Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 13.08.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 til brottfarar um sinn: „fara í orlof sitt“, eins og enn er komist að orði. óberja: óslæg jörð, eða mjög snögg þyrrin og illslæg. naggeit, er heimfært um hrædda menn og hugdeiga, af því geiturnar eru öðrum dýrum fremur huglitlar og kjarklausar, og sauffmeinlaus, hef- ir hliðstæða merkingu. Skáldraftur: skáldaður = byrktur raftur? birkistofn, sem börkurinn er flysjaður af eða tálgaður, svo síður fúni. skemma: skamt hús, styttra en skálarnir. stofa (stúfa): stúfur af skála, af- þiljaður ineiri eða minnihluti. tópt, lótt (tóft). Hjer verður það, — sem annars er býsna fágætt -— að danskan er betri og skiljanlegri en íslenskan. Tomt (tómt), er senni- lega frumlegra og á mjög vel við um hús, sem búið er að tæma og taka af þakið, svo að ekki er eftir nema allslausir veggirnir, eða húsið ekki lengra komið. úrkulavonar. Líklegt þykir mjer að rjettara sje úrkolavonar, og sje það, eins og fleiri orð, myndað við kolabrensluna. Gæti þá einna helst átt þar við, þegar vonlaust er orðið að viðurinn sviðni til kola, annað- hvort af því að eldurinn hefir kafn- að undir torfinu, svo aftur verði að senda til bæjar eftir eldi. Ellegar að þur viðurinn hafi brunnið of mikið, áður en tókst að kæfa hann nægilega. Samlikingin er notuð um hverskon- ar vonlaust verk eða samninga og málaleitun, og um árangurslausa leit. Vallendi (val-lendi, ekki vall- lendi). Svo nefnist bæði landið og grösin (heyið), senniega af því að búpeningurinn velur það land xil að ganga á og þau grös til að bíta, fremur en votlendið og lakari grös eða hálfgrös. Vallendið er og vex eigi siður i hlíðum, brúnum og hól- um, en á flötum völlum. varpi: heitir þar sem ösku og rusli var varpað i hlaðbrekkuna, eða í haug við bæinn. Vitaskuld. Þannig voru nefndar vitanlegar og vissar eða löglegar skuldir (t. d. biskupsstólanna, i ráðs- mannabrjefum). Nú er það notað um þverskonar málefni, sem menn þekkjg, eða þykjast vita. þokkabót, er nú talað um, sem uppbót eða ábætir, öllu fremur þó á einhverjar misgjörðir, en góðgjörð- ir. Enda á það betur við, þar sem í fornöld skyldi greiða þokkabót fyr- ir afbrot (meiðyrði eðá þvílikt), sem var í mesta lagi 14 mörk (=24 álnir), en i minsta lagi eyrir (6 áln.) Öfundai-bót var annað nafn á slíkri sekt, og þá oftast nokkuð hærri, upp að 6 aurum silfurs. ör. Svo óvanalega mörg orð og samlíkingar eru kendar við örvar og bogaskot fornmanna, að hjer er ekki rúm fyrir slíkar upptalningar. Má aðeins minna á fáein algengustu orðin: örbyrgð, örfoka, örgeðja, ör- grant, örgrunt, örkum(b)l, örlyndur, örlög, örmagna, örmæddur, örreiti, örskamt, örskjaldan, örskot, örskeið- ur, öruggur, örvasa örvast, örvagrjer, örverpi, örvita, örvæntingt, örþrifa- ráð og örævi? örvhendur: sá sem dregur bogan uþp með vinstri hendi, en styður örina með hægri hendi. II. Ritháttur og breytingar orða. íslenskan rúmar mikið af gulli og gersemum þegar hún er rjetl rituð og rjett skilin. En það er vandinn meiri að greiða úr henni, bæði rjett og vel. Eigi er furða þó ólærðum mönnum — mjer og mínum líkum — mistakist það á margan hátt, þar sem hinum þaullærðu bæði missýnist um mörg atriði og getur líka sum- staðar yfirsjest. Rithátturinn og orðaskipunin er sist minna vandaverk, en stafsetning- in. Óendanlega má og er rithættin- um misboðið. Oft með óskiljanlegri orðaröð, staglsamri, hrynjandalausri, en þó einna oftast með óþarfri mála- lengingu, svo umbúðirnr verða vætt, þó kjarninn sje ekki meira en lóð. Og þetta á eigi síst við þá, seixi eru álitnir visindamenn og sprenglærðir. Langlokur slíkra manna verða því oft fyrir almenning, annað hvort eins og ótyggjandi harðæti, eða sem þunnur og saltlaus vatnsgrautur. Viljann lil lagfæringar ætti að virða, og leiðrjetta með hógværð hver fyrir öðrum eftir bestu orku. í rithætti nútíðar — sem tekur sjer dómsorðið r/efíritun — sakna jeg mjög úrfellinga og breytinga þeirra stafa, sem áður gerðu mál vort skýrara og skiljanlegra. En sum orðin verða við breytinguna tvíræð að óþörfu, eða torskilin. Nefni jeg þar til, sem dæmi: ágezkan — ágiskun, dýrðlingur -— dýrlingur, engis — einskis, kumbl — kuml, sókt — sótt, víðka — víkka,, helfingur — helming- ur, þágði ■— þáði og þókti — þótti. Hinsvegar tel jeg minni skaða skeð- an, þó sum önnur orð sjeu stytt, einkum nafnorð, sem voru í fornöld af fjölda miklum samdregin, með þeii-ri snilli (sem nú virðast fáir eiga til), í örfá atkvæði og slafi. Eða hvar er nú sá lærdómur, málfræði og viska, sem býr til önnur eins snildar nöfn og andvirki, áifóður, bóndi, búr, fjós, goði, hersir, vá, ör, o. s. frv.? Eigi hafa þeir nokkurn minsta snefil af slíkri visku, sem unga út öðrurn eins málspjöllum og naforðaskrípa- myndum, eins og bún-að-ar-mál-a- stjóri, lóð-a-skrár-rit-ar-i, skip-a-eft- ir-lits-mað-ur o. s. frv. Hvort er nú þörf, að rita fremur og segja Vestmannaeyjar, en Skála- holt eða Reykjaholt? Illa er mjer við þá lögþvinguðu í-jettritun, að lenga aftur orðin mörg, sem búið var að stytta, með tvöföldum samhljóð- anda, eins og: allt, byggð, finnst, grennd, liryggð, skemmst, þurrð o. s. frv. Ber nokkur maður í landi voru þessi orð fram með fullri á- herslu á tveimur samhljóða stöfum. Að sama skapi finst mjer það aftur- för frá ritliætti Ara fróða (þó löng- um hafi tíðkast svo) að rita þeirra fyrir þeira. Því þá ekki líka fleirra og meirra? V. G. Blöðin hafa undanfarið rætt um deilu, senx hefir risið upp milli páfans og Mussolini vegna kynþátta- pólitíkur hins siðarnefnda, sem páf- inn vill ekki ganga inn á. o Drekkið Egils-öl } ^OV-OVO-VO'VO-VO-V ^VO'VO'VáO^ Heldur rúmfatnaðinum dásamlega hvítum. Alt nudd og núningur, getur ekki gjört þvottinn jafn hreinann eins og hið óviðjafnanlega sjálfvirka RADION. Hið fíngerða RADION löður þrengir sjer í gegnum vefnaðinn og leysir upp öll óhreinindi án þess að skemma þvottinn, og það er einmitt þessi gagnhreinsun, sem veldur því að flíkurnar líta altaf út sem væru þær spánýjar. RADION skaðar ekki hinn allra fíngerðasta vefnað, vegna þess að RADION löðrið hreinsar fullkomlega, án þess að þvæla þvott- inn og vatnið þarf ekki að vera nerna volgt, má jafnvel vera kalt. X-RAD 4 4/0-5 0 LEVER BROTHERS, PORT SUNLIGHT, LIMITED, ENGLAND. Menn eru orönir hræddir um þetta þýska skólaskip. Það var á leið til Þýskalands frá Ástralíu með mikinn kornfarm. í marsmánuði fór það fyr- ir Goðravonahöfða, en siðan hef ekki til þess spurst. Á skipinu voi 50 nemendur. „Maud“, hið fræga rannsóknaskip Roalds Amundsen er nú úr sögunni. Þegar Amundsen kom úr hinum mis- hepnaða leiðangri sínum, er hann reyndi að komast norður í höf frá Alaska, varð hann að selja skipið og hefir það siðan verið í snattferð- um norður við Alaska. Nú er það frosið inni í Coronationflóa og allur reiðinn af því. Hafði Hudsonflóafje- lagið notað það fyrir loftskeytastöð, en nú er skipið yfirgefið að fullu og öllu og verður til þarna í flóan- um norðan við Canada. Skipsklukkan var gefin norsku kirkjunni i Vancou- ver, en stýi-ishjólið eignaðist Norð- mannafjelagið í Canada. Finnn svartar álftir komu nýlega fljúgandi til Röros í Noregi. Þess- ar álftir eru af áströlsku tegundinni cygnus stratus, sem hefir verið flult til Evrópu og lifir þar sumstaðar sem hálfviltur fugl. En það er und- antekning, að þessir svörtu svanir komi sjálfkrafa til Norðurlanda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.