Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 5 Manndrápseyjan. lega vaxin starfi sínu. Herbergi vinnufólks- ins voru langt frá gestaherbergjunum, og það var sagt að fólkið notaði frístundirnar tii þess að syngja sænska ættjarðarsöngva. Húsið uppfylti frekustu kröfur, jafnvel gömlu frúarinnar. Húsgögnin voru mjög smekkleg. Hún þóttist viss um, að hann hefði haft ágætan húsameistara með í ráð- um. Alstaðar blöstu við ýmiskonar lista- verk, einkum listiðnaður frá austurlöndum, sem mr. Atbee sagðist liafa keypt á ferð- um sínum. Frú Cleeve valdi sjer hiklaust besla svefnherbergið í húsinu. Það var stórt og við liliðina á því var klæðaherbergi og þangað var sett rúm handa Tilly. Dyr voru inn i annað herbergi, þar sem Phyllis átti að vera. „Jeg er þreytt“, sagði frú Hydon Cleeve og tók langan teyg af egyptsku sígarettunni. Það stóð askja með hundrað stykkjum í herberginu liennar og hún hafði orðið að láta sjer lynda að reykja ódýrari tegundir, að minsta kosti siðari árin. „Hversvegna skyldi Barkettsfólkið vera boðið liingað?" sagði liún við Tilly liieðan liún var að bjálpa Jienni úr fötunum. „Eftir því sem Curtis segir, þá er George Barkett að verða gjaldþrota. Hann ætlar sjer vist að reyna að hafa fje af mr. Athee!“ Hún hristist af hlátri. „Það ætla jeg að segja þjer, Tilly,“ sagði frú Cleeve ertandi, „að jeg harðbanna þjer að renna ástaraugum til enska bryt- ans.“ „Drottinn minn! Jeg á mínum aldri,“ andvarpaði stúlkan og sendi ketbúðar- manninum napurt hugskeyti. Hann liafði metið viðskiftin meira en ástina. Tilly ósk- aði að hún hefði þorað að reita livít liár- stráin á gömlu norninni. „Hver ætli líti sosum á mig núna?“ sagði liún og and- varpaði aftur. Frú Cleeve liafði ekki ljorg- að henni kaup síðan fyrsta styrjaldarárið, og ef hún væri að ybba sig við hana núna mundi hún missa alla von um að fá kaupið nokkurntíma borgað. „Heldurðu að Cleeve hafi nokkra af kunningjum sínum með sjer?“ spurði Pliyllis. „Það verður hálf leiðinlegt hjerna er jeg fæ ekki neinn að dansa við nema Cleeve og svo eintóma karla.“ „Cleeve hefir fengið mínar fyrirskipan- ir og lilýðir þeim eflaust. Þú færð nóg af piltum að dansa við, væna mín. Þessi At- liee liefir boðið ýmsum, en hann þykist Iiafa gleymt nöfnunum á þeim. Hann ginnir þá með polo. Hefirðu komið í hest- liúsið?“ „Já, og þau eru falleg,“ svaraði Phyllis. „Þar eru tuttugu liestar liver öðrum fal- legri og svo er það dálítil reiðbraut með sex þröskuldum og einni vatnsgröf. Hann hlýtur að vera ósköp ríkur, Iangamma?“ „Það er líka eina afsökunin, sem hann hefir“, sagði gamla konan napurt. „Fellur þjer ekki við hann? Mjer finst liann svo einstaklega viðfeldinn.“ Phyllis var eklci tiltektasöm og vildi helst láta sjer falla við þá sem hún hitti. Frú Hydon Cleeve gleymdi því aldrei að ætt hennar hafði verið i hefðarbrodd- inum í St. Louis, þegar bærinn fór að vaxa snennna á síðustu öld. Faðir hennar Iiafði barist í suðurríkjahernum. Hún gat enn komist i æsing þegar hún hugsaði til þess, hvernig hann og fjelagar hans höfðu verið teknir til fanga við Camp Jackson. Ennþá mátti sjá bronsmyndir af ýmsum göfugum sonum þessarar ættar í skemti- görðum borgarinnar og kirkjugörðum. Frú Hydon Cleeve liafði byrjað að hata Þjóðverja þegar herdeildir þýskra lýð- veidissinna höfðu náð bænum á sitt vald fyrir norðurríkin. Og þó var ein af ömmu- systrum hennar þýsk „Hágöfgi“, og sjálf hafði hún dvalið langvistum í spilaliöll- inni í Baden-Baden, því að þá var Monte Carlo ekki komið í gagnið. „Jeg fer ekki á fætur í fyrramálið,“ sagði gamla konan. „Jeg vil ekki láta neinn trufla mig nema þig og Cleeve. Jeg verð að vera í standi við fyrsta miðdegisborð- ið. En á meðan getur þú njósnað um livaða fólk er væntanlegt liingað. Jeg er alveg hissa á, hve Erissa er fáfróð um það.“ „Það er eins og liún sje lirædd við föð- ur sinn,“ sagði Pliyllis. „Það er skrítið, jafn nærgætinn og hægur og hann er.“ „Enginn sem er nærgætinn og hægur befir nokkurntíma grætt miljónir.“ Gamla konan baðaði út höndunum. „Þetta kost- ar alt peninga. Þessir persnesku dúkar hjerna eru ófáanlegir nema hjá söfnur- um. Síðan fyrir stvrjöldina fær maður varla annað í búðunum en ldnverskan vjeliðnað. Jeg beld að maðurinn sje mesti refur.“ Frú Hydon Cleeve virtist hugsandi. „Jeg vona að liann bróðir þinn hafi ekki lofast neinni stelpunni. Þær eru altaf á hælunum á honum. Erissa væri hæfileg handa honum.“ Frú Cleeve var þeirrar skoðunar, að hamingja fólks væri fyrst og fremst komin undir ríku hjónabandi. Það yrði áreiðan- lega mikill maður úr Cleeve ef liann fengi ríka konu. Gamli kerlingarrefurinn von- aði, að hún yrði á ný orðin drotnandi ríkrar fjölskyldu áður en liún yrði hundr- að ára. Svo hafði hún Phyllis líka, sem alls ekki virtist liafa hugmynd um live fríð og geðug hún var. Hún var miljóna- virði fyrir ættina. Frú Cleeve svaf ekki vel um nóttina. Hún hafði svo mikið að hugsa. Það var merkilegt, að þetta góða tækifæri skyldi koma einmitt nú, þegar alt liafði verið svo vonlaust og drungalegt. Hún efaðist ekki augnablik um, að þessi Athee væri metorðagjarn smáborgari, sem kveldist af því að aðrir litu niður á hann, eins og tíðkast enn þar, sem höfðingjarnir ráða. Ef Erissa giftist Cleeve kæmist miljóna- mæringurinn í tengdir við eina helstu ætt- ina í landinu og kynni við allar þær helstu. Ilún var of þreytt til að muna nöfnin á þeim núna. Síðustu tengdirnar voru þær að frændi hennar, Swithin Weld, giftisl dótlur jarlsins af Brockehurst. Ef Athee vildi ná mannvirðingum gat hann ekki kosið á neina manneskju betri en frú Hydon Cleeve. En hann skyldi fá að borga fyrir það, sem hún ljet af hendi! Þegar á leið og alt var kyrt í húsinu fór frú Cleeve að hugsa um hið hlæilega samtal yfir borðum lijá henni, þegar At- hee liafði meðgengið, að hann væri lirædd- ur við heimili sitt þarna á Manndrápsey. Ef hann væri í raun og veru eitthvað gall- aður á sönsunum þá gæti vel verið, að liann kærði sig ekkert um þessa upphefð i mannfjelaginu, sem hún var að hugsa um. En hvað gekk honum þá til að fara að bjóða svona fólki þarna út i eyna? Hún fór út að glugganum, horfði á tunglsbirtuna og það fór lirollur um hana. Fyrir framan hana blöstu við lcyprustrjen, sem liöfðu verið gróðursett, hvert fyrir sinn drepna mann, að því er Athee sagði. Og þegar hún fór að horfa betur á trjen gat hún ékki betur sjeð en að þau breyfðu sig. Ofurlítill andvari bljes lífi í þau. Þarna voru handleggirnir, sem teygðust út. Það var satt: það var alveg eins og hús- ið væri umkringt af einhverjum dularfull- um og draugalegum her. „Bölvuð vitleysa!“ sagði hún ergileg. Hún hrökk í kuðung þegar hún sá, að Tilly stóð steinþegjandi og grafkyr við hliðina á henni. „Jeg hjelt að frúin þyrfti á mjer að halda“, sagði stúlkan. „Hver heldurðu að sje svo vitlaus að þurfa á þjer að lialda?“ „Jeg hjelt að þjer þyrftuð á mjer að halda“, endurtók Tilly og óskaði að hún þyrði að brosa. „Hversvegna ferðu ekki að sofa?“ spurði frú Cleeve. „Mjer finst svo ógeðfelt að vera hjerna,“ svaraði Tilly, „jeg kann best við bæina, þar sem maður getur lirópað á hjálp út um gluggann, ef með þarf. En hjerna væri lafhægt að drepa mann og dysja án þess að nokkur yrði var við það nema maður sjálfur.“ Frú Hydon Cleeve benti henni að hún gæti farið út. Hún vildi ekki láta hugar- burð annara óróa sig frekar en orðið var. En hún átti ekki að sleppa, þvi að nú kom Phyllis út úr hinum dyrunum. „Jeg gat ómögulega sofið,“ sagði hún, og svo heyrði jeg að þú varst að tala við Tilly. Heyrðu langamma, heldurðu að það sje draugagangur hjerna?“ Gamla konan varp öndinn óþolinmóð. „Jeg er ekki sá bjálfi að mjer detti það i hug. Maður getur í hæsla lagi sjeð vof- ur sinnar eigin fortíðar, en annað sjer maður aldrei.“ Phyllis fleygði sjer niður í stól. „Veistu hver kemur með honum Cleeve?“ „Jeg vona að Hugh Elmore komi.“ Hún hnyklaði brúnirnar þegar liún sá von- brigðin á andliti stúlkunnar. „Phyllis! IJugli Ehnore er ríkasti erfinginn í Amer- íku, og faðir hans vill endilega láta hann fara að gifta sig.“ „IJann hefir verið giftur oft og mörgum sinnum“, svaraði Pliyllis. „Já, en hann hefir altaf fengið skilnað jafnharðan. Það er ekkert að marka þó hann verði skotinn í söngstelpum og kvik- myndadræsum. Svoleiðis barnabrek eru svo algeng og allar þessar gálur liafa ver- ið að hugsa um að ná í peningana hans. Þú færð aldrei annað eins tækifæri á æfi þinni. Láttu þjer ekki detta í hug að ætla að fara að segja mjer, að þú viljir giftast manni, sem þú elskar. Það gerði jeg, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.