Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 borða, herra, svaraði hún ibyggin og bætti svo við hlæjandi: — Þeir þarfn- ast einhvers, sem hirðir um þá núna i kuidanum, veslingarnir. Ríka fólk- ið þarna upp frá hirðir ekki mikið um þá. Það hugsar of mikið um fötin sín til þess. Það eignast fallegar fjaðrir, en svo er ekkert hjarta und- ir fjöðunum. — Þjer eruð víst brol úr heim- speking, sagði fulltrúinn hugsandi og gleymdi alveg erindi sínu í svipinn. — Mjer þykir líka vænt um smá- fuglana, sagði hann. Við höfum bað- þró handa fuglunum heima í garð- inum okkar og það er ánægjulegt að horfa á þá þegar þeir eru að þrífa sig. — Þeir launa það sem þeim er gott gert, sagði gamla konan og fleygði fleiri brauðmolum til þeirra, sem áræðnastir voru og komnir voru nærri henni aftur. — Þeir þekkja mann, sagði liún. — Og jeg þekki hvern einasta i þessum litla hóp. Jeg hef skírt flesta þeirra. Undir eins og jeg kem með huggunarskorpurnar minar, eins og jeg kalla þær, kalla jeg á þá og þá koma þeir hoppandi. Litið þjer nú á þennan þarna! Hún benti á grátitling, sem v,ar í vandræðum með að kingja stórri skorpu. — Þennan kalla jeg altaf herra Sóða! Lítið þjer á hvernig hann glutrar molunum til og frá og útbij- ar alt. Og þarna er konan hans, ])essi litla og hægláta við hliðina á lionum. Hún borðar eins og siðprúð kona------- — Eins og siðprúð kona! endur- tók fulltrúinn svo liugfanginn að gamla konan leit á hann. -— Nú, já, er það nokkuð merki- legt, herra? spurði hún vandræða- iega. — Merkilegt? sagði hann spyrj- andi, fór svo að hlæja, fór frá henni og lil aðstoðarmanna sinna tveggja, sem stóðu enn og biðu lians. XJAFIÐ þjer orðið nokkurs vísari um manninn? spurði annar þeirra, þegar hann kom lil þeirra. Augu fulltrúans Ijómuðu af ákefð, enda þótt hann þætlisl ekki viss í sinni sök ennþá. — Jeg held að við sjeum að góm.a hann, sagði hann. Að minsta kosti befir hann — ef mjer ekki skjátlast stórkostlega — verið þarna i húsinu fyrir minna en einni klukkustund og er þar ef til vill ennþá, þrátt fyr- ir það þó jeg sje nýkominn þaðan i þeirri sælu trú að hann væri þar ekki. Nú ætla jeg að fara þangað aftur og það er best að þið komið með mjer, livað sem upp á kynni að koma. T SÖMU svipan og þeir komu að "*■ að húsinu opnaðist forstofuliurð- in og konurnar tvær stóðu andspæn- is fulltrúanum. Þær voru báðar með smátöskur í hendinni. — Hvað er þetta, þarna er þá lög- reglufulltrúinn kominn aftur! kallaði eldri útgáfan af Gabrielle Bernadotte og kendi óþolinmæði i breimnum. — Jeg er brædd um að.þjer megið ekki tefja okkur meira sem stendur herra fulltrúi. Hún móðir mín er að fara til Frakklands, skiljið þjer *— fljúgandi — og við erum á leiðinni út á flugvöllinn í Croydon. — Það þykir mjer leitt, svaraði fulltrúinn kurteislega en ákveðinn: — Jeg skal ekki tefja yður sekúndu lengur en nauðsynlegt er, en jeg kemst ekki hjá að tala nokkur orð við ykkur báðar. Jeg hefi fundið nýtl spor síðan jeg skildi við ykkur áð- an, og mjer finst sjálfsagt að láta ykkur vita af þvi, vegna þess að það getur orðið mjög þýðingarmikið. — Þýðingarmikið — ? Gabrielle leit af fulltrúanum á móður sína og gamla konan ypti öxlum. — Það tekur ekki nema eina eða tvær mínútur, sagði hann og gekk inn á undan. — Og þetta þýðingarmikla spor, herra fulltrúi? spurði Gabriella ó- þolinmóð og skipandi. Fulltrúinn gekk að matborðinu og sluddi hendinni á annað stólbakið. — Þetta þýðingarmikla spor segir mjer að þjer hafið matast lijer í dag með karlmanni en ekki konu! sagði hann rólega. Hún bló. — Það er fráleit liug- mynd! Hvernig dettur yður slíkt í hug? — Fráleit eða ekki — jeg er nú samt sannfærður um að hún er rjett. Jeg get meira að segja sagt yður í livorum stólnum hann sat! — I hvorum stólnum hann sat? endurtók hún spyrjandi og vand- ræðaleg. — Já. Fulltr|iinn dró fram stól- inn sem hann stóð við og benti á græna flos-setuna. — Hjerna sátuð þjer, ungfrú, og lumn sat þarna beint á móti yður. — Afsakið þjer, sagði móðir Gabri- ellu, — jeg sat á stólnum þarna, á móti lienni dóttur minni. —Fulltrúinn gekk kringum borðið og leit ofan á stólinn, sem stóð spöl- korn frá borðinu. — Ilvaðan kemur þetta þá? Hann benti á setuna á stólnum, en þar lágu nokkrir brauð- molar. — Ef kona hefði setið i þess- um stól, liefðu molarnir ómögulega getað dottið þarna, sagði hann hægt. — Brauðmolarnir detta i kjöltu kven- fólksins og þaðan ofan á gólf, þegar það stendur upp. En ef það er karl- maður — og hann matast sóðalega Hann sneri sjer hvatlega að móður Gabrielle og greip um úlflið hennar áður en hún gat hreyft sig. Augna- bliki síðar slóð hann með hatt og gult paruk í hendinni. Næstu mínút- urnar var alt i uppnámi í stof- unni. — — TEG óska yður til liamingju með hina fábæru leiklist yðar, sagði fulltrúinn þegar röð og regla var komm á aflur og ekkert rauf þögn- ina nema kjökið í Gabrielle. Og jeg er hræddur um að þjer hefðuð slopp- ið vel frá þessu, ef brauðmolarnir hefðu ekki komið upp um yður. — Og, bætli fulltrúinn við, eins og hann væri að tala við sjálfan sig, — mjer mundi hafa sjest yfir þá, ef jeg hefði ekki rekist á gömu konuna og fuglana hennar. C. AUBREY SMITH enski kvikmyndalcikarinn, sem lcik- ur híutverk hertogans af Wellington í kvikmynd um líf Victoríu drótning- ar, sjest hjer staddur á Walmer Castle, en þar átti hertoginn heima í 22 ár. íslendingar. Eftir Ólaf Friðriksson. ARI ÞORGEIRSSON. Á 12. öld var uppi maður sá, er lijet Ari Þorgeirsson, mikill maður vexti og sterkur. Var liann sonur Þorgeirs Hallason- ar, er bjó undir Hvassafelli í Eyjafirði. Ari lagði hug til konu'er Úlfheiður hjet, dóttur Sleggju-Gunnars Helgasonar, og hafði Úlfheiður verið gift nauð- ug, áður en hún kyntist Ara. Eignuðust þau Ari saman fjog- ur hörn og var eitt þeirra Guð- mundur hinn góði, er biskup varð að Hólum, og fæddist hann að Grjólá í Hörgárdal. Þegar hófst samhúð þeirra Ara og Úlfheiðar l'jekk hún honum til umráða 15 hundruð þriggja álna aura, og var það allmikið fje. En það eyddist brált, því Ari var maður ör. Mun það því hafa verið til að afla fjár, að hann rjeðist af landi burt og til Nor- egs, en Úlfheiður var þá eftir. í Noregi fór hann til Erlings jarls. Hafði Þorvarður hróðir hans verið með Inga konungi og beðið Ara hróður sinn að ganga ekki í lið með þeim, er felt höfðu Inga konung. Barðist hann með jarli við Túnsberg og fyrir Hrafnabjörgum, en í hæði skiftin gegn Hákoni konungi Iierðihreið. Þriðja hardagann átti jarl við Hákon konung und- ir Sekk, fyrir Raumsdal, og fjell konungur þar. Um veturinn áttu þeir Erlingur jarl og Magnús konungur bardaga skamt frá Hamarkaupangi, og áttu þar við Sigurð jarl, sem fjell þar. Fjekk Ari mikla virðingu af Erlingi jarli og Magnúsi konungi fyrir frammistöðu sína í þessum or- ustum. En vorið eftir er Ara tysti til íslands, gaf jarl hon- um skip, og sigldi hann því til Gása i Eyjafirði, þar var þá mikill kaupstaður, en nú er þar engin bygð. Um haustið fór Ari • til Hvassafells, til Þorgeirs föð- ur síns. Þangað fór einnig Úlf- heiður, og Guðmundur son þeirra. Var Ari nú tvo vetur um kyrt, en fór þá aftur til Noregs, og var um veturinn með Erlingi jarli. Um þessar mundir voru svo að segja sífeldar borgarastyrj- aldir i Noregi, því mikið var þar af konungbornum mönn- um, og reyndu ýmsir að brjót- ast lil valda. Kyrt hafði verið um hríð, en þennan vetur liófst flokkur Ólafs Guðhrandssonar dóttursonar Haralds gilla. Ari bjó skip silt lil íslandsferðar og var tilbúinn að halda til hafs. En af því hann var í svo mildum metum lijá jarli,. átti hann marga öfundarmenn, og lögðu þeir það honum til ámæl- is, að hann skyldi fara frá jarli, nú, er hann þyrfti helst manna við, er ófriður var kominn að nýju í landið. En er þessar um- ræður hárust til Ara, ljet hann bera föt sín af skipi og hætti við förina. En Ingimundur prestur bróðir Ara, er var með honum, og aðrir íslenskir menn, hjeldu til íslands og urðu vel reiðfara. En Ari fylgdi jarli um sumar- ið, og um haustið austur í Vík. Nótt eina, er jarl var staddur með lið sitt á bæ þeim er á Riðjökli heitir, reis liann upp, eins og liann var vanur, lil þess að hlýða óttusöng. Voru með jarli fjórir menn og voru þeir allir vopnlausir, en það voru Björn hukkur og Ivar gilli, lend- ir menn, Björn stallari, og Ari. En er lokið var óttusöng sal jarl og söng sálma. Heyra þeir þá lúðragang, og þóttusl vita, að ófriðar væri von. Jarl lauk sálminum og gekk út síðan. Verða þeir þess þá varir að óvinalið er komið að bænum. Vildi jarl leita heim til stofu sinnar, þar sem lið hans var og voim. Björn bukkur vildi að undan væri haldið þar eð þeir væru vopnlausir og gætu ekki varið jarl, en Ari sagði, að þeir skyldu fylgja honum því betur, að engin væru vopnin. Hjeldu þeir þá sem hraðast af stað, og er þeir komu að skiðgarði nokkrum, stukku þeir Björn hukkur og Ivar yfir hann. En jarl var þungur á sjer og þurftu þeir að hjálpa honum, en óvin- irnir náðu þeim í þessu, særðist jarí á læri og mundi hafa fallið þarna, ef Ari liefði ekki snúið vopnlaus móti óvinunum og tafið þá nóg til þess, að jarl komst yfir garðinn. En er Er- lingur jarl var kominn þar, sem var nokkuð hlje, spurði hann hvar Ari Islendingur væri. En þeir sögðu honum að hann væri fallinn. Hafði Ari þá er hann rjeðist með linefunum ein- um gegn mönnum með alvæpni, til þess að bjarga lífi jarls, ver- ið skotinn gafloki undir kverk- ina og varð það hani hans. En er jarl heyrði að Ari var fall- inn, harmaði hann það mjög og sagðist engan mann jafn hvatann liafa eftir í liði sínu, og að hann myndi aldrei geta bætt frændum hans það tjón er þeir hefðu heðið. Ari fjell 2. nóvember árið 1166. Fór fregnin um liugrekki þessa Ara íslendings um Noreg endilangan og var frammistaða hans mikið rómuð. Fangi einn í Sing-Sing hafði ver- ið dæmdur fyrir rán og morð, og var spurður um hver væri síðasta ,ósk hans, eins og venja er til dag- inn fyrir aftökuna. Hann bað um að fá tækiföeri til að dansa. Var honum veitt þessi ósk og farið með hann á dansstað einn í New York þar fjekk hann að dansa tvo dansa undir eftirliti leynilögreglumanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.