Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N KEISARAAUÐUR- Júlíana rikiserfingi. Þ^gar Karl,. síöasti keisari Austurríkis og Ungverjalands nejTddist til að afsala sjer ríki undir lok heimsstyrjaldarinnar og varð að flýja land í skyndi með allan barnahópinn smn, var það fátt af fjemæti, sem hann gat haft á burt með sjer. Allar hallirnar og dýrgripir þeir, sem þar voru niður komn- ir, urðu eftir. Hann hafði að- eins verið keisari stuttan tíma enda sá hann aldrei neitt telj- andi af hinum ríkulegu keisara- launum Austurríkis. Þau voru greidd hirðmarskálkinum og heilum hóp ýmsra embættis- manna við hirðina, sem sáu svo um kaup á því, sem keis- arafjölskyldan þarfnaðist. Hinir dýrmætu krúnugripir voru ekki eign keisarans persónulega, svo að ekki gat hann liaft þá á hurt með sjer. Nánustu vinir urðu að sjá keisaranum fyrir farareyri til Sviss, og einkagrip- ir fjölskyldunnar voru ekki meiri en svo, að þegar keisar- inn kom til Madeira ásamt fólki sínu, hafði liann ekki efni á, að leigja sig inn á ferðainanna- gistihúsin, lieldur varð liann að taka til þakkar að fá að húa í liúsi uppi i sveit, sem honum var Ijeð ókeypis. Það var uppi í fjöllum og þar voru engir ofnar. Og kgisarinn fjekk lungnabólgu þarna og dó. Hann Ijet eftir sig unga ekkju og átta börn í ómegð og þau liöfðu ekki einu sinni sveitarsjóðinn til að flýja til. Þetta er skuggahliðin á því úrelta fyrirkomulagi, sem aldrei hefir verið í ríkara gildi en á dögum Lúðvíks XIV. er sagði: „Ríkið, það er jeg sjálfur“. — Keisarar og konungar af guðs náð, hinir voldugu einvaldar gamla tímans, töldu sig svo ná- tengda sjálfu ríkinu, að þeim fanst óþarfi að eiga nokkra sjereign. Þeir áttu að vísu keis- araleg og konungleg stórhú, hallir og jarðeignir sem gáfu af sjer stórkostlegar tekjur, en þelía var ekki sjereign, sem hægt var að stinga í vasann, þegar veldisstóllinn fór að riða og jörðin að hrenna undir fót- um þeim. Þó eru þess mörg dæmi, að konun^ar liafa verið slyngir kaupsýslumenn og gerl sjer far um að græða sjálfum sjer fje og mata krókinn. Hinir tignari konungar síðustu aldar fitjuðu að vísu upp á trýnið þegar þeir nefndu konungsviðrinið Leo- pold af Belgíu, sem rak stór- kostlega kaupsýslu suður í Pjetur Jugóslavakonungur. Kongo og græddi ógrynni fjár. Þegar hann dó arfleiddi hann belgiska ríkið að Kongo, sem var einkaeign hans og margra miljard króna virði, en gerði dætur sínar arflausar, enda hafði hann verið i fjandskap við þær. Önnur þeirra átti lengi í málaferlum við helgiska ríkið til þess að fá sjer dæmdan sómasamlegan lifeyri, en hún tapaði málinu. Ýmsir hafa farið að dæmi Leopolds Belgakonungs. Því að síðan i lok lians daga hafa margir þjóðhöfðingjar ekki tal- ið sig yfir það hafnir, að græða á kaupsýslu. Konungar eru vel til þess fallnir, því að jafnan eru þeir menn til, sem gjarna vilja koma sjer í mjúkinn lijá höfðingjunum með því að bjóða þeim þátttöku í arðvænlegum fyrirtækjum. Þannig var Ját- varður VII. dugandi kaupsýsLu- maður og heppinn. Hann var í vináttu við kaupsýslukongana Rotsehildsbræður og var hægt um vik að fylgjast með horfum á peningamarkaðinum og nota rjettu tækifærin. Alfons Spánarkonungur var duglegur og svínheppinn kaup- sýslumaður. Hann lagði sig sjer- staklega eftir hlutabrjefum olíu í'jelaganna og varði mestum hluta tekna sinna til þess að kaupa olíuhluti. Varð jietta að sundurþykkju milli hans og Primo de Rivera, sem heimtaði að konungur ávaxtaði eignir sinar í landinu en ekki erlendis. Þessi deila varð til þess, að konungur Ijet stjórn Rivera falla en af því leiddi svo, að konungur misti sjálfur hásætið og varð að flýja úr landi. Kom honum þá vel að eignir hans voru erlendis en ekki á Spáni. Alfons lifir góðu lífi á arðin- um af ameríkönsku olíuhluta- brjefunum sinum og þarf engu að kvíða um framtíðina. Um flesta núverandi þjóð- höfðingja lieimsins er það að segja, að þeir eiga svo miklar einkaeignir, að þeir geta lifað áhyggjulausu lífi þó þeim verði spyrnt úr liásætinu og hafa komið eignunum svo tryggilega fyrir, að ekki er hætta á að þær missist, hvað sem stjórnar- byltingum líður. Vilhelmina Hollandsdrotning á kynstrin öll af lilutabrjefum i hollenskum olíufjelögum og gúmmíekrum og gefa þau mik- inn arð. Júlíana einbirni henn- ar getur því átt áhyggjulausa daga þó að hún yrði aldrei drotning, og þó að maðurinn hennar sje bláfátækur og ekki líklegur lil þess að verða nokk- urntíma matvinningur, en sje „dýr í rekstri“ eins og þeir, sem una sjer hest við að aka i bifreið. Játvarður VIII. var alls ekki á flæðiskeri staddur þó hann afsalaði sjer konungdómi enska heimsveldisins og gerðist her- togi af Windsor vegna ástar sinnar á frú Simpson- Hann lijelt öllum einkaeignum sínum og liafði þær á burt með sjer í útlegðina. Að vísu eru það ekki ótæmandi auðæfi. sem hann hefir úr að spila, en vork- unnarlaust má honum þó vera að komast af með það, sem liann fær handa á milli. Ensk- ir hirðmenn segja sumir i gamni að hertoginn af Windsor hafi gert góða verslun er hann af- salaði sjer kórónu Bretlands. Konungslaunin ensku eru að vísu 2 miljón sterlingsimnd, en langmestur hluti þessa fjár fer í risnu, kaup hirðmanna og við- hald konungsliallanna, svo að ekki veitir af. Hallirnar eru gamlar og afar óhentugir manna bústaðir og fólksfrekir; t. d. er talið, að ekki verði komist af með minna en 400 þjóna í Buckinghamhöll einni saman. Og til fataþvotta ganga þar 18.000 sterlingspund á ári. Það er talið, að sumir kon- ungar komist ekki hjá því, að eyða af einkafje sínu til þess að standast gjöld þau, sem em- bættinu fylgja. Sama er að segja um ýmsa sendiherra. Þeir fá ekki nándarnærri þann risnu- kostnað endurgoldinn, sem em- bættinu fylgir, og verður því EFTIR NINA ARKINA Fyrrum voru þjóðhöfðingjarnir auðugustu menn heims- ins og fór það oft saman, að því auðugri sem þegnarnir voru því auðugri voru konungarnir. Þetta er nú nokkuð breytt, síðan þjóðhöfðingjarnir hættu að skamta sjfir laun sjálfir, en þó eru konungalaun miklu ríflegri en laun forsstanna í lýðveldunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.