Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Styrjðldin, sem votir yfir. Angi.st og kvíði hefir búið i hug- um flestra Evrópubúa undanfarnar þrjár vikur. Dynur bálið mesta yfir heiminn, í ennþá ægilegri mynd en það hefir sjest í áður, eða tekst að varðveita friðinn? Þessari spurn- ingu er ósvarað þegar þessar línur eru ritaðar, en svarið getur komið þá og þegar, Og á svarinu veltur velferð þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. Hjer eru nokkrar myndir, tengdar þeim atburðum, sem hafa verið að gerast. Efst er mynd af Runciman lávarði, sem sendur var í sumar til Tjekkoslovakíu til að l'irra vand- ræðuni, en tókst það ekki. Næst: Tjekknesk herdeild á göngu. Loks er mynd af hinum sögulega fundi Ghamberlains og Hitlers, er hinn aldraði forsætisráðherra gerði sjer ferð til Berchtesgaden til að reyna að afstýra ófriðarhættunni. Á mynd- inni sjást frá v.: Ghamberlain, Hitl- er, von Ribbentrop utanríkisráð- herra og Henderson, sendiherra Breta í Berlin. 17. f. in. voru liðin rjetl luindrað ár frá þvi myndhöggv- arinn Alhert Thorvaldsen kom lil Kaupmannahafnar eftir lang- dvöl sína á Ítalíu. I tilefni af þvi fóru fram hátíðahöld i Thorvaldsensafn- inu að viðstöddu ýmsu stór- menni, m. a. sendiherrum er- lendra ríkja. Um kvöldið fór l'ram blysför. Gekk múgur og margmenni i fylkingu frá Safn- inu til Ráðhússins. Var stjórn Safnsins í hroddi fylkingar. í Ráðhúsinu afhenli hún horgar- stjórn Khafnar gjafabrjef fyr- ir hinni frægu Jasonmynd Thorvaldsen. Kn sú þöggmynd er ein af allra kunnustu verk- um hans. Hefir horgarstjórnin ákveðið að styttan skuli sett upp í Ráðhúsinu. Hjer að ofan sjáum við Thor- valdsenstyttuna frægu og er hún gerð af Thorvaldsen sjálf- mn. — Ilið mikla flugfjcdag í Bandaríkj- unum, Pan American Airways, hefir beðið sjö stærstu flugvjelaverksmiðj- urnar í Bandarikjunum og Kanada um að gera tilboð í farþegaflugvjel- ar, er geti flutt minst 100 farþega í einu yfir Atlantshaf. Verksmiðj- urnar eiga sjálfar að gera uppá- stungur um nánari tilhögun á flug- vjelum þessum, en þær eiga að vera miðaðar við að fljúga i 20,000 feta hæð, og farþegaklefarnir þvi að vera loftþjettir, svo að farþegarnir finni ekki neitt til óþæginda vegna kuld- ans og þunna loflsins, sem flogið er í. Hraði þeirra á að vera 274 enskar milur, eða nær 500 rastir á klukku- stund, þannig að þær geti farið yfir Atlantshaf á 14 til 15 klukkustund- um. Þær eiga að geta farið 5000 enskar ’milur án ]iess að taka brenslu- olí'u. Gert er ráð fyrir að verð þess- ara vjela verði um 4Mi miljónir króna, og að farið verði að nota þær yfir Atlantshaf árið 1941. Söngmót kanaríu-fugla var haldið fyrir nokkru í San Jose í Kaliforníu, og tóku 200 kanaríufuglar þátt í því. Fuglarnir eru vandir á að byrja að syngja þegar búr þeirra eru opnuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.