Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA BÍO ------------- Scijiio Atricanus. Stórkostleg og stórmerkileg ítölsk söguleg kvikmynd. Leikstjóri: CARMINE GALLONE. Aðalhlutverk: ANNIBALE NINCHI CAMILLO PILOTTO FIíANCESCA BRAGGIOTTI ISA MIRANDA. Sýnd bráðlega. Loksins er hún hingað komin hin stór fenglega, sögulega mynd, sem sýn- ir einn merkasta þátt veraldarsög- unnar, púnversku stríSin. Myndin er ítölsk og lagSi Mussolini allan sinn metnaS í þaS, aS gera hana sem best úr garSi. Leikararnir eru að vísu íslenskum kvikmynldáleikhus- gestum ókunnir, þar eS ítalskar myndir sjást hjer naumast. En eng- inn efast um aS í þessari mynd er teflt fram öllum bestu leikurum Itala. Myndinni er ætlað aS vera og er besta auglýsing um þaS, hvað ítölsk kvikmyndagerS er komin á hátt stig. Öllum þeim, sem nokkuS þekkja til mannkynssögu er ljóst hvert muni vera efni þessarar myndar, en vegna hinna er vert að drepa á það meS nokkrum orðum. Myndin gerist á þriðju öld fyrir Krist. Karþagómenn og Rómverjar langvoldugustu þjóðir veraldar á þeirri tíð, berjast um yfirráðin í heiminum. — Hannibal, hershöfð- ingi Karþagóborgarmenn leysir af hendi eitt mesta hernaðarafrek, er sagan þekkir, er hann heldur með lier sinn frá Spáni yfir Gallíu og Alpa ög niður á ítaliu, þar sem ekkert stenst við honum. Hann gjör- sigrar heri Rómverja hvað eftir annað og leiðin til Róm virSist standa honum opin. Ekki hætti hann þó á að taka borgina. Þá var það sem einn hershöfðingi hans sagði við hann þessi frægu orð: „Þú kant að sigra, Hannibal, en ekki að notfæra sjer sigurinn." Nú rís upp ungur, rómverskur hershöfðingi, Publius Scipio, sem bjargar landi sínu. Hann herjar á Karþagó meS góðum árangri og neyð- ir með því Hannibal til að hverfa heim. — Við Zama skamt frá Kar- þagó lendir tveimur mestu hers- höfðingjum heimsins saman. Og lýkur viðureigninni með sigri Scipio, sem leiðir til heimsveldis Rómverja. Þetta skeði árið 2&2 f. Kr. Fyrir alla, sem áhuga hafa fyrir sögulegum fræðum er myndin ein sú allra fremsta er hjer hefir sjest. Dýpsti námugígur, sem grafinn hefir verið er í Ameríku og er 3254 metrar. Vegna hitans væri ómögu- legt að hafast við á svo miklu dýpi, ef ekki væri dælt að staðaldri köldu lofti ofan í námuna og kæliáhöld sett þar upp. Bærinn Köge á austurströnd Sjálands er einn af elstu bæjum Dan- merkur. Nú í sumar hjelt hann hátíðlegt 650 ára afmæli sitt. — Efst á myndinni sjest lúðrasveit bæjarins ganga eftir aðalgötunni og leika lög í tilefni af afmælinu.. — í miðju: Stiftamtmaður Haugen Joliansen býður konungsfjölskylduna velkomna. Á myndinni sjást konungur, Friðrik krónprins og Ingrid krónprinsessa. — Neðst: Sænskir gestir, er boðnir voru til hátíðahaldanna. Sjást þeir við dyrnar á liúsinu, þar sem sænski hershöfðinginn hafði aðsetur sitt meðan Köge var á valdi Svía. En eins og mörgum er kunnugt fjell hún eins og margar aðrar danskar borg- ir i hendur þeirra á ríkisstjðrnarárum Karls Gústafs X. ----- NtJA BÍÓ. Þrælaskipið. Kristjún Gíslason kaupmaður á Sauðárkróki, verður 75 ára Í8. þessa mánaðar. Josephine Charlotte Belgíuprins- essa er nú 11 ára gömui. Myndin er Á hverju ári veikjast 700 miljónir tekin af henni, þar sem lnin er að manna af malaríu og af þeim deyja veiSum við belgisku ströndina. um tvær miljónir. Amerísk stórmynd frá ,,Fox“, er hyggist á ýmsum sögulegum viðburðum á síðustu árum þrælaflutninganna frá Afríku til Ameríku. Aðalhlulverkin leika: WARNER BAXTER ELISABET ALLAN WALLACE BEERY og hinn 14 ára gamii afburða- leikari: MICKEY ROONEY. Aukamynd: Talmyndafrjettir frá „Fox“. Börn fá ekki aðgang. „Politiken" skrifar um „Þræla- skipið“ á þessa leið: „Það verður mikil aðsóku aS „Scala Bió“ næstu daga. Það eitt að hinn ágæti leikari Wallace Beery liefir hjer fengið hlutverk leiðir til þess að fólkið streymir i leikhúsið. Annars er það um „Þrælaskipið" að segja, að það er mjög skemti- leg ræningjasaga og minnir á „Haf- örninn", „Kaptein Bióð“ og aðrar slíkar sögur.“ PEG LA CENTRA heitir þessi ítalska gamanvisnasöng- mær, sem vekur mikla athygii á leikhúsunum við Broadway í New York um ]jessar mundir og í út- varpinu vestan hafs. Er hún aðal ,,trekkplásturinn“ i skemtilífi New Yorkbúa um þessar mundir. * Allt með íslensknm skipum! t ZIGAUNA-LEIKHUS. í Moskva e. til einskonar zigauna- leikhús og er leikið þar á máli zig- auna. Myndin sýnir zigaunastúlkuna Tschornaja í einu af síðustu leikrit- um leikhússins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.