Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.05.1938, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N Nr. 489. Adamson fær heimsókn. S k r í 11 u r. —■ Finst þjer ekki, Adolf, aö mað- ur geii sagt um hafið eins og um lítið barn: það getur brosað og það getur óhemjast.. . Jú, og svo er j>að altaf vott. Hann segist aldrei geta sofnað nema hann lesi nokkrar blaðsíðnr fgrst. Það sem skeði þegar eldakonan misti kökuna. — Þegar Olsen stendur þarna og spilar getur ekki nokkur lifandi sál tekið eftir þvi að hann er nauð- sköllóttur. Ljósmgndarinn sem varð stór- skotaliðsmaður og fallbgssuskgtta. Sjúklingurinn: Jeg er svo veik- ur, læknir. Það er eins og barið sje með sleggju í höfðinu á mjer og skorið með hníf í hjartað á mjer og maginn á mjer er eins og harin sje fullur af nöglum. Læknirinn: — Þetta er'ekki sjúk- dómur, maður minn. Það er járn- vöruverslun. Nýtísku telpa, sem Sigga heitir, fjekk nýlega brúðu í afmætisgjöf. Hún var fjögra ára og þótti afar vænt um brúðuna, en gekk illa að hafa hana í friði fyrir Gústa bróð- ur sínum, sem var aðeins þriggja ára. Loks brast hana þolinmæðina og hún fer til móður sinnar og segir: -— Nú er það ákveðið, að hann Gústi og jeg verðum að skilja! — Hversvegna viltu það? spyr móðirin. — Vegna þess að jeg vil fá að ala min börn upp i friði. Það var svo troðfult á sjúkrahús- inu að yfirlæknirinn neyddist til að láta búa um sjúkling i einu bað- kerinu. Hann hafði ferlivist á dag- inn og einu sinni kemur hann með miklu fáti til læknisins en getur ekki komið upp einu orði, svo mik- ið er honum niðri fyrir. -— Hvað gengur að yður, maður minn? spyr læknirinn. — Það er vitlaus maður inni hjá mjer. Hann er að baða sig í rúmiiiu mínu! Magnús verksmiðjueigandi er staddur hjá Ólafi vini sínum og spyr hann um Jónas, sem hefir boð- ist til að verða sölumaður fyrir hann. — Heldurðu að þessum Jónasi sje treystandi og trúandi? spyr hann. — Já, jeg þyrði óhikað' að trúa honum fyrir lífi mínu, svarar Ólaf- ur. —• Já, jú, en jeg meina hvort það sje óhætt að trúa honum fyrir ein- hverju, sem er nokkurs virði, Það var leiðinlegt að jeg skyldi ekki kynnast þjer áður en jeg varð ekkill, sagði maðurinn við seinni konu sína. Þeim kemur heldur illa saman. — Hvað meinarðu með því? spurði konan. — Jeg meina, að jeg hefði kosið miklu fremur, að þú hefðir verið fyrri konan mín, svaraði maðurinn. — Hversvegna vildirðu, að jeg hefði verið fyrri konan þín0 — Vegna þess, góða mín að þé æíti jeg aðra konu núna. NAND Ferdnand nær í sjúkrabíl. Eða Hrœðilegt slgs! Hjálp! Fljótir nú! Ekki annað?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.