Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N JONATHAN GRAY: HVER ÞEIRRA VAR ,UGLAN‘? LEYNILÖGREGLUSAGA. Hann gaf ritaranum merki og liann hneigði sig og hvarf. Reykja? Hann rjetti fram veski sitt, aisett gim steinum og hún tók sjer sígarettu. Hún rendi augunum um stofuna. Hún var stór og smekklega húsgögnuð. Tvær glerhurðir voru út á svalirnar. Það var glæsileg viðureign sem þjer áttuð við Derring, sagði hún, í von um að fá að vita hvað orðið hefði af Val. Já, sagði hann og brosti. — Derring er nokkuð strembinn fyrir mig, en við sjáumst aftur. Hann hefir sagt mjer að þjer ieikið lika tennis vel og sjeuð ágæt í golf. Jeg er betri í golf en tennis, sagði hún. Kanske þjer viljið koma i golf með mjer i dag? Aður. en hún náði að svara kom þjónn i indverskum búningi inn með kaffið. Hann skenkti kaffið í fallegustu kínversku boll- ana sem hún hafði nokkurntíma sjeð. Líkjör? spurði liúsbóndinn og þjónn- inn helti i tvo litla kristalsbikara. — Hvað er þetta? spurði hún og bar glas- ið upp að nefinu. Það er búið til úr ávöxtum, sem eru nijög likir mórberjum. En hann vex ekki hjer í landi og þessi líkjör er ófáanlegur hjer. Hún dreypti á honuni. Hann var sætur og líklega mjög sterkúr. Ef þetta væri í kvikmynd mundi líkjörinn vera eitraður og það væri úti um veslings stúlkuna, bugsaði hún. En sem bet- ur fór, kæmi slíkt ekki fvrir hjer i Rourne- mouth. Þjónninn dró sig í hlje og maharadjainn tók fram stóra bók með ljósmyndum og vatnslitamyndum frá Capola. Hann hjelt fyrirlestur og sýndi henni myndirnar til árjettingar. — En segið mjer nú ofurlítið um yður sjálfa, ungfrú Crombie. sagði hann og lagði frá sjer myndabókina. — Eruð þjer lista- maður? Nei, jeg skrifa dálítið. Svo? Hvað heita bækurnar yðar? Jeg ætla að kaupa þær allar. — Það var fallegt. En bókin mín er ekki komin út ennþá. — Er það skáidsaga? Nei, það er æfintýrasafn handa börn- um. Svo að þjer sjáið að það er ekki neitt handa yður. — Æfintýrin geta verið skemtileg bæði handa börnum og fullorðnum. Þegar þjer komið til Capola heyrið þjer ýms æfintýri og helgisögur sem fólkið segir. Þjer getið skrifað þær niður og gefið þær út á ensku. En nú ætla jeg að sýna yður dálítið annað. Hann fór að skáp i stofunni og tók fram stóran kassa. Hann virtist vera úr slégnu gulli og hann opnaði hann með afar einkennlegum lykli. Hvernig líst yður á þetla? Kassinn var fullur af gimsteinum, sem lágu þarna í einum hrærigraut. Aldrei hafði hana dreymt um annað eins. Hún stóð þarna eins og i leiðslu og þorði ekki að snerta á neinu. Undursamlegt! sagði hún. Hal'ið þjer þetta altaf með yður á ferðalögum yðar? Eruð þjer ekki liræddur um, að þvi verði stolið frá yður? — Jeg á miklu meira en þetta, sagði hann og brosti. —- En jeg hafi nánar gætur á því. Hvernig líst yður á þetta? Hann tók fram festi úr demöntum og safirum. Steinarnir voru stórir en illa s.ípaðir. — Það er yndislegt, sagði hún. Eða kanske að vður þyki þetta fal- legra? Það var önnur festi, úr rúbínum og þeir voru talsvert stærri en sir Jeremiahs. — En kvenfólkið er hrifnast af perl- um, er ekki svo? Hann rjetti fram festi úr fallegum máðum perlum, sem hlutu að vekja ágirnd hverrar konu sem vera skyldi. Nora var i svörtum samkvæmiskjól og hafði enga skartgripi. Hann stóð og virli fyrir sjer hvítan háls hennar eins og hann væri að ígrunda hvað færi henni best. En það var eitthvað í augunum á honum, sem hún feldi sig ekki við. Perlur njóta sin allra best þegar þær eru um báls fallegrar konu, sagði hann. — Og eigi falleg kona að vera töfr- andi þá verður bún að hafa perlur. Um leið og liann sagði þetta lagði hann perlufestina um hálsinn á henni. Hún ætlaði að færast undan, en það var eins og bún gæti það ekki. Jeg ætlaði bara að sjá hvernig þær færi yður, hvíslaði liann og fór með hana að speglinum Þær eru dýrðlegar, sagði hún óða- mála. — En í rauninni hefi jeg aldrei hafl áhuga fyrir þessháttar. Hún ætlaði að taka festina af sjer en þá tók hann um úlfliðinn á henni. — Bíðið þjer við, þá skal jeg sýna yður nokkuð sem er ennþá fallegra. Hann grams- aði í skríninu og kom með hylki neðan af botni. í því var djásn sem var blátt áfram villimannslega íburðarmikið. í því miðju var stór smaragð og kring- um hann fjórir minni smaragðar, hryddað- ir með demöntum. Steinarnir mynduðu stjörnu sem var æfinlýralega fögur og glitr- andi. Nora var máttlaus af aðdáun. — Þetta djásn er afar verðmætt, sagði hann. — Það er kallað ,.Brúðarstjarnan“. Heima þá verð jeg að gefa það konunni sem jeg kýs mjer, og hún ber djásnið á enninu. Móðir min hefir borið það, amma mín og konur allra forfeðra minna i marg- ar aldir. Hann talaði um þetta eins og það væri helgidómur. Og það mun það líka hafa ver- ið upp á sína vísu, tákn þess kvnflokks, sem hann var fulltrúi fyrir. — Þjer eigið við að allar drotningar í landi yðar hafi borið þetta djásn? spurði hún. i Já, allar drotningarnar. — En hversvegna höfðuð þjer það með yður hingað? Þjer megið ekki giftast kon- um af ánnái'i' ætt en þjer nefnduð. Það er rjett. En þangað til jeg gifti mig verð jeg að hafa djásnið með mjer hvert sem jeg fer. Lögin mæla svo fyrir. Annars mundi jeg hljóta ógæfu af því. Má jeg koma við það. Eða mundi mjer standa ógæfa af því? Nei, þvert á móti. Jeg luigsa að það fylgi því gæfa, sagði liann og rjetti lienni djásnið. Það var mjög fallegt en það var eitthvað hvimleitt við djúpa græna bjarmann. sem stóð af því. Hún hugsaði til allra þeirra, sem höfðu borið það á Jiðnum öldum, um vonir þeirra og vonbrigði, sorgir þeirra og gleðistundir. Sumar höfðu ef til vill þráð að hera það, en aðrar formæll deginum. sem það var fest á enni þeirra. Hún leit upp og kom auga á dálítið sem rak þessar hugsanir á flótta. Úti á svölunum stóð maður. Það var orðið dimt en hún gal sjeð hann greinilega fyr ir Jivi, Jiegar hann lagði andlitið upp að rúðunni. Gríma var fyrir andlitinu. Og gegnum tvö göt störðu tvö augu á liana og djásnið sem hún var með i höndunum. Skelfingin laust hana eins og hnífur væri rekinn í hjarta hennar. Það var eins og hún vissi að nú ætti það að koma fram, sem hún hafði óttast mest. Og þó bað hún og vonaði, að Jiað mætti ekki ske. Þessi sýn var aðeins nokkrar sekúndur. Svo hvarf veran. Hún stilti sig um að reka upp óp. Og ungi maðurinn sem fór svo gálauslega með dýrgripi ættjarðar sinnar hafði ekki sjeð neitt. Leggið þjer Jiað á sinn stað, sagði hún og rjetti honum Brúðarsljörnuna. Geym- ið Jiessa gripi á óhultum stað! Það er aldrei að vita hvað fyrir kann að koma. Hann hló lágt að henni. Alt i lagi sagði hann. — Jeg skal gæta vel að því. Þjer skuluð ekki vera hrædd um J)að. Og svo lagði hann dýrgripina aftur i skrínið, eins og þeir væri glingur úr leikfangabúð en ekki óborganlegir dýrgripir. Svo stóð hann stundarkorn og virti hana fyrir sjer brosandi. Við setjum ekki perl- urnar niður, sagði. hann. Auðvitað setjið Jjjer þær niður, sagði hún. Leyfið mjer ...., sagði hann kurteis- lega. Ilann fór aftur fyrir liana eins og hann ætlaði að opna feslarlásinn, en í stað Jiess að gera það tók hann háðum liöndum utan um liana, sneri andliti liennar að sjer og kysti hana i ákafa. Hún streittist á móti eins og liún gat og gat loks slitið sig af hon- um. Kinnar hennar voru sótrauðar al’ gremju og hún kastaði perlufestinni á gólfið Nú fer jeg, hrópaði hún. — Ekki strax, Nora! Lofið mjer að gefa skýringu. í mínu landi er það siður, að þegar kona leyfir manni að snera við perlu- festi hennar, J)á táknar Jiað að hann megi kyssa hana. — Þetta er ekki yðar land! sagði hún áköf. — Hvað þekki jeg til ykkar siða. En enskur heiðarlegur maður hegðar sjer að minsta kosti ekki svona. Hegða heiðursmenn í öllum löndum sjer ekki eins, þegar stúlkan er falleg? spurði hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.