Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsinffaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skradðaraþaikar. „Son Þorsteins var Þorkell máni lögsögumaður, er einn heiðinna manna best hefir verið siðaðr, at því er menn vita dænii til. Hann ljet sik bera í sólargeisla í banasótt sinni. ok fal sig á hendi þeim guði, er sól- ina hafði skapat; ....“ Frásagnir sem þessi eru fágætar í íslendingasögum. Þær liirða sjaldan að herma frá viðhorfi einstaklings- ins til náttúrunnar, enda mundi Landnáma ekki geyma þessar línur, ef ekki væri uin leið verið að skýra frá viðhorfi til trúarbragðanna. Þor- kell máni er heiðinn maður í orði, en liann tignar þann guðdóm, sem sólina skóp. Sóíin er það guðdóms- verk, sem liann metur mest og tign- ar, sá guð er hana skóp er góður guð og hans ásjár vill öldungurinn leita á banasænginni. Er það nokkur tilviljun, að þess- um manni er list svo, að „hafði hann ok lifað svo hreinlega sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir?" Er það ekki einmitt ein sönnun þess af mörgum, að menn verða góð- ir menn við það að elska sólina, hið uppbyggjandi máttarafl alls lífs á jörðinni. Ef Þorkell máni hefði lifað í dag mundi hann hafa iðkað úti- verur og brýnt fyrir unglingunum að njóta sólarinnar sem best, hann liefði ráðlagt mönnum fjallgöngúr og skíðaferðir. Því að ef rjettilega er að farið þá gerir sólin menn að góðum mönnum. Hún lyftir og liún kennir mönnum speki, ef þeim er ekki varnað að gera sjer grein fyrir hvað hún eigin- lega er. Öldum saman kunnu menn ekki að meta þetta. Menn gleymdu að sólin var sköpunaraflið og ímynd guðdómsins á jörðinni og lokuðu hana úti.Munkarnir iðkuðu guðfræði í dimmum klausturklefum, híbýlin voru dinnn og fólkið ráfaði í myrkri. Og þar þreifst bæði hjátrú og hindur- vitni og kveikjur drepsótta og sjúk- dóma. Og mennirnir tóku skepnurn- ar af jörðinni og lokuðu þær vetrar- langt inni í daunillum og dimmum kumböldum, sömu skepnurnar, sem lifðu björtu næturnar úti á sumrini Nú er fólkið farið að kunna að meta sólina betur en áður var. Sól- in og birtan er viðurkend mesta lifsaflið í veröldinni — bið alskap- andi afl. Menn heimta björt húsa- kynni og mikla útivist. En það er gaman að minnast þess, að fyrir þúsund árum var uppi íslendingu'’, sem elskaði svo sólina, að Iiann Ijet bera sig i geisla hennar til að deyja. Fararstjóri var Sigurjón Pjet- ursson, gjaldkeri K. R.. Lætur hann hið besta yfir móttökum þeim, sem flokkurinn fjekk og eins yfir því hve Færeyingar sjeu duglegir knattspyrnumenn. — Það hefir komið til orða, að Iv. R. hjóði færeyskum knatt- spyrnumönnum heihi á sumri komanda. Sjeð ofan i hraunketil. Flokkur manna frá K. R. fór til Færeyja 28. f. m. til þess að keppa við Færeyinga í knatt- spyrnu. Hafði flokkufinn 10 daga útivist og kom með Lyru liingað til Reykjavikur á mánu- dagskvöldið. Iláði hann þrjá kappleiki i Færeyjum, Ivo í Trangisvaag og einn í Þórs- höfn. Fóru leikar þannig, að K. R. vann tvo kappleikina, en tapaði einum. víða, þar sem hrauri hefir runn- ið vfir raka jörð, en þeir mynd- ast við að vatn, sem er í jarð- veginum, þar sem glóheitt hraun rennur yf ir, breytist í afar heita gufu, sem leitar upp í gegnum hraunið. Streymir guf- an upp i gegnum hraunleðjuna, og minnir mjög á hæga suðu í grautarpotti. Oft er gufan all- lengi að streyma upp um þessi op eftir að1 hraunið er liætt að renna, og myndar þá þessa hraunkatla, sem eru mjög lík- ir gígum. Oft er áðeins litil hola efst, en tiltölulega rúmgott neð- ai’. Margir hraunkatlar eru með einkennilegum dropasteini að innan, af því að gufan liefir brætt steininn, þannig, að hann hefir lekið niður og líkist stund- um ísströnglum af þakskeggi. I nánd við Reykjavik má sjá marga hraunkatla rjett hjá al- faravegi. Þegar Hellislieiðar- vegur er farínn, skönnnu áður en komið er að hænum Lög- bergi. í hrauninu í Aðaldal, sem vegurinn liggur yfir, þegar fai'ið er til Húsavikur, er fjöldi af fögrum hraunkötlum, og er gat brotið á hlið eins þeirra, svo að hægt er að ganga inn í hann, og gela margir verið þar inni í einu. Hraunketill þessi er rjett hjá veginum, og nema bifreiðastjórar áætlunarbifreið- anna þar fúslega staðar, ef ein- hvern farþega þeirra langar til að sjá náttúru-undur þetta. Það er margt hjer á landi, sem landsmenn geta skoðað með lítilli fyrirhöfn, sem er Hraunketill grasi gróinn i botninn. fróðlegt og merkilegt, en íbúar annara landa þurfa að fara i langferðalög til þess að geta sjeð. Við hjeldum einu sinni, íslendingar, að landið okkar væri fábreytt, en nú vitum við að hjer er ótæmandi fegurð og fjölbreytni. En það er okkur til lítils gagns, ef við revnum ekki að skoða að minsta kosti það, sem næst okkur er. ísland er með mestu eld- fjallalöndum, og eru hjer marg- ar tegundir eldgíga. Hjerna rjett hjá Reykjavik, iná sjá þá í hundraðatali, en það eru Rauð- hólar, því þeir eru gamlir eld- gígar. Hefir hraunið runnið úr Hraunketill sjeður utan frú. þeim um næsta nágrennið, en síðan eftir Elliðaárfarveginum niður að sjó. Ilafa þarna kom- ið mörg gos með stuttu nrilli- bili. En gígarnir eru svona margir af því að eldgangurinn upp í gegn um þá hefir altaf verið að stíflast, en eldleðjan þá hrotið sjer nýja braut og nýir gígar þá myndast. Það hefir verið mikilfengleg sjón að sjá, þegar eldleðjan rann árfarveginn, en áin stóð beint í loft upp, því hún hreytl- ist í gufumökk þar sem liraunið rann út í hana, (eða öllu rjettara þar, sem húri heljaði á glóandi hraunleðjuna). Hefir þetta ver- ið mjög svipuð sjón og sjá mátti á einpi suðurhafseyju fyrir nokkrum árum, en þar rann glóandi hraunleðja út í sjó, en gufumökkur varð svo mikill, að sjá mátti hann i óra-fjarlægð. í Rauðhólum má sjá einstaka lítinn gíg, sem ekki er eldvarp, heldur svonefndur hraunkeliíl. Þessir hraunkatlar eru mjög ÓLAFUR FRIÐRIKSSON: HRAUNKATLAR Færej'jafarar K. R.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.