Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K X N X Hafísmn fyrfr Norðurlandi. Fyrir Norðurlandi liggur nú hafís all frá Horni austur fyrir Sljetlu. Síðustu fregnir herma, að ísinn sje að fjaríægjast land- ið og það sjeu ekki nema ein- stakir jakar. sem komnir eru inn á firði og flóa norðanlands. A siglingaleiðinni fyrir Horn var mikill ís í vikunni sem leið. en hann hefir farið minkandi síðustu daga. Norður af Skaga er lalsverður is, og sjest ekki út yfir hann. — Myndirnar af isnum tók Éd- vard Sigurgeirsson ljósmyndari úr hinni nýju flugvjel ,.Örn- inni“ í 2000 metra hæð. Eru myndirnar af ísbreiðunni út af Skaga. Emil Randráp, Hafnarfirði, Sigríður Stefánsdóttir, Bárug verður 50 ára 16. þ. m. 32. uarð 70 ára 9. þ. m. Krú Guðrún Steindórsdóttir, Þórður Sigurðsson fyrverandi Ráðagerði, Reykjavík, vicrður stýrimaður, Vatnsstíg 8 Rvík, 75 ára 16. þ. m. verður 75 ára 18. þessa mán. Framhald af bls. 3. verkiun þeirra. Sjergrein henn- ar, ef svo mælti segja, eru þjóð- lög ýmissa þjóða, og hefir hún sungið slík alþýðulög á 12 tungumálum. Hin mikla mála- kUíinátta hennar varð til þess, að danska úlvarpið fjekk hana i fyrra til þess að flytja erindi á 7 málum, og vakti þessi dag- skrárliður mikla athygli í öðr- um löndum, enda var það eins- dæmi í sögu Evröpuútvarpsins, að sami fyrirlesari flytti og semdi sjálfur erindi á svo mörg- um málum, óg ekki sist þar sem þarna var um alþjóðlega þekta söngkonu að ræða. Til marks um álit hennar sem söng- konu i sjálfu söngsins landi, Ítalíu, má gela þess, að hún var fyrsta söngkonan, sem kom fram á hljómleikum, sem haldn- ir voru að tilhlutun þess opin- hera eftir valdatöku Mussolinis. Eitthvert skemtilegasta söng- kvöld, sem söngkonan minnist, er það, er hún söng þjóðlög á 12 málum við opnun útvárps- stöðvarinnar í Milano, hálfum mánuði eftir að Mussolini hafði vígt stöðina. Söngkonan hefir kynst ali- mörgurn íslendingum í Iíaup- mannahöfn, þar á meðal Eggert Guðmundssyni listmálara, og vöktu málverk hans mikið á- huga hennar fyrir íslandi árið 1933. Talsverðrá kynna hefir 1 aflað sjer af islenskri hljómlisl og 'sungið íslensk lög í útvarp i Buda-Pest, Checko- slovakíu og viðar, þar á meðal l d. Erlu eftir Sigvalda Kalda- lóns. Hún heyrði K.arlakór Reykjavíkur syngja í Kaup- mannahöfn og varð hrifin af söng hans. Segir hún íslenska músik falla sjer mjög vel í geð og muni hún nota tækifærið, meðan hún dvelst hjer, til þess að kynna sjer hana nánara. Hjer ætlar hún að dveljast fram eft- ir sumri, ferðasl um landið og kynnast bæði því og þjóðinni af eigin sjón og raun. Sú kynn- ing verður vonandi góð á báð- ar hliðar. Ungfrúin er góður gestur sem kemur hingað í góð- um.huga með velvild og vinar- þeli til íslands. Hún er þægileg í viðmóti, frjálsleg og glaðleg, Ijett í viðræðu og alstaðar heima. Vér efumst eigi um, að hún muni eignast hjer marga vini og kunningja, meðan lnin dvelst hjer. Næstkomandi miðvikudag. þann 18. maí, ætlar ungfrúin að halda söngskemtun í Gamla Ríó með fjölbreyttri söngskrá og undirleik Carls Billich. Fjöl- margir söngdómar frá ýmsum löndum, sem hún leyfði oss að líla yfir, gefa. til kynna, að l'jer er fvrsta flokks listakona á ferðinni, sem alstaðar hefir sungið sig inn i hjörtu áheyr- anda sinna. G. X ---- Víkingaskips-trjóna fundin. Fyrir tveim árum síðan var verió að dýpka mynni ánnar Schelde í Belgíu, og kom þá upp úr leirnum trjóna af víkingaskipi, og voru nokk- ur borð föst við hana. Maðurirtn sem þetta fann, hafði enga hugmynd uiii hvað þetta var. Hann henti borðun- um, en setti trjónuna upp i garð sinn til skrauts. Hún er úr eik, og tœp fimm fet á lengd. Gapandi gin er á henni líkast páfagauksnefi, og mun vera drekahöfuð. Álitið er, að þetta muni vera af dönsku víkingaskipi frá 9. öld, þvi danskir víkingar sátu þá i mynni Schelde-fljóts. Bretasafn i Lundúnum hefur nú keypt trjónuna fyrir 11 þúsund krónur. O*’*»•••**»»•• •**•*••'■%•<•• •**»■• ■'V-O-V,* ->*»•• •*•*»• •■H^,*^ • Drckkiö Eqils-öl t t 1 9 ‘V^-V 0-*V#-*w *--WO-ev«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.