Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: A n t o n Schjötsgade 14. Blaðið kemur út livern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Altar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsiiíffaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþaikar. Um það leyti sem Alþingishátið- inni lauk 1930 höfðu ýmsir orð á, að vel færi á því, að þjóðin efndi til allsherjar samkomu á Þingvelli tíunda hvert ár með svipuðu sniði og há- tíðin 1930, þó að visu yrði þar alt í nokkru minna broti. Siðan hefir ver- ið hljótt um þetta mál. Tíminn liður fljótt og nú er aðeins nokkuð á ann- að ár óliðið til júnimánaðar 1940. Enginn mun efast um, að þjóðinni væri það holt að gera sjer einn stór- hátíðisdag einu sinni á áratug. Koma saman á staðnum þjóðhelga til þess að sýna sig og sjá aðra, taka þátt í þjóðlegum skemtunum og mannfurtd- um, tílusta á afburðamenn þjóðarinn- ar, gera sjer grein fyrir hvert stefnt hefir á síðasta áratug og ráðgast um hvert stefna beri á þeim næsta. í landi hinna miklu fjarlægða er þörfin eigi hvað síst mikil á þessu, og með sítíatnandi samgiingum er framkvæmdin á því orðin viðráðan- lcgri en áour. Landsmálaflokkarnir eru nú farnir að halda þing sín, jafnvel árlega i Reykjavík. Það er vitanlega gott og blessað. En er þörfin minni á því, að öll þjóðin eigi sjer þingfund einn sinni á tíu árum og„ ræði þar vel- ferðarmál sín án lillits til allra flokka, jafnframt því sem hún gerir sjer einskonar reikningsskil fyrir tímabilið? Þarf að efast um, að slík- ir fundir gætu orðið lil gagns, vakið þjóðina og komið nýjuin og gagnleg- um hugsjónum á framfæri? Mundi ekki þjóðernisleg eining vaxa við slíka fundi og þjóðin stælast i har- áttunni við erfiðleikana? Við höf- um lifað erfið ár síðan 1930 og aldrei hefir þörfin verið meiri en nú á þvi, að bestu menn þjóðarinnar og vitr- ustu leggi saman orku sína og gleymi „dægurþrasi og rig“. Er það til of mikils mælst þó að ein samkoma á tíu árum sje helguð þessu verkefni ]iegar menn liafa allar samkomur á öllum árum lil að ala á úlfúðinni og rifa niður hver fyrir öðrum? Tugárið er vel til þess fallið, að rifja upp liðinn tima og gera sjer grein fyrir livar framför liefir orðið og hvar afturför. íþróttamennirnir eiga að sýna það, sagnfræðingarnir stjórnmálamennirnir, skáklin, bænd- urnir og sjómennirnir. Á slíku al- þingi mundi það sjást, hvað þjóðin er, hvar hún er stödd og hvert lnin stefnir. Stjórnin í Síam auglýsir líu þús- und fíla til sölul Þeir hafa áður ver- ið notaðir í hernum, en nú hafa bifreiðar og dráttarvjelar verið tekn- ar til notkunar þar í staðinn og ekk- ert lengur við filana að gera. Gollklúbbur 00 baðstofubað t 1 Q Q D m rap 1 Q n Í V. d i .. j I 1 1 1 ! 1 1 II ■ 133 C- s □ w r 3 i l1 m p:::::; . i '"'?i II i— j'l-'-tS+.Í.+T'I-"'-'*- - ••*-+- ••• * w-M-t-i T'T i i-1-1—i—i, Golfklúbburinn hefir starfað i nokkur ár og á síðasta vori tókst honum að koma upp myndarlegu klúhhhúsi, á norðanverðri Öskju- hlíð, skamt frá Golfvellinum. Er það fyrsta klúbbliúsið hjer á Iandi, sjerlega vistlegt og vandað. Anddyri er á suðurhlið en í austurenda er öðrumegin skrifstofa golfkennarans, mr. Ruben Arneson, en hinumegin eldhús og herbergi ráðskonunnar. í vesturenda er stór og fállegur skáli, þar sem golfiðkendur geta setið og hvílt sig og fengið sjer hressingu „milli bardaganna.“ Þar eru á liillu á norðurvegg hinir veg- legu gripir fjelagsins, sem kept er um á aðalmótunum. En niðri í kjalíara eru vistarver- ur, sem eru jafnvel enn nýstárlegri og merkilegri en þær sem uppi eru. Þarna hel'ir sem sje verið komið fyrir fyrsta finska baðstofuhaðinu á íslandi. Finsk höð eru um þessar ínundir að ryðja sjer til rúms um all an heim og þykja taka fram öilum öðrum hitahöðum. Baðið er i eðli sínu gufuhað, en þó laust við alla þá gufusvækju, sem venjulegum gufuböðum l'yígir. Tilhögunin er sú, að ofan á baðofninum, sem kyntur er með kolum, er kassi með járn- kúlum og eru þær sjóðheitar á ofn- inum. Með því að skvetta vatni á kúlurnar myndast afar fíngerð gufa, sem fyllir herhergið og hitinn verð- ur alt að 45 stig. í þessum hita liggja svo baðgestirnir svo lengi sem þeim gott þykir og láta hoga af sjer svitann og alla „óholla vessa“ úr hörundinu. Til þe.ss að ýfa hör- undið „húðstrýkja" menn hver ann- an méð sóflum, en þó svo vægileg i, að ekki verður talið til meinlæta. Að loknu baðinu hvíla menn sig í öðrum klefa í venjulegum stofuhita. Þetta finska hað hefir verið iðkað i Finnlandi frá alda öðli, þó ein- faldari tæki hafi verið notuð til þess að framleiða gufuna en nú er orðið. Finnlendingar eigna liessum böðum m. a. frækni íþróttamanna sinna og heilsufræðingar telja þau hin hollustu. Þess verður væntanlega skamt að bíða, að höð þessi nái fót- festu hjer á landi. Iifri myndin sýnir grunnteikn- ingu Golfhússins og herbergjaskip- un, en hin er af húsinu sjálfu. Það er undantekning að lijón eigi 65 ára hjúskaparafmæli. En „Gömlu hjónin á Lágafelli“ — en svo hafa þau lengi verið kölluð af sveitung- um sínum í Austur-Landeyjum og öðrum Rangæingum — eru ein af fáum undantekningum. Gömlu hjón- in á Lágafelli eru þau Ólafur Ög- mundsson og Vilhorg Þorhjarnardótt ir, sem eiga 65 ára brúðkaupsafmæli 2. oklóher. Hann verður 94 ára 4. okt. en hún er 95 ára. Eignuðust þau hjónin fimm hörn alls og eru l'jögur þeirra á lífi, þar á meðal Sæmundur hreppsnefndaroddviti á Lágafelli, sem tók við jörðinni af föður sínum laust eftir aldamótin. Höfðu þau hjónin þá húið þar nokk- ur ár. En síðan hafa þau jafnan dvalið á Lágafelli og notið góðrar elli og umönnunar hjá syni sínum. Ólafur er nú mjög farinn að sjón og heyrn og líkamskröftum, en gamla konan er enn hin ernasta, heldur bæði sjón og heyrn að kalla má óskertu og gengur til ýmsrar vinnu, þó hana skorti aðeins fimm æfiár hundrað. Maður einn í Hollywood að nal'ni Tliomas Condon, 27 ára gamall, veðj- aði við kunningja sina um það, að liann skyldi kyssa Sonju Henie skautadrotningu. Nokkru síðar reyndi hann það, en Sonja hraust um svo fast, að hann gat þetta ekki. Fyrir þessa tilraun var maðurinn dæmdur í 30 daga cinfalt fangelsi. Jón E. Jónssön prentari í Guten- berg, verður 70 ára 5. okt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.