Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N NINA ARKINA: SÍAM — HIÐ BROSANDI LAND Amanda Mahidol núverandi konung- í Síam. CVO SEGIR í gamalli helgisögu: ^ Þrjú hundruS árum eftir fæðingu Krists hafði Thyssa, dóttir keisar- ans í Síam orðið dauð-ástfangin í prinsinum á Ceylon, syni Candy kon- ungs. En fjandskapur var með Ceyl- on og Síam, og Síam bannaði að gifta dóttur sína fjandmanns syni. Prinsessan gerði það, sem ungar og ástfangnar stúlkur altaf liafa gert og altaf, munu gera: hún strauk frá föður sínum og Siam til elskhuga sins og til þess að gæfan fyigdi lienni í hið framandi land braust hún inn í hið heilaga Wat-Chang- musteri og rændi þar hinni heilögu tönn Búdda, og hafði hana með sjer til Ceylon. Þau giftust og prinsinn varð með tímanum ríkjum ráðandi í Ceylon og reisti þar undursamlegt musteri, sem skreytt var hið innra gulli, silfri og perluskel. Úr musterinu eru krók- óttir leynigangar ofan í djásnaklef- ann undir musterinu og þar er tönn Búdda geymd enn þann dag í dag. Öldum saman hefir verið fjand- skapur í trúmálum milli Síam og Ceylon út úr þessari tönn og nýlega gerði stjórnin í Síam opinbera svo- iátandi kröfu lil bretsku stjórnar- innar: Að tönninni, sem prinsessan stal verði skilað aftur! Stóð lengi í samningum um málið, og enski land- stjórinn var hlyntur því, að Búdda- tönninni skyldi skilað aftur. En þá reis prestastjettin á Ceylon upp á afturfótunum og alt ætlaði að ganga af göflunum, svo að landstjórinn varð að beygja sig fyrir almennings- álitinu. Honum var nauðugur einn kostur, því að Ceylon-búar hótuðu blóðugri uppreisn ef tönnin yrði tát- in af hendi. En almenningsálitið í Síam var vel vakandi líka. Öld frá öld varð krafan um endurheimt tannarinnar ákafari og ákveðnari, svo að segja má að trúmálahreyfing risi út af tönninni. Siamsprestarnir, sem að lokum urðu að beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að tönnin væri ó- fáanleg og sem hjeldu á hverju ári hátíðarsamkomur með hinum frægu guðsdýrkunardönsum, þar sem þeir ákölluðu guð sinn og báðu hann um að hjátpa sjer til að bjarga tönninni, urðu loks sannfærðir um, að þeim varð ekki annað ágengt með þessu en að ala á óánægju almennings og gefa lýðskrumurum undir fótinn. Það var ógerningur að láta fólk lifa á- fram í hinni lieilögu reiði yfir því, að tönnin fengist ekki. En þegar ó- ánægja fólksins yfir tannmissirnum dvinaði, þá beittist hún að öðru, því að Síamsbúar eru eins og aðrir menn að því leyti, að þeir þurfa altaf að hafa eitthvað til þess að vera ó- ánægðir með. Nú beindist gremjan að stjórnmálunum og bar mest á henni meðal heldri stjettanna, en hetgi-sagan um tönnina fjell í gleymsku. Að vísu var Wat-Chang- musterið enn á sama stað og minti á söguna, — bygt fyrir tvö þúsund árum í höfuðstaðnum Bangkok al' Síamskeisaranum Tsjin-Pei-Vú, sem sagður var vinur Búdda og samtíð- armaður. Og að visu vissi hver ein- asti Síamsbúi, að einu sinni þegar Búdda ætlaði út i eyðimörkina til að hugsa, reif hann sjálfur úr sjer aðra augntönnina og gaf hana til minja vini sinum Tsjin-Pei-Vú, þeim sem reisti liið dýrðlega musteri yfir tönnina. Þetta vissu allir og voru á það mintir við hverja guðsþjónustu- gerð. En úr því að ekki var hægt að ná í tannarskömmina, þá varð fólkið að reyna að öðlast ]>að besta í líf- inu án liennar. Á annan hátt og á öðrum sviðum. Það voru æðri stjettirnar sem boð- uðu þessa breytingu í Síam, alveg eins og þær höfðu gerl í Frakklandi á undan stjórnarbyltingunni miklu. Og þessvegna er vert að lita á þessar æðri-stjettir í Síam, sem fyrir fá- einum árum tókst að láta keisarann segja af sjer og fara í útlegð. Tæplega Jiafa yfirstjeltir nokkurs lands jafn mikið erlent btóð í æðum eins og forráðastjettin í Síam, hinir svonefndu „TAÍ“. Innftutningur Kín- verja lil Siam hófst að marki fyrir rúmum tveim öldum, en á síðustu þrjátíu árum hefir hann aukist stór- kostlega og eins það, að Kínverjar giftist inn í fyrirmannaættir þar. Siamsbúinn er meinlaus, rólegur i tíðinni og lilt fús til athafna, lætur sig dreyma um lifið og brýtur heil- ann um ]iað eins og heimspekingur og unir æfi sinnar daga við fegurð náttúrunnar og aðdáun að henni. En þessi manntegund liefir orðið að þoka í skuggann á síðustu áratug- um fyrir framgjörnum, þolnum og úrræðaríkum atkvæðamönnum, sem liafa kínverskt blóð í æðum. Hinir svonefndu „Lokk Tsin“ í Síam eru afkvæmi kínversks föðurs og sí- amskrar móður, og það eru þeir menn, sem mestu ráða i Síam. Sam- kvæmt opinberum skýrslum liafa um 70 hvers hundraðs af embættismönn- um ríkisins, málaflutningsmönnum, læknum, liðsforingjum, verkfræðing- um o. s. frv. kínverskt blóð í æðum, •— og mildast af því. Framfarirnar miklu, sem orðið hafa í Síam undanfarið eru auðvitað fyrst og fremst vestrænum áhrifum að þakka. Fyrir hundrað árum voru kaþólskir og lúterskir trúboðsskólar víðsvegar um landið, einu boðber- ar vestrænnar menningar. En þegar kom fram um 1880 fóru Iieldri menn og konungsfjölskyldan að senda syni sína á háskóla í Englandi, fyrir for- göngu Chulalongkorns konungs, og innan skamms skiftu síamskir stúd- entar i Oxford og Cambridge liundr- uðum. Þegar þeir komu aftur til Bangkok að loknu námi stofnuðu þeir þar liáskóta eftir enskri fyrir- mynd og settu enska prófessora til að stjórna honum. Þessi árin eru um 80% af síömsk- um stúdentum, er sækja nám erlend- is, í Engtandi, en liinir í Sviss, Par- ís, Berlín, Belgíu og Danmöi;ku og svo ennfremur í Ameríku. En það er orðið þrautreynt, að Síamsbúum fellur best við enska tungu og hugs- unarhátt enda hefir ensk menning gegnsýrt höfuðstað Síams svo á öll- um sviðum, að maður er í vafa um hvort maður sje fremur i sjálfstæðu ríki eða enskri lýðlendu þegar mað- ur kemur fil Bangkok. Frá því í gagnfræðaskólunum og til útgöngu- dyra háskólans fer kenslan fram á ensku, og jafnvel frönsku trúboös- skólarnir neyðast til að kenna á ensku, ])ví annars fá þeir ekki nem- endur. í Rotaryklúbbnum í Bangkok talar heldra fólkið ensku saman og fyfirlestrarnir þar eru fluttir á ensku og allir siðir sniðnir eftir enskri fyrirmynd. Og í Englandi gefa sí- amskir stúdentar út — þeir eru að jafnaði um 200 talsins — skrautlegt tímarit, sem lieitir „Samaggi Sara“, þar sem ritað er 'um Síams gagn og nauðsynjar — á ensku. Þegar þessir stúdentar koma heim stofna þeir enskumælandi klúbba og fjelög, og reyna að halda sem fastast við ensk- an klæðaburð, siði og lífsvenjur, er þeir liafa lært í fjarvistunum. Þessi staðreynd um hin ensku áhrif í þróun Síams hefir að sjálf- sögðu ekki farið framhjá Frökkum og Þjóðverjum, að maður ekki minn- ist á Japana, sem samkvæmt eigin áliti ættu að standa næstir til þess að móta framtíð Síams. Bæði Frakk- ar, Amerikumenn og Þjóðverjar og Japanar hafa reynt að koma prófess- orum og liermálaráðunautum á fram- færi í Síam, en raunin hefir orðið sú, að áhrif þeirra hafa verið hverf- andi. Hið unga Síam vill enska fyrir- mynd og enga aðra. Prajadhipok, hinn ungi konungur Síam, hafði líka fengið algcrlega enskt uppeldi og hinir tískufrömu þegnar hans meðal heldra fólksins vonuðu, að hann hefði einnig tamið sjer „enskan hugsunarhátt“, með öðrum orðum: þeir vonuðu að nýi konungurinn mundi afsala sjer ein- veldinu og lögleiða þingbundna kon- ungsstjórn í Síam. Hinir Evrópu- mentuðu ungu menn töldu sig full- þroska til þess að taka þátt i stjórn ríkisins og brunnu af áhuga fyrir því. Það var kunnugt að konungur hafði breytingar á stjórnarskjpun- inni í undirbúningi og blöðin voru farin að gera þetta að umtalsefni. Þegar konungur fór til Bandaríkj- anna árið 1931 tók hann á móti sí- ömskum stúdentum, sem þar dvöldu, og heilsaði þeim þá með handabandi. Þessi alþýðlega kveðja var í Siam tekin sem vottur um, að nýir tímar væru í nánd, og að skamt væri að bíða þingræðisins. Því að venjan var sú, að þegnar konungsins heilsuðu honum með því að falla á knje. Menn bjuggust við stórtíðindum 1. apríl 1932, en þann dag átti kon- ungsættin í Síam 150 ára afmæli. Þá mundi konungur lýsa yfir lýðræðis- stjórn í landinu og gerast þingbund- inn. Allir hjeldu að þetta mundi verða. En konungurinn ljet alla þjóð- ina hlaupa apríl, og þeir vonsviknu menn, scm þegar gengu með þing- mann í maganum fengu sönnun fyr- ir því, að nú yrðu þeir að laka til sinna ráða. Sama sumarið, er konungur dvaldi í sveitahöll sinni utanbæjar, varð bylting í lífvarðarliðinu. Hinir kon- unghollu hershöfðingjar og prinsar af konungsættinni voru liandsamaðir, en þeir sem höfðu ætlað sjer þing- mensku komu nú saman á þing sjálf- ir til þess að semja nýja stjórnar- skrá handa þjóðinni. Konungurinn, sem var fluttur til Bangkok sem fangi samsærismanna, átti þann kost einan, að skrifa undir stjórnarskrána en samkvæmt henni var hið æðsta vald fengið þjóðinni sjálfri í hendur, en konunginum lítið eftir skilið ann- að en að koma fram við hátíðlcg tækifæri „upp á stáss“. Á næstu sex mánuðum sömdu síamskir og útlendir lögfræðingar nýja stjórnarskrá, með ákvæðum um almennar kosningar, löggjafarþing, og ábyrga stjórn. Þingkosningar skyldu fara fram fjórða hvert ár. Þegar þessu var lokið, fanst að minsta kosti konunginum sjálfum, að nú hefði hann ekki framar neitt að gera í höfuðstað sínum og þess- vegna fór hann ásamt sinni fríðu frú til síns ástkæra Englands. Það fór ekki liljótt, að hann hefði tii vonar og vara flutt hin gífurlegu auðæfi sín og krúnudjásnin til Eng- lands, og var það ekki hindrað. Byltingamönnunum síömsku kom ekki til hugar að svifta konunginn persónulegu frelsi eða skifta sjer að einkamálum hans. En í Síam gekk alt eins vel eða betur eftir að kon- ungurinn fór, að því er mönnum fanst. Það var byrjað á ýmsum þjóðfjelagsmbótum og tíu ára á- ætlun gerð, einkum varðandi land- búnaðinn. — Stóru óðalssetrunum skyldi skift í smábýli, þvi að al- menning vantaði tilfinnanlega jarð- næði. Og rjettarfari og fræðslumál- um skyldi komið í Evrópuhorf — eða rjettara sagt ensk horf. Meðan ])essu fór fram dvaldi kon- ungurinn i besta yfirlæti, ýmist við Rivierann eða í Englandi. Að vísu hafði konungsmatan verið færð nið- ur í sex miljónir á ári úr tuttugu og fjórum, en það er líka hægt að kom- ast af með það! En þegar frá leið fanst valdhöfunum i Síam nú tími til kominn að konungur l'æri að liugsa lil heimferðar og setjast að í Bangkok og vera þar til sýnis við hátíðleg tækifæri. Hann átti að taka á móti sendiherrum erlendra ríkja, opna sýningar og skóla og þesshátt- ar, sem allir þingræðiskonungar eiga að gera. En Prajadhipok fanst það miklu vissara og skemtilegra lif að dvelja sem skemtiferðamaður i Evr- ópu og neitaði að koma heim. Ýmsir liollir þegnar hans grátbændu hann um að koma og gerðu út sendinefnd- ir á fund hans, en hann sal fastur við sinn keip. Hann skipaði frænda Wat-Changm nsteri ð. <

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.