Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Handprjónaður kjóll með ísaumaðri treyju. Efni: 1200 gr. hvítgult garn, og dökk- blátt eða ryðrautt garn til aS saunia í meS. Prjónar, sem samsvara garn- inu; 9 leSurhnappar og leSurbelti i sama lit og ísaumið. Athugið hvort sniðin eru mátulega stór. SníSið svo snið úr grófum pappír í rjettri stærð. Prjónið: Það sem venjulega er kölluð ranga í prjóni er hjer látið snúa út. PRJÓNAABFERÐ: Vinstri boðangur: Mynd I. Lykkjufjöldann, sem fitja á upp er best að finna með þvi að hekla röð af loftlykkjum jafnlanga neðsta kanti sniðsins og jafnmarg- ar lykkjur eru svo fitjaðar upp. Þeim megin sem hnapparnir eru er prjónað beint upp. Hinumegin er tekið úr þangað til komið er að mittinu og þaðan aftur aukið út þangað til jafnmargar lykkjur eru á prjónunum og byrjað var með. Til þess að handvegurinn mynd- ist eru feldar af 7—8 lykkjur og á næstu 8 prjónum er feld af 1 1. annan hvern prjón. Hálsmálið myndast við það, að 5 1. eru feldar af, því næst prjónar maður eftir sniðinu, svo að ávalinn komi. Öxlin er feld af í þrennu lagi. Hægri boðangur: (Mynd II.) er prjónaður eins, nema lijer eru linappagötin búin til, og það er gert með því að fella af 4—5 1., sem eru aftur slegnar upp á næsta prjón. Bakið: (Mynd III.) er prjónað svo að það samsvari boðöngunum. Þegar búið er að prjóna axlirnar eru lykkjurnar feldar af í einu lagi. Ermarnar: (Mynd IV.) Prjónið 4 cm. brugð- inn kant (2 1. r.; 2 1. sn.), aukið jafnt út þangað til komið er að úr- tökunni. Fellið þá af 7 1. í hvorri hlið og fellið svo af smátt og smátt, þangað til 24 1. eru eftir og eru þær feldar af í einu lagi. Pilsið: Mynd V. Framstykki: Lykkju- fjöldann finnur maður eins og áður er sagt. Prjónið eftir sniðinu þangað til þetta er orðið 67 cm. Þá er því skift niður á 3 prjóna og hvert stykki prjónað áfram og tekið úr eft- ir sniðinu. Það er ekki nauðsynlegt að skifta þessu niður á 3 prjóna, en aðeins prjóna áfram þangað til pilsið er orðið mátulega langt, en þá verður að sauma úr pilsinu að ofan á eftir, en það fer þá ekki eins vel. Afturstykkið á pilsinu er prjónað nákvæmlega eins og framstykkið. Samsetning: Þegar búið er að prjóna ödl stykkin eru þau vætt og strengd yfir sniðin og látin þorna. Þá er saumað í hoðanganu eftir meðfylgj- <4-*—77—x—7/—> <—77—^-11— andi munstri. Auðvitað er liægt að nota annað munstur, t. d. er ágætt að þræða strammalengjur á boðang- ana og sauma krosssaumsmunstur i þær og eru þá strammaþræðirnir dregnir út á eftir. Pilsið er saumað saman og streng- ur látinn á það. Treyjan er saumuð saman og ermarnar látnar í. Saum- ið borða undir linappagötin og hnapp ana. Síðan er þetta alt strokið ljett undir deigum klút. Sóldýrkendnr i Sofia. Nýr sjertrúarflokkur í eigin klaustri. Ný trúarvakning gengur yfir Búlg- aríu. 50 þúsund sóldýrkendur liafa myndað með sjer fjelagsskap undir forystu Danoff prófessors, og hafa þeir bygt upp heilt hverfi i útjaðri Sofia, er minnir mest á klaustur. Danoff átti lengi heima i Banda- ríkjunum og meðan hann dvaldi þar kyntist hann mörgum sjertrúar- flokkum. Þetta varð orsök til þess, að hann við. heimkomu sina stofnaði sóldýrkendatrúarflokkinn. Klaustur Danoffs er merkilegt sam- bland af heilsuhæli og vinnustofnun, þar sem fleiri hundruð manna safn- ast saman árla morguns til þess að syngja lofsöngva um sólina. Eftir sönginn fer fram almenn leikfimi undir hljóðfæraslætti. Síðan heldur Danoff prófessor eða einliver full- trúa hans prjedikun. Prjedikunin er ekki altaf trúarleg, heldur snýst hún um ýmislegt annað, svo sem jarðyrkju og stjórnmál. Eftir að þessu öllu er lokið byrjar svo líkam- lega vinnan. Af þessum 50 þúsund sóldýrkend- um húa aðeins nokkur hundruð í klaustrinu. Hinir búa í Sofia og ná- grenni hennar. Á liverjum morgni rísa þeir á fætur um sólarupprás', kl. 4 á sumrin og kl. 6. á veturna. Flestir af áhangendum Danoffs eru konur, en allar stjettir eiga ein- hverja innan hreyfingarinnar. M. a. eru í henni margir lögfræðingar, læknar og kennarar. Algert bindindi er á stefnuskrá sóldýrkenda og kjöts neyta þeir ekki. Þeir verða sjaldan veikir og eiga heilbrigða sál og hraustan lík- ama. Taugaveiklun vita þeir ekki livað er. Þegar prófessorinn hóf starf sitt, mætti hann mikilli mótspyrnu úr ýmsum áttum og var kallaður vind- belgur af mörgum. Honum hepnaðist nú saml að snúa mörgum til fylgis við sig og flokkurinn stækkar ár frá ári. „Klaustrið" kappkostar að sjá fyrir sjer sjálft og rekur landbúnað af mesta dugnaði og fyrirliyggju. ■••nvo -'•u.-o ^ l Drekkiö Egils-öl $

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.