Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Hvit treyja með rauðum og bláum rðndum. Mál: Málin sem hjer eru gefin upp sam- svara stærö 44. (92 cm. brjóstvídd, 48 cm. sídd). Efni: 250 gr. hvítt, 100 gr. blátt og 100 gr. rautt fjórjiætt garn. 2 prjónar nr. 3. Prjónið: Tvinnað brugðið: 1. I. tvinnuð rjett (j). e. tekið er að aftanverðu í lykkjuna), 1 1. snúin. Sljett prjón: 1 prjón rjett, 1 prj. snúin. Prjónið á röndunum: 1. prjónn. Á seinasta prjóni í sljetta prjóninu prjónist 2 1. saman prjóninn út. 2. prj. Takið hvítu lykkjurnar lausar af og takið 1 1. upp milli lykkjanna og prjónið hana snúna með bláa garn- inu. 3. prj. Takið aftur hvítu lykkj- urnar lausar af og prjónið bláu lykkjurnar rjettar með bláa garninu. 4. prj. Prjónið allar lykkjurnar snún- ar með rauða garninu. 5. prj. Allar iykkjur rjettar. 6. prj. Allar 1. snún- ar. Báðir með rauða garninu. 7. prj. Prjónið 2 1. saman prjóninn út. 8. og 9. prj. eins og 2. og 3., nema hjer er prjónað með rauða og bláa garninu. Prjónið síðan allar lykkjurnar með livíta garninu. PRJÓNAAÐFERÐ. Framstykki. (Mynd I). Fitjið upp 132 1. með hvíta garninu. Prjónið 6 prjóna brugðna og aukið út með 1 1. á hvorri hlið. Aukið þannig út ann- anhvorn prjón þangað til 144 1. eru á prjóninum. Skifling randanna. Með 7. prjóni byrjar 1. rönd, þá koma 16 prjónar livítir. Eftir aðra rönd 8 prjónar hvitir. Eftir 3. rönd 8 prj. hvitir. Eftir 4. rönd 8 prj. hvítir. Eftir 5. rönd 6 prj. hvítir. Eftir 6. rönd, 6 prj. hvitir. Eftir 7 rönd 4 prj. livítir. Eftir 8. rönd 12 prj. hvitir. Handvegurinn: Þegar búið er að prjóna 32 cm. langt, eru feldar af 6 lykkjur í hyrj- un næstu tveggja prjóna, því næst eru feldar af 4 1. livoru megin og á næstu 14 prjónum er feld af 1. i. í byrjun hvers prjóns. Hálsmálið: Þegar treyjan er orðin 45 cm. síð, eru 22 miðlykkjurnar feldar af í einu og síoan annanhvern prjón 1 1. hvoru megin við hálsmálið, þang- að til 35 1. eru eftir á hvorri öxl. Þær eru feldar af í 5 umferðum, þegar handvegurinn er 19 cm. Bakið: (Mynd II). Fitjið upp 120 1. af af hvíla garninu. Það er aukið út eins og á frainstykkinu, en lijer eiga lykkjurnar ekki að verða fleiri en 132. Randirnar og handvegurinn er al- veg eins og á framstykkinu, en þeg- ar búið er að prjóna 8 cm. af hand- veginum er þessu skift niður á tvo prjóna og hvort stykki prjónað 10 cm. út af fyrir sig svo opið niður úr liálsmálinu myndist. Fellið af 35 1. í 5. umferðinni á hvorri öxl og svo eru lykkjurnar í hálsinum feldar af i einu lagi. Ermaraar: Mynd III. Fitjið upp 72 1. af hvita garninu og prjónið 6 prjóna brugðna. Skifting randanna. Prjónið 12 prj. hv. Eftir 1. rönd, 18 prjóna hv. Eftir 2. rönd, 12 prj. hvíta. Eftir 3. rönd, 10 prj. hvíta. Eftir 4. rönd, 8 prj. hvíta og þvínæst 5. rönd. íaukning og úrtaka á erminni. Þegar byrjað er á sljetta prjón- inu eykur maður út um 1 1. í hvorri hlið annan hvern prjón og þegar ermin er orðin 17 cm. eiga Iykkj- urnar að vera 120. Fellið af 2 1. í byrjun hvers prjóns, prjónið þann- ig 4 cm. Látið nú 60 miðlykkjurnar á hjálparprjón og prjónið bæði lilið- arstykkin þannig: Fellið af 2 1. að utanverðu, annanhvern prjón, og fellið af 1 1. þeim megin sem snýr að miðjunni, á hverjum prj., haldið þannig áfram þangað til allar 1. eru búnar. Takið nú 18 1. af hjálpar- prjóninum og prjónið þær þannig, að 1 1. sje feld af í byrjun hvers prjóns, þangað til 6 I. eru eftir, fell- ið þær af. 24 miðlykkjurnar eru prjónaðar á sama hátt, en hjerna er felt af þegar 12 1. eru eftir. Sein- ústu 18 1. eru prjónaðar eins og þær fyrri 18. — Samsetning: Strjúkið öll stykkin undir deigum klút. Saumið framstykkið og bakið saman, takið 1. í hálsmálinu upp á fína prjóna, byrjið og endið við opið á hálsmálinu. Prjónið brugðið 4 prj. með raúðu og 4 prj. með bláu garni. Fellið af. Opinu er lokað með hnapp og lykkju. Saumið ermarnar saman og festið þær í. TAKA ÞAU SAMAN ? Helene prinsessa, sem áður var gift Carol núverandi Rúmenakon- ungi sjest hjer til hægri á myndinni ásamt systur sinni, á gangi í London. Það er talið mögulegt, að þau hjón- in taki saman aftur. NÝR „STJÓRNARHATTUR". Heimsókn ensku konungshjónanná til Parísar hefir verkað á kvenhatta- tískuna. Franskir tískufrömuðir hafa sem sje tekið upp á því, að skreyta kvenhattana með franslca og enska fánanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.