Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Gibraltar er talið sterkasta víqi heimsins og má heita yrafið inn i klettana, sem eru 'G25 metrar á hæð, oy standa á mjóum skaya, um ff/i km. á lengd. Þenna skaga eiga Bretar, en norðan hans er 600 metra breitt hlutleysissvæði, milli þeirra og Spánar. Alls eru í bæn- um Gibraltar og víginu 25.000 í- búar, þar af er enska setuliðið um 6000 manns, en hitt eru mest Spóm- verjar. Bærinn Gibraltar hefir ákaflega mikla kolaverslun og eru kolin mestmegnis afgreidd frá skipum, sem liggja á höfninni. Leggjast fæst slcip, sem til Gibralt- ar koma við bryggju, heldur við „kolabarkana“. Á síðastliðnu ári voru vígin við Gibraltar endurbæti mikið og m. a. komið þar fyrir skotheldum geymsluhellum fyrir flugvjelar. Myndin að neðan er frá Svíþjóð og sýnir vatnsflóð í skógi einum þar. 1 haust voru liðin 300 ár síðan Kristján IV. Ijet byrja að reisa Sívalaturn í Khöfn, en ekki var smíðinni lokið fyr en Í6h2. Var turninn bygður til stjörnuathugana og er 36 metrar á hæð og liggur braut í hring uppeftir turninum að innan, en steinstöpull er í miðju. Er sagt að Pjetur mikti hafi ekið í vagni upp turninn. Turninn er á- fastur við Trinitatiskirkju og brann hún og stjörnuathuganaklefinn uppi á turninum árið 1728 og týnd- ist þar jarðlíkan Tycho Brahe. — Stjörnuathuganahúsið var bygt upp aftur og notað til 1861. Á myndinni hjer að ofan sjest hlið Trinitatis- kirkjunnar fjærst, en næst til hægri er sú hlið Regensen, sem veit út að Kannikestræde. Myndin til vinstri er af dönskum bændafundi á Skamlingsbanken. Fimm af ræðumönnunum og fund- arstjórinn, A. Hartel óðalsbóndi sjást öðrumegin á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.