Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N T ÖGREGLUFULLTRÚINN var ekki J“< klæddur einkennisbúningi þegar hann skildi viö aðstoðarmenn sína á horninu við Hésthúsgötu. Það lá næst að kalla þessa litlu blindgötu því nafni, með þvi að þar voru hibýli vagn hesta ríka fólksins í Belgraviu forð- um. En nú voru hestarnir horfnir og hesthúsunum hafði verið breytt í lítil íbúðarhús. Þar bjuggu einkum fátækir listamenn og dansfólk og fimleikafólk fjölleikahúsanna. Lögreglustjórinn hafði verið að spyrja gömlu konuna, sem átti heima í hrörlegum skúr rjett hjá einu smá- húsinu, eftir einni dansmærinni. Hún var einskona húsavörður þarna í hverfinu, gamla konan. Og henni var Ijett um málið og svaraði ekki að- eins öllu þvi, sem fulltrúinn spurði um, heldur gaf hún jafnframt allar hugsanlegar upplýsingar um einkalíf þeirra, sem ekki var spurt um, þang- að til fulltrúinn stakk upp i hana með því að segja hlæjandi, um leið og hann lagði hendina á öxlina á henni: — Gott og vel, gamla mín, jeg skal minnast þess, að þjer vitið jafnlangt nefi yðar ef ske kynni að einhvern- tíma yrði framið morð hjerna! — Morð? hvæsti hún og tók önd- ina á lofti og baðaði höndunum með kreptum fingrum úl i loftið, frá sjer numinn af skelfingu. — Drottinn varðveiti okkur frá slíku og þvílíku, herra minn! Að vísu gerist hjer sitt af hverju, en aldrei neitt þesskonar. — Nei, nei, aldrei neitt þesskonar. Hún bætti við og starði á liann tinnu- svörtum augunum: — Þjer munuð varla vera í þesskonar erindagerðum, herra? Er það? — Jeg er hjer eingöngu til þess að gera fyrirspurnir, sagði hann. Meðan hann var að tala við hana hafði hann svo lítið bar á haft gætur á glugganum á annari 'hæð litla húss- ins fyrir endanum á götunni. Einu sinni höfðu bláu gluggatjöldin verið hreyfð til hliðar, og hann liafði sjeð fallegt ljóshært höfuð — unga konu — gægjast út. Aðeins í svip, svo lögð- ust tjöldin saman aftur. Fulltrúinn hafði ekki látið það á sjer sjá, að hann tæki eftir þessu. Nú yfirgaf hann gömlu konuna og fór til hnellnu mannanna tveggja, sem stóðu þarna skamt frá og voru að spjalla um daginn og veginn og Ijetu eins og þeir hefðu hitst þarna af tilvlljun. Hann sagði við þá í hálfum hljóðum: — Hún er þarna uppi. En hvort jeg get veitt nokkuð upp úr henni — það er spurningin. Jeg geri mjer ekki miklar voriir. Og samt — —. Hann hætti í miðju kafi og sagði svo: — Það er best að þið bíðið lijerna, ef ske kynni, að jeg kæmi aftur með einhverjar nýjungar. p’ALLÉGA, Ijóshærða, unga konan opnaði fyrir honum, eins og henni væri um og ó, og virtist vera forviða og hálfvegis móðguð yfir heimsókn- inni. — Lögreglufulltrúi? endurtók liún spyrjandi er liann liafði kynt sig. — Jeg heiti Hale, bætti hann við og hneigði sig afsakandi. — En — hvað kemur lögreglan mjer við? Látbragð hennar var miklu atkvæðámeira en röddin, sem var dálítið óeðlileg. Og svo — það var eins og henni dytti í hug einhver skýring á heimsókninni — augu liennar ljómuðu. — Auðvitað! Mikill bjáni get jeg verið, sagði liún. — Þjer komið auð- vitað út af þessum skartgripum, sem hurfu frá mjer úr fataherberginu á Grand Seigneur! Hafa þeir fundist? — Nei, svaraði hann. — Jeg kem ekki í tilefni af skartgripum yðar, ungfrú Bernudotte. En hinsvegar er mikið ábugamál að hafa uppi á manninum yðar. — Manninum mínum! Hún hörfaði Leslie Beresford: Herra Sóði eitt skref aftur á bak og af augna- ráði hennar mátti sjá að hún var eins og milli steins og sleggju. Þó var rödd liennar róleg og köld, þeg- ar liún tók til máls aftur. — Hver hefir sagt yður að jeg eigi mann? spurði hún. — Jeg — jeg — r- — Ungfrú Bernadotte! tók hann rólega fram í, — það er ekki á vit- orði almennings hjerna, að þjer er- uð gift — að minsta kosti vita það fáir í London. En Sureté Generale í París hefir á milli handa bækur, sem sýna þetta, og þaðan hefi jeg upplýsingarnar. — En hversvegna — hversvegna? Bödd liennar var hás og tirandi. —• Vegna þess að maðurinn yðar, sem hefir gifst yður undir nafninu André Lecour, sem er eitt af mörg- um gerfinöfnum hans, er sakaður um morð, og lögreglan er að leitast við að hafa uppi á honum. — Nom d’un nom — —! Henni varð á að grípa til móðúrmálsins. Svo leit hún á hann með alvöru- svip og settist siðan. Það var eins og henni yrði ljóst, að hollast væri að segja sannleikann. — Nú jæja, úr því að þjer virðisl öllu svona kunnugur, herra lögreglu- fulltrúi, sagði hún liægt, er það rjettast að jeg játi, að jeg hefi verið gift Andró, jafnvel þó að það hafi orðið mjer til svo mikillar hneisu, að jeg hefði helst kosið að það færi leynt. Þjer segið að hann hafi fram- ið morð. Mig furðar ekkert á því, að einn góðan veðurdag — — — — Ungfrú Bernadotte, tók fulltrú- inn fram í og seltist um leið, — er ekki best að við tölum um ])etta mál í einlægni, þjer og jeg? Maðurinn yðar dvelur hjer í London og hefir verið í borginni nálægt hálfan mán- uð, samkvæmt upplýsingum þeim. sem við 'höfum fengið. Það er senni- legt að þjer sjeuð þessu kunnug og hafið liitt hann á þessu tímabili. — Jeg? — Hún spratt upp, baðaði út höndunum og fallegu augun skutu neistum af bræði. —- Vitanlega hefi jeg ekki hugmynd um þetta! sagði hún áköf. — Hvernig dettur yður í hug? — Jeg, sem er mikilsmetin listakona á Grand Seigneur, um- kringd af vinum og aðdáendum, liátt- settu hefðarfólki! Eruð þjer vitstola, að yður skuli geta dottið í hug, að jeg vilji hafa nokkuð við þann þorp- ara saman að sælda, þetta skítmenni sem jeg giftist að rasanda ráði end- ur fyrir löngu. — Eigi að síður, ungfrú Berna- dotte, sagði fulltrúinn rólega um leið og hann stóð upp, •— vitum við að þjer og hann voruð saman í París um síðustu jól. — Jú, það er satt, mælti hún af miklum móði. — Það er satt, þó að svívirðilegt sje það frásagnar, — en hversvegna voruin við saman, vegna þess að hann tróð sjer inn á mig, liótaði mjer að kúga mig til fjárútláta. Og jeg segi yður — síðan ]>essi hræðilegu jól í París hefi jeg ekki sjeð hann og jeg vil helst ekki sjá hann framar. U)AÐ hafði verið erfitt að láta ekki hrærast af klökkvanum í rödd hennar og þokunni sem hjúpaði leiftrin í augum hennar. ÖI) fram- koma hennar lýsti því hve hörmulega ósjálfbjarga hún var. Fulltrúinn sneri sjer undan. Það var ekki í hans verkahring að kenna í brjósi um fólk. Hann varð að halda sig að kjarna málsins og hafði ekki leyfi til að kenna í brjósti um ógæfusama konu. Og auk þess var hún — leik- kona. Hann svipaðist um í stofunni og sneri sjer nú á ný að henni. — Þjer hafið liaft gest hjerna, get jeg sjeð, sagði hann og benti á borð- ið, en þar liafði verið framreitt handa tveimur. Alt benti til þess, að skamt væri liðið siðan setið hafði verið undir borðum. — Já, sagði hún og fór svo alt í einu að lilæja — þægilegum hlátri en þó eilítið storkandi. — Þjer hald- ið máske, hérra lögreglumáður, að þorparinn André Lecour liafi verið gestur minn? spuroi liún og varð svo alt í einu byrst og sagði með þjósti: Hversvegna eruð þjer svona frekur? Jeg hefi sagt yður, upp á æru mína og samvisku, að jeg liefi ekki sjeð Andrée síðaii um jólin í París. Hversvegna trúið þjer mjer ekki? Aðeins af því að þjer sjáið áð jeg hefi snætt morgunverðinn minn með öðrum — voilá! En nú skal jeg sýna yður •— — — Og um leið og hún reigði sig hrópaði hún með silkimjúkri rödd: — Mamma •— mamma! Komdu snöggvasl hingað — Hjer er einhver gikkur frá ensku lögreglunni! T-JURD á þilinu, sem lögreglufull- trúinn stóð við, opnaðist upp á gátt. Hann liafði veitl því eftirtekt áður að hurð þessi fjell ekki að stöf- um, og hafði komist að þeirri nið- urstöðu, að gesturinn væri þarna fyr- ir innan og hleraði. Hann hafði einn- ig hugsað sjer þann möguleika, að sá sem á hleri stæði væri einmitt maðurinn, sem hann var að leita að, og var því við öllu búinn. En í staðinn birtist eldri útgáfa af Gabrielle Bernadotte i dyrunum. Hún var sönn fyrirmynd Gabrielle, jafn- vel var ljósa hárið liðað alveg eins. Það eitt bar á milli, að augu hennar voru miklu dekkri og hörundslitur- inn óeðlilegri. Hún var snyrtilega klædd og í loðkápu, var auðsjáanlega í þann veginn að fara út. — Já, mamma, hjer er lögreglu- maður að leita að André! — André — André! sagði móðirin og tók andanri á lofti og fóriiaði höndunum, en fingurnir voru alsettir hringum. Komið þið nú aftur með þessa hræðilegu mannskepnu? Þú munt hafa sagt eins og er, að þú vitir ekki hvar hann er, og að þig langi ekkert lil að vita það? — Vitanléga. Það er lögreglan í París, sem liefir Ijóstað upp um hið ógæfusama hjónaband mitt. Það stoð- ar ekki að afneita því, mamma, jeg hefi skýrt honum frá öllu. En hann er jafn tortrygginn fyrir þvi. Segðu honum, mamma, að það vorum við, sem borðuðum saman, og að André hefir alls ekki komið hjer! — En auðvitað — — Hún sneri sjer að fulltrúanum. Þjer eruð að leit að André Lecour, monsieur! Gott og vel — jeg fullvissa yður um, að ef hann væri hjerna, mundum við báðar gleðjast, dóttir mín og jeg, ef þjer tækið hann fastan og ljetuð hann dúsa í fangelsi það sem eftir er æfinnar. Þjer ættuð bara að vita hve rnikið veslingurinn hún dóttir mín hefir orðið að líða hans vegna. Ó, kæri, kæri------Er hann i London, og hvað hefir hann gert fyrir sjer i þetta sinn? spurði hún svo. Fulltrúinn sagði þeim þá í stuttu máli: — Að maður, sem sannanlega stóð framarlega í bófaflokki í Lond- on, hefði fundist dauður á þjöðveg- inum til Essex í nótt. Fyrst í stað hjeldu menn að bifreið hefði ekið yfir hann i myrkrinu. En í morgun hafði ung stúlka — fylgikona hins látna — komið til lögreglunnar og skýt frá ]ivi, að André Lecour hefði drepið hann, með aðstoð tveggja ann- ara manna. Þessir þrír væru í alþjóða bófafjelagi, og hinn myrti liefði hót- að að fletta ofan af þeim. — Það er áríðandi að okkur takisl að góma þessa bófa, mælti fulltrú- inn að lokum. — Fyrst og fremst verðum við að komast að raun um, hverjir eru í þessum fjelagsskap. Þið skiljið, dömur mínar, að jeg geri það ekki að gamni mínu að koma hjer og gera ykkur ónæði----------t — Vitanlega ekki, tók sú eldri fram i. — En þjer verðið að ganga iir skugga um, að hann sje ekki hjerna. — — Gabrielle, við verðum að sýna fulltrúanum hvern krók og kima í húsinu þínu, svo að liann gruni okkur ekki. 'T’ ÍU mínútum siðar kvaddi fulltrú- inn og kom út á götuna. Þar var kalt þó sólar nyti. Hann staðnæmd- ist sem snöggvast fyrir utan dyrnar, vonsvikinn og ráðlaus. Að visu hafði hann ekki gert sjer miklar vonir — eins og hann liafði sagt aðstoðar- mönnum sínum. Og er hann hafði gengið kringum húsið og leitað og skimað eftir einhverjum likum, sem gætu styrkt grun hans, varð hann að viðurkenna að hann hefði dregið nú'll. Eigi að síður lifði grunur hans enn. Hann hafði ekki fengið sjerlega ítarlegar upplýsingar um Andrée Lecour frá París, eða um samband hans Gabrielle Bernadotte. En það lítið sem fulltrúinn vissi, i sambandi við smámuni, sem virtust málinu óviðkomandi, orð, látbragð og atvik meðan á samtalinu stóð, varð þess valdandi að hann var enn sannfærður um, að Gabrielle vissi miklu meira um André en hún vildi vera láta. Vitanlega var ómögulegt að láta hana leysa frá skjóðunni móti vilja liennar. Og þegar fulltrúinn stóð þarna í blindgötunni fanst honuin hann sjálfur vera staddur i blindgötu hvað starf hans snerti, og liann kveið fyrir því að koma aftur á Scotland Yard og verða að játa að hann hefði beðið ósigur. Hann labb- aði hægt niður á gatnamótin og rakst þar á skorpnu kerlinguna fyrir utan skúrinn sinn. Honum dalt i hug að spyrja hana nánar, spyrja hana livaða fólk hefði gengið inn blindgötuna síðustu tólf tímana, sjerstaklega hvaða karlmenn. Það gæti hugsast, að hún hefði tekið eftir einhverju — þó að líkurnar væri litlar. Þegar hann kom nær sá hann að hún hafði fleygt brauðskorpum til sporfuglanna, og var að skrafa eitt- hvað við þá, tístandi og flögrandi, sem hópuðust saman kringum hana. Þegar hann kom enn nær urðu fugl- arnir hræddir, þeir flugu upp tíst- andi og fjarlægðu sig hættunni. — Æ, hvað eruð þjer nú að vilja hingað og styggja fugjana mína, herra? spurði gamla konan ávítandi. Þeir ætluðu að fara að eta góða mál- tíð, veslingarnir, og svo komið þjer og hlammið niður löppunum og hræðið þá! — Afsakið þjer, sagði fultrúinn, sem sjálfur var dýravinur. — Svo að þjer erúð velgerðarmaður fugl- anna? bætli harin við og brosti. — Jeg gef þeim reglulega að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.