Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VMfi/fll b&S&NbURMIR Frjettaleikur. Amerískur útileikur. Nú ætla jeg að segja ykkur frá útileik, sem getur orðið til skemtun- ar þegar þið farið í gönguferð. Þið kjósið einn leiðtoga og svo halda allir aðrir en hann áfram leiðina og fela sig meðfram henni á ákveðnu svæði, þannig að þeir sjáist ekki, en geti hinsvegar sjeð hvað gerisl á veginum. Nú kemur leiðtoginn og labbar leiðina fram og aftur og ger- ir sitt hvað á leiðinni, stendur kyr og horfir á eitthvað, þurkar sjer um ennið með vasaklútnum sínuni, snýt- ir sjer, hoppar á öðrum fæti, sest á stein og stendur svo upp og gengur áfram, blístrar eða syngur ákveðið lag og þessháttar. Nú eiga þeir sem cru í felum að taka nákvæmlega eftir iivað leiðtoginn hefst að, en gæta þess jafnframt að láta ekki sjá sig. Ef leiðtoginn finnur einhvern þá er sá undir eins úr leik. Þegar ieið- toginn hefir farið alla leiðina, sem tiltekin var, er leiknum liætt og nú á hver þátttakandi um sig, að segja hvað hann hafi sjeð og heyrt til leiðtogans. Sá, sem hefir tekið best eftir verður leiðtogi í næsta leik. Hentngur kælipoki. Þio húið tii úr pappír stórt snið af flösku, eins og þið sjáið á mynd- inni og sníðið svo eftir því tvö- fafda pjötlu úr þykkum handklæða- dregli. Leggið svo stykkin saman og saumið þau saman á jöðrunum, svo að úr verði poki (mynd 2.) Hjerna er knattsptyrniumjuðurinn mikli, sem er búinn til úr eintóm- um tölum, en summan af tölunum segir til um, hve mörg mörk hann liefir gert um æfina. Hver er fljót- astur að telja það saman? ‘OH Á Grænlandi hafa tvívegis fund- ist afar stórir ishellar. Fyrir nær tuttugu árum fanst 800 metra langur íshellir á Austur-Grænlandi norðan- verðu, og var hann nefndur Gnipa- hellir. Hann er nú týndur. Árið 1934 fanst íshellir á Canning Land á Austur-Grænlandi, 0—7 metra breið- ur, 5—6 metra hár og um 250 metra langur. Báðir voru hellar þessir afar einkennilegir og fagrir. Etiopia er ríkari af nytjajurtum en nokkurt annað land i heiminum. Þar eru til dæmis um 250 tegundir af þeim 650 tegundum hveitis, sem til eru í heiminum, og sama er að segja um byggið. Og þaðan er kaffið talið sprottið. Fangar lamafólksins, framhaldssaga með myndum. 7. kafli: Nýi lamainn. 19. John var smámsaman orðið ijóst, að það hlaut að vera Tzo- Lin, sem liafði að staðaldri látið Titra Lama vita hvað ferðaiagi leið- angursins leið, frá ])ví að hann kom til Asíu. En ef lamainn vissi, hvenær leiðangurinn fór frá Englandi, þá hafði hann sannarlega betri frjetta- sambönd en John gat skilið. Gamli maðurinn brosti til Jolins: „Þú ert forviða, ungi vinur!“ sagði hann vingjarnlega, „en þú ska!t muna, að við hjerna í okkar þjóð- fjeiagi höfuin öldum saman bygt upp sjálfstæða menningu og vísindi okk- ar eru á svo háu stigi, að ekkert sem gerist á jarðriki fer framhjá okkur.“ 20. „Þegar að því kemur um síðir“, hjelt hann áfram, „að aðrar þjóðir lieimsins hafa eytt menningu sinni með tilgangslausum styrjöldum, þá leggjum við lieiminum til nýtt og heilbrigt fólk, sem endurreisir hann á ný. Það er kenning okkar. Þess- vegna verðum við sífelt að fylgjast með i því, sem gerist í heiminum.“ John varð forviða •— honum hafði aldrei getað dottið þetta í lmg. — Gamli maðurinn hjelt áfram að segja frá. „Þó að stærstu herir heimsins reyndu að vinna Musterisborgina, væri efasamt livort þeir findu hana, hvað þá meira. En þó þeir findu borgina gæti einn einasti maður veitt viðnám hversu stórum her sem vera skyldi." John liugsaði til klif- ursins upp l)jörgin, og fann að gamli maðurinn hafði rjett að mæla. 21. „Enginn getur hindrað það, að við tökum yfirráð heimsins i okkar hendur, þegar fylling tímans er kom- in,“ sagði gamli maðurinn lirærður, „því að vald okkar byggist ekki á stáli eða orku þjösnans — lieldur á alsigrandi mætti mannsandans.“ Titra Lama þagnaði snöggvast, eins og til þess að jafna geðslirær- ingu sína; síðan hjelt hann áfram: „Þú skalt ekki undrast, ungi vin- ur, að jeg segi þjer svo greinilega frá skipun og tilgangi þjóðfjelags okkar. Jeg er gamall maður — eldri en þú kanske heldur að nokkur mað- ur geti orðið — og jeg er orðinn þreyttur. Mjer þykir vænt um, að hinn allsvaldi hefir nú hent mjer á nýjan Titra Lama, svo að jeg geti fengið hvild. Og mjer þykir vænt um, að hinn nýi Titra Lama skuli MÆLING TRJÁUAKANS. Áður þurfti að fara til rannsókna- stofnana til þess að fá ákveðið hve mikið vatn væri í viðartegundunum en nú getur snikkarinn mælt þetta sjálfur, með áhaldi, sem nýlega hef- ir verið smíðað í Þýskalandi. GAMBETTA-FRIMERKI. I tilefni af 100 ára afmæli franska stjórnmálamannsins l.eon Gambetta liefir franska póststjórnin gefið úl frímerki með mynd hans. Gambettu var öðrum fremur frumkvöðull lýð- veldisins 1870. í Heidelberg er einkennilegúr minn isvarði. Það er steinker með fugla- fræum í. Sá sem undir því hvílir liafði látið eftir sig svolítinn sjóð, og fyrir renturnar af honum er jafn- an keyptur fuglamatur í kerið. Tinna og raf voru mest eftirsóttu vörurnar á steinöld. Tinnuna notuðu menn til vopna og áhalda á líkan hátt og járnið nú, og vegna tinnunn- ar var uppgangur Dana svo mikill á yngri steinöldinni — þeir höfðu svo mikið af lienni. Raf var aðeins notað lil skartgripa og þessvegna eftirsótt á sama hátt og gull og gim- steinar eru nú. vera ungur maður, eins og þú, og vera kominn af lieilbrigðri þjóð.“ Hvað á lamainn við með þessu? Á hann við það, að John eigi að taka við tign- inni og verða æðsti maður þjóðarinnar? Lestu um það næst. Töia frænka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.