Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 12 Manndrápseyjan. fengi dýrgrípir stórmógúlans lappir að ganga á. Fratton er margorður um þetta. Loks afræður hann að taka innilega á móti Avery og láta dýrgripina alveg af- skiftalausa þangað til þeir sjeu komnir i aðra höfn! „Hann gat ekki verið viss um, að Avery mundi ekki gruna hann“, tók Cleeve fram í. „Hann minnist Hka á það,“ svaraði Ahlee. „Hann játar hreinskilnislega, að hann liafi talsverð áhrif á Avery, sem ekki gat gleymt að hann var af góðum ættum. En nú beið hann átekta og hirti um ungu kyprustrjen, sem uxu og gildnuðu, þangað til einn dag árið 1698, að skip Averys — sem þangað til nýlega liafði siglt undir spönslcu flaggi — kom í landsýn. Dagbókin segir, að Fratton Iiafi gefið Avery geðfeldar sannanir fyrir hollustu sinni og vináttu. En Avery tókst ekki að láta velvild sína til mannsins frá Devonshire festa rætur hjá Embrow, mann- inum sem hafði þann sið, að lesa keskna útfararbæn yfir fórnardýrunum, meðan þau voru að búa sig undir dauðann.“ Ahtee henti á stærsta kyprustrjeð. „Þið nnmið að þetta er trje Embrows, sem reynir að taka fyrir kverkarnar á nágranna sínum. Jeg hugsa að Avery hafi úthugsað alt mjög ná- kvæmlega. Hann skildi við Embrow, sem var lærðari maður, öfundandi Avery af völdum Iians. Hann var eldri maður og á- kaflega blóðþyrstur, þó hann væri ekki eins sterkur og Fratton okkar. Þegar þeir Em- brow og Fratton börðust, var það Fratton, sem las útfararritúalið yfir Embrow. Hann viðliafði Iians eigin orð og hermdi eftir kækjurn lians en áhorfendurnir hlóu, og þegar hann hafði lokið máli sínu rak hann rýtinginn beint i hjartað á andstæðingi sín- um.“ Ahtee leit aftur út um gluggann. „Þetta einvígi var háð nokkra metra frá okkur, og þegar því lauk stóð gapandi gröfin viðbúin, að taka við jötunkrofinu af Embrow. Hvað skyldu hinir hafa hugsað þá, því að níu' aðrar grafir lilóu við þeim með gapandi ginin. Menn spurðu víst ekki eins margra flónslegra spurninga þá eins og þeir gera nú á dögum. En nú hefir Fratton tafið okkur nógu lengi. Unga fólkið langar eflaust til að dansa.“ Hann leit út. „Sjáið þið! Sjóræn- ingjarnir dansa líka.“ Það var kominn tals- verður kaldi og kyprustrjen gömlu svign- uðn í vindinum. „Þjer hafið eyðilagt alla skemtun fyrir okkur,“ sagði Hugli Elmore ólundarlega. „Þessi trje eru byrjuð að fara í taugarnar á mjer.“ Georg Barkett fanst rjettur tími kominn til að tryggja sig fyrir gjaldþrotinu. Hann hló hæðilega: „Unga fólkið hefir ekki taug- arnar okkar, mr. Ahtee. Það þarf meira en hóp af dauðum ræningjum til þess að hræða fólk frá okkar tíma.“ „Það eru þeir líkainlega sterku, sem ekki óttast liætturnar, af því að þeir sjá ekki altaf hvar hún felur sig.“ Barkett horfði á báðum áttum á hús- bóndann. Voru þetta gullhainrar? „Jeg veit eins vel og liver annar, hvenær jeg er í hættu,“ sagði hann. „Það lilýtur að vera huggun að hugsa til þess, þegar þjer eruð í vafa. Jafnvel þenn- an stutta tíma sem þjer hafið verið hjerna, hefir mjer sýnst þjer vera svo áhyggju- fuílur.“ „Það er vegna heilsufars konunnar minn- ar,“ laug Barkett ófeiminn. „Hún er ekki hraust.“ Hann leit til hennar þar sem hún stóð hjá frú Jaster. Hún var í útliti eins og liestur og sterk eins og hestur, hugsaði hann með sjer. Náttúran er meistari i þvi að búa til skrípamyndir. Frú Jaster minti liann á okfeitan grís. Þvílíkur liáls! Það var ekki að furða, þó að Jaster væri illa við hana. Svo varð Barkett litið á Phyllis og hugur lians livarf aldarfjórðung aftur í tímann, til móður liennar. Hann hafði ver- ið svo önnum kafinn að bægja Russel Peri- ton, þeim hættulegasta af biðlum hennar, frá, að hann hafði gleymt að liafa gát á Dick Cannell. Þegar Periton var farinn, sneyptur og fokreiður, virtist Betty standa á sama hvern hún dansaði við eða hverj- um liún reið út með. Annna liennar hafði kjörið Dick Cannell og þessvegna tók hún Dick Cannell. Mikið flón var hann, Barkett, þegar hann kom sjer út úr liúsi hjá gömlu konunni, hló að henni og sýndi henni enga tillátssemi. Nú jæja, hann hafði fengið það borgað. Þegar Cannell lenti i fjárþrönginni forðum höfðu ýmsir vinir lians reynt tii þess að fá Barkett til að styrkja gamla skólabróðirinn sinn. Það hefði verið hægt að bjarga honum, ef Barkett, sem stóð i fylkingarbroddi fyrir sínum hóp, liefði vilj- að. Ári síðar, þegar hann liafði sjálfur siglt á grunn voru lians eigin rök notuð gegn honum af sömu fjármálamönnum. „Að því er mjer skilst þá hafið þjer dregið yður í lilje frá allri kaupsýslu,.. sagði Ahtee. „Þjer liafið selt plássið yðar á kaup- höllinni fyrir hámarksverð, er ekki svo?“ Barkett hafði neyðst til að selja, en það vissu ekki allir. „Jú,“ sagði hann, „jeg vil setja mína pen- inga í eittlivað sem gefur betri arð en að reka kaupsýslu í Wall Street. Olía — það er verðmætasta varan í heiminum núna.“ Barkett fann að Jasler liorfði á hann, og var að liugsa um, hvort liann mundi heyra hvað hann sagði. „Það er vara sem er svo verðmæt að maður gerir sjer varla grein fyrir því,“ drýgindahreimurinn i röddinni varð smámsaman innilegri og alúðlegri. „En það þarf jeg auðvitað ekki að segja yður, sem eruð Englendingur. Þið hafið ,Dutcli Shell‘ með enska veltufjeð, ,Anglo Persian1 og öll rjettindi í Mesopotamíu. Þjer liafið eflaust eins mikla trú á olíunni og jeg sjálfur.“ „Þvert á móti. Jeg veit ekkert um stein- olíu. Jeg er alveg gersneyddur því, sem kallað er framtíðarliorfur í viðskiftamál- um. Þá peninga sem mjer liefir tekist að safna, hefi jeg grætt á smáum kaupsýslu- fyrirtækjum, það stóra hefi jeg forðast. Það er ástæðan til þess að jeg, eins og mr. Jaster komst að orði einn daginn, er óþekt- ur maður, en svo margir landar mínir hafa orðið heimsfrægir.“ „Ef þjer eruð íhaldssamur er olían ein- mitt það rjetta fyrir yður,“ sagði Barkett. „Þegar þjer hugsið til hinnar sívaxandi eftirspurnar eftir hráoliu og efnum úr henni, þá getið þjer ekki vísað olíunni á hug, sem áhættusamri og óvissri verslunar- vöru. Jeg hefi, sannast að segja, verið fram- úrskarandi heppinn i mínu olíuprangi. Jeg er ekki að segja að það sje að þakka sjer- stakri skarpskygni. Jeg lenti eiginlega í þessu af tilviljun.“ „Jeg má víst ekki spyrja yður nánari upplýsinga ?“ sagði mr. Alitee. „Það vill svo til að jeg hefi dálitla peninga lausa núna.“ „Með mestu ánægju,“ sagði Barkett og reyndi að láta ekki á þvi bera hve feginn hann varð. „En þetta er löng saga og jeg vil helst ekki láta trufla mig,“ — hann leit til Jasters — og jeg vil helst að ekki sje hlustað á------“ „Ef það er leyndarmál, ]iá skuluð þjer ekki------“ „Nei, ekki fyrir yður.“ „Jeg liefi einkastofu", sagði Ahtee, „þar höfum við líka ágætt skotskt whisky — efnarannsóknin er alveg örugg.“ Barkett gæddi sjer á whiskyinu, nú var hann viss um, að aðrir hlustuðu ekki á eða tæki fram í, og liann gat farið sjer hægt. í hans augúm var það ekki mesti vandinn að selja Ahtee, heldur það að liindra, að Jaster spilti öllu. Hann kom sjer fyrir í stólnum og byrjaði skýrslu sína. Hann fann að honum tókst vel upp. Hann notaði gömlu lirossaprangaraaðferðina: hrósaði veiku atriðunum en Ijet þau sterku tala fyrir sjer sjálf. Hann hafði drukkið þrjú stór wliiskyglös er hann lauk máli sínu. Og liann hafði sjeð áliugann reka ef- an á flótta í augum fórnarlamhsins. „Þetta er einstaklega efnilegt. Jeg ætla að sofa á það, svo getum við talast betur • við um það á morgun. Amist þjer nokkuð við því, að jeg spyrji Jaster um álit lians? Allir segja, að hann sje afbragðs duglegur bankamaður.“ „Spyrjið livern sem þjer viljið. En Eliot- er eklci olíumaður, alveg eins og jeg cr ekki bankamaður. Ef þjer spyrðuð mig um bankamál mundi jeg gefa yður ráð, sem virtust vera heilbrigð og viturleg en ]iað er spurning, bvort þjer liefðuð golt af að fara eftir þeim. En mjer er ekkert kæraia en að þjer rannsakið málið,“ Barkett virtist alt í einu svo þréytuíegur, alveg eins og honum stæði á sama. Jaster var að dansa við frú Barlcetl þeg- ar maðurinn hennar kom ofan stigann. Það lilaut að vita á gott. Sannarlega var hann grannur og stæltur enn, þessi Eliot! Það kom víst af því, að hann var svoddan liofs- inaður. Barkett settist hjá frú Jaster. „Þjer megið ómögulega láta þessar heimskulegu sjóræningjasögur hræða yð- ur,“ sagði liann hrosandi. Hann rendi aug- unum yfir dansfólkið. „Það er laglegur piltur hann sonur yðar. Það er ekki vandi að sjá hvaðan hann hefir erft útlitið“. Þetta voru klaufalegir skólapilts-gullhamr- ar, fann Barkett, en var ástæða til að vera að leggja sig í líma eftir einliverju betrá handa Gladys Jester? „Sögurnar fara í taugarnar á mjer,“ svar- aði liún, „jeg er svo sálnærn — já, þjer megið lilæja að mjer, en jeg finn að hjer er einliver liörmung yfirvofandi. Jeg vil helst komast á burt úr þessum hræðilega stað, en jeg ræð ekkert við hann EIiot.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.