Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L Ií 1 N N Bygging móðurmálsins. Þýska beitiskipið Emden. Undanfarna daga liefir þýskt beitiskip, Emden a‘ð nafni, leg- itS hjer á ylri höfninni. Er þaö skólaskip og er rjett að hefja fimm mánaða ferðalag víðsveg- ar um heim. Kom það hingað frá Noregi, en ætlar hjeðan langt suður í liöf. Þjóðverjar hafa átt tvö herskip með Em- dens-nafninu á undan þessu er lijer hefir legið. Var hið fyrra mjög umtalað í hyrjun stríðs- ins er það var á reiki um Ind- landshafið og gerði bandaþjóð- unum marga skráveifu. Eftir langa mæðu tókst þó hresku herskipi að skjóta það í kaf. Skipstjórann á því, von Míiller, dáðu Bretar svo mjög fyrir af- rek hans og drenglund, að þeir leyfðu honum að lialda vopn- um meðán hann var fangi þeirra. Emden, annað í röð- inni, hlaut þau örlög að vera sökt í Scapaflóa við Orkneyjar eftir stríðið, ásamt mörgum öðrum þýskum herskipum. Var það atburður, sem Þjóðverjum sveið sárt eins og ætla má. — Emden, er var lijer á ferð var hygt 1925 og er því eitt af elstu herskipum Þjóðverja og hefir lengi verið í förum sem skóla- skip. Meðan skipið dvaldi hjer var sendiherrum erlendra ríkja, háttsettum embættismönnum og blaðamönnum boðið um horð í skipið og sýnt það ræki- lega. Hljómsveit skipsins skemti Reykvíkingum á þriðjudags- kvöldið með því að leika fyrir þá nokkur lög á Mentaskóla- hlettinum. Knattspyrnukappleik iiáðu skipverjar við knattspyrnu fjelagið Val. — I. Samlíking við athafnir og vinnu- brögð. Vakið hefir það undrun mína, hversu málfræðingar vorir eru þög- ulir um einn merkasta hornstein, eða jafnvel heilt gaflhlað í dásamlegu musteri móðurmáls vors, íslenskunm. Á jeg þar við aragrúann af eftir- tektarverðum orðum, sem eru sam- líking við, og samgróin atliöfnum manna, erfiði og vinnubrögðum, eins og þau voru í fornöld i daglegu lít'i þjóðar vorrar. Þann veg er orðinn til mesti fjöldi nafnorða, sagnorða og lýsingarorða. Og eru þau — eins og önnur orð yfir liöfuð — að jafn- aði því styttri, kjarnmeiri og þægi- legri i meðförum, sem þau eru eldri. Sýnist mjer á þessu sviði vera til- valið efni í doktorsritgerð, fyrir vel lærðann og gjörhugulann málfræð- ing. Og til þess ef verða mætti að vekja menn og örva i þessu skyni, vil jeg benda hjer á nokkur dæmi, eða telja fram nokkur orð af lianda- hófi. Vitanlega án múlfræðilegrar aðgreiningar og tilvitnana, eins og vera ber í stuttri alþýðugrein, sem rituð er af ólærðum aiþýðumanni. Einnig án ábyrgðar um rjetta skýr- ing eða samlíking, en því fremur tií umhugsunar og leiðrjettingar á því er sannara kann að reynast. aðili: sá sem á hlut að máli, hefir unnið að, eða á að vinna að fram- gangi einhvers máls eða verkefnis. annir: mikið að gera og margt ógert — í önnum. aflóa: lóin fer af snjáðu og slitnu fati, sem er að verða ónothæft. Heimfærist um útlifaðan búpening. ábrestur (úr broddmjólk) : þó góð- ar sjeu, kann að bresta nokkuð ú næringargildi eða undirstöðu í melt- ingarfærum manna, móts við venju- lega nýmjólk? ábyrgð: það er maður hlýtur að bera gagnvart öðrum. barátta, bardagi: höggorusta, með handverkfærum. dagmál (kl. 9 árdegis). Fyrsta máltíð dagsins byrjar þá. eingirni: einfalt garn. eigingirni: að hugsa altaf um sjálfan sig á und- an öðrum. eyrisvöllur ( = Vallardagslátta, 30 X 30 faðmar). Hjet svo í Búalögum, af því að eyrir skyldi greiða fyrir að slá hann, og taldist það dagsverk meðal manns á sljettum velli. En þegar slik dagslátta var mæld í þýfi, var snærið (30 fm.) sem mælt var með, stigið niður milli 3. hverrar þúfu. Eyrir var þú 6 álnir vaðmáls (eða 12 fiskar og jafngildi þess í ýmsum vörum). Kaupið var 4 álnir og 2 fyrir fæði. fjölskylda (-skyldi), er i fornu máli notað um margskonar skyldur og skuldir. gambur: liávaði? eða eitthvað gróf- gert, stórt og fyrirferðarmikið. (Heim fært um fugla í orðabókum, Fritzner: gammur, E. J.: strútsfugl, S. Bl.: ýmislegt annað.) Sbr.: „Hvað ertu að gambrá“? „Hvaða ógnar gambur er þetta“? (þegar spunnið er mjög gróft), og gamburmosi, t. d. í Heklu- hraunum, þar sem maður sekkur upp í ökla og kálfa ofan í mosann. gangari (Laurentiussaga), gangveri (E. J.): innri og ytri gangklæðnað- ur, (gangari E. J. og S. Bl.: göngu- maður, S. Bl.: líka hestur, og gang- vari: göngumaður). „hafa í fallu trje“: þenja segl og hefja í siglutopp. Merkir að gefa ekk- ert eftir, við hvern sem í hlut á. hlað: hleðslan (stjettin) við hús- in. Nú er búið að færa nafnið fram- fyrir hleðsluna, þó forin þar eða troðningarnir sjeu ekki steinlagðir. hleypidómur: frá því er dómum var hleypt upp i þinginu? Sleggju- dómur gildir sama: ómerkan, órök- studdan eða rangan dóm. „Ilt er að kljást við kollóttann Kljásteinarnir í gömlu vefstöðunum þurftu að vera með gati, eða rauf fyrir bandið, sem tengdi þá við þráðarlokkana. — Kollóttir steinar smugu úr bandinu (nema um þú væri poki eða tuska) og var því ilt að kljá með þeim. Dregið til lík- inga ýmislega, svo sem að halda i kollótta kind meðan hún er rúin, að glima við nakin mann o. s. frv. í miðjum klíðum“. Klið hjet sú stutta færa, sem ofin varð milli þess að kljásteinarnir voru færðir aftur- eftir uppistöðunni. Þótti heldur löð- urmannlegt, að hlaupa úr vefstaðn- um, eða hætta að vefa „i miðjum klíðum“, þ. e. fyr en færa þurfti steinana, og vöðina úfram. Og enn er sagt í lítilsvirðingarskyni, að menn hlaupi frá verki í miðjum klíðum, ef þeir hlaupa rasandi ráði frá hálf- unnu verki, eða hætta við það hálf- gert að ástæðulausu. kurfur (karfa afleiðsluorð?): við- arbútur. „Hann er kurfur eða kurfs- legur“ er sagt um ósnoturlega vaxna, lága og digra drengi, m. fl. „Ekki lcoma öll kurfl (kurl) til grafar“. Máltæki það er arfur frá viðarkola- brenslu í gröfum við skógana. Skóg- arlurkarnir voru kurflaðir niður í smábúta, en hrukku þá víðsvegar undan öxinni, svo að aldrei hafa allir fundist. Samlíkingin er enn not- uð við vandfundna smámuni, og eigi síður þegar eitthvað er undandregið vísvitandi. „Laus á kostunum": skeiðliestur, sem oft hleypur upp af skeiðinu og bregður fyrir sig öðrum gangi. Notað nú einna helst um stúlkur og pilta, konur og menn, sem eru lausir á kostunum i ástarmálum. Miðdik held jeg að sje rjett orð, í staðinn fyrir mióbik, sem nú er og hefir léngi verið notað i málinu. — Eða hvað getur þetta -bik haft að merkja? „Miðdikið mátalaust", mun vera gamalt máltæki. Svo ritar Gissur biskup (1540—’48) Einarsson (ef jeg man rjett) í brjefi til presta, þar sem hann talar um og merkir með því hófleysi fólks og vandstill- ingu. Miðdik býst jeg þvi við að merki vísirinn (nálina, „tunguna", S. Bl.) á metaskálum, sem dikar fram og aft- ur um mundangið (mund/iangið? er hangir í hendi manns) á miðjum vog- ararmi, þ. e. stönginni, sem metaskál- arnar hanga á. Mund(h)angið er kyrt þegar vegið er, en miðdikið er fast á arminum og hallast þvi til og frá eins og skálarnar, uns náð er jafnvægi. Og sjest þá vel, að „mjótt er mundahgs- hófið“ Meðalhóf virðist vera úh- þýnning úr mundangshófi, og reynist flestum vandratað. misklíð, er enn eitt orðið frá vef- staðnum. Margskonar ólag, misþungir kljásteinar, samsláttur þeirra, flækja eða annað gat komið á uppistöðuna, jafnvel í „miðjum klíðum“. Og enn vill verða misklíðin mörg í viðskift- úm manna. ,,Nú kastar tólfunum," eða: „Nú þykir mjer þó kastað tólfunum“. Teningskast liefir tíðkast frá forn- öld, og liefir hæsta tala á tening- um verið 12. Mesti vinningur var því að „kasta tólfum“, þannig að upp kæmi talan tólf. Samlikingin á því við fágæt eða óvænt höpp. orlof, líklega rjettara ordlof, um þau loford, er konungar í fornöld og aðrir yfirmenn gáfu mönnum sinum til að heimsækja ættingja, eða TJm þessar mundir eru 20 ár liðin frá því, að rússneska keisarafjöl- skyldan var myrt í Jekaterinborg. Myndin, sem „Fálkinn" birtir lijer er ein af allra síðustu myndunum er teknar vom af keisaranum og fjölskyldu hans. Nikutás II. keisari sjest til hægri, þar sem hann styð- ur sig fram á skófluna, en ein af dœtrum lians er að bera eitthvað á börum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.