upp víðsvegar í tilefni af innlimun Austnrrikis. Vndir. stendnr: 13. mdrs 1938. Ein þjóð— eitt' ríki —. einn foringi. gæti greitt atkvæði um borð í þýskum skipum. Frá Ungverja- landi komu t. d. 4000 Austur- ríkismenn til Wien eða næstu landamærabæja. Frá Jugosla- víu komu 2000 til Graz og til Innsbruck 4000 manns frá Tyrol. í Leonding skaml frá Linz fóru allir bæjarbúar í einiii fylkingu á kjörstaðinn. Það er i Leonding, sem foreldrar Hitl- ers eru jarðaðir. Um kvöldið var Wienarborg öll upplýst af kastljósum. Og nóttiria fyrir þjóðaratkvæðis- daginn voru bál tendruð á öll- um fjallstindum í Austurríki og á hæðunum i kringum Wien. Og hakakrossinn blakti við hún á hæstu tindum Austurríkis, Hohen Daclistein og Gross Glockner. — — Samhliða atkvæðagreiðslunni í Austurríki fór fram þjóðarat- kvæði um alt Þýskaland. Þjóð- verjar áttu líka að segja til um hvort þeir aðhyltust innlimun Þýskalands og vitaniega var svarið kunnugt fyrirfram. En þó urðu já-atkvæðin ekki hlut- fallslega eins mörg þar og í Austurríki — „ekki nema“ 99 aí' hundraði, og var veðrið yfir- leitt betra þar. Þegar Biirckel tilkynti úrslit atkvæðagreiðslunnar komst hann svo að orði: „Þetta er í annað sinn sem mjer gefst tæki- færi til að skýra frá þjóðarat- kvæði (hann skýrði frá úrslit- unum í Saar). Og þetta svar er einsdæmi. Það er svar til lýð- ræðismanna og það er játning, sem hiriir þýsku Austurríkis-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.