Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA RÍÓ -------- Þeirfengnhonumvopn. Efnisrík og fróðleg mýiíd, uin mánn sem ekkert var nema með- an hann hafði byssu í hönd. Myndin er frá Metro Goldwyn Mayer. — Aðalhlutverkin ieika: SPENGER TRACY, FRANCHOT TONE GLADYS GEORGE. Gamla Ríó sýnir á næstunni Metro Goldwyn kvikmyndina: Þeir fengn Iionum vopn. Myndin hefst árið 1917, um þær mundir, sem Bandarikin eru að ganga lit í heimsófriðinn til þess að berjast við hlið Englendinga og Frakka. í herbúðum einum finnast tveir ungir nýliðar, Fred Willis (Spencer Tracy) og Jimmy Davis (Franchot Tone). Þeir eru menn mjög ólíkir að skaplyndi, en bind- ast engu að síður innilegum vináttu- böndum. Fred er duglegur og harð- fylginn sjer, en Jimmy lingerður og kveifarlegur. En Fred tekst að herða hann upp. Þeir fjelagarnir halda nú til Frakklands, þar sem þeir taka þátt i orustum. Jimmy særist alvarlega og er lagður inn á hermannaspítala. En Fred fær lausn frá herþjónustu til þess að geta verið nálægt vini sínum. Á spítalanum hittir Fred, Rose Duffy (Gladys George), hjúkr- unarkonu, og þau verða brátt ást- fangin hvort af öðru. Þegar Jimmy er úr allri hættu gengur Fred aftur i herinn. Áður en þau Rose og Fred skilja heita þau hvort öðru trygðum. ■— Skömmu síðar kemur herfylkið, sem Fred átti heima í til þorpsins, þar sem hermannaspítalinn er. En Fred er ekki með, svo að þau Jimmy og Rose telja að liann sje fallinn. Og þau syrgja hann, hvort á sinn hátt. Nú verður Jimmy ástfanginn af hjúkrunarkonunni og játasl hún honum að lokum, þegar hún hefir mist alla von um að Fred sje lífs. En nú skeður það óvænta, að Fred er á lífi. Hann hafði verið tek- inn til fanga, en slapp úr fangelsinu. Þegar hjer er komið efni myndar- innar hefst mjög ,„spennandi“ þátt- ur. En honum verður ekki lýst lijer. Innlimún Austurríkis liefir haft talsverð úlirif á furstadæinið Licht- enstein og komið róti á fólk þar. Franz I. fursti hefir lagt niður völd og Franz Jósef bróðursonur hans tekið við. Og nasistarnir i dverg- ríkinu — sem hefir 12.000 íbúa — lieimta sameiningu við Þýskaland. Þessvegna þótti öðrum skylt, að furstinn hjeldi sig heima og gætti ríkis síns. En gamli furstinn fjekst ekki til þess. Hann bjó í Wien og kaus heldur að segja af sjer en fara þaðan. Jón Axel Pjetursson, hafnsögu- maður, Hringbraut 153, varð k() ára 29. f. m. Guðni Egilsson, múrari, Ránar- götu 26, varð 70 ára 28. f. m. Sigurlaug Magnúsdóttir, Amt- mannsstíg 2, varð 75 ára 30. sept. Jón Erlendsson, verkstjóri hjá Eimskipafjelagi íslands, verður 60 ára 6. okt. Helga Erlingsdóttir frá Stóru- Mörk undir Egjafjöllum, nú til heimilis á Laufásvegi 20, varð 80 ára 27. f. m. Þorsteinn Einarss., bóndi Köldu- kinn, Holtum, varð 70 ára 27. fyrra mánaðar. Robert Soetens. íslendingar, sem venja komur sín- ar í hljómleikasali erlendra stór- borga og lesa blaðaauglýsingar um hljómleika að jafnaði, er þeir dvelja erlendis, munu varla hafa komist hjá því, að rekast á nafnið Robert Soiitens, því að siðustu árin liefir hann verið talinn meðal hinna „fáu útvöldu“ í liópi fiðluleikara, maður sem þykir ávalt vera að vaxa, þó að mörg ár sjeu síðan hann komst í „meistaraflokk" — svo maður noti iþróttalegt orðatiltæki. Tónlistadóm- arar erlendis eru sammála um, að kalla hann meistara hins franska skóla í fiðluleik, en hann er ein- kendur með því, að maðurinn sem i hlut á, liafi bæði tækni, lireimblæ Framhahl á bls. 15. ------- NÝJA BÍÓ. -------------- Tovarich. Amerísk stórmynd frá Warner Bros. gerð eftir samnefndu leik- riti eftir hinn lieimsfræga rithöf- und Jacques Deval. Aðalhlutverkin leika: CHÁRLES BOYER (sem Mikail Alexandrovitch stórfursti), CLAUDETTE COLBERT (sem Tatiana Petrovna stór- furstafrú) og BASIL RATHBONE (sem sendiherra rússnesku so- vjetstjórnarinnar). Leikurinn fer fram í Paris. Flestir bæjarbúar er lesa heili þessarar næstu kvikmyndar, erNýja Bió sýnir, munu fljótt við það kann- ast. — Tovarich var nafnið á öðr- um sjónleiknum, er Reumerts-hjón- in Ijeku hjer á síðastliðnu vori, og vakti svo mikla hrifningu áhorfend- anna að þeir munu aldrei gleynia þeim leikhúsviðburði. Leikur þessi er eftir einn af frægustu núlifandi leikritahöfundum Frakka, Jacques Deval. Og það er síst ofmælt þó að sagt sje, að leikurinn hafi farið sig- urför um heiminn. Nú hefir Warner Bros fjelagið kvikmyndað leikinn með ekki ófræg- ari leikurum en Charles Boyer og Claudette Colbert í aðalhlutverkun- um. Verður nú gaman að fá saman- burð á leik jjeirra og Reumerts- hjónanna. Fyrir bæjarbúa, sem sáu leikinn í Iðnó í vor er óþarft að minnast á efni hans, en vegna hinna mörgu lesenda Fálkans er ekki áttu þess kost, skal það gert í fáum orðutn. Aðalpersónurnar eru Mikail Alex- androwitch (Charles Boyer) og Tatiana Petrovna (Claudette Colbert) háaðalslijón, austan úr Rússlandi, sem flúið hafa land fyrir bolsevikk- um og sest að í París, þar sem þau búa við sult og seyru. Að lokum kreppir neyðin svo mjög að þeim, að þau ráða sig í vist. í gegnum alla niðurlægingu þeirra bera þau í svip sínum og lund þau sömu einkenni aðalslundarinnar, sem eng- in ytri neyð fær svift þau. í lok leiksins kemur það í ljós að föðurlandsást jieirra er sterkari en andúðin gegn þeim yfirvöldum, er hafa rænt þau öllu, með þvi að þau bjarga Rússlandi, er olíulindir þess eru í hættu, þar eð þau hafa til um- ráða 4 miljarða franka, er rússn- eska keisaradæmið átti. Til eigin þarfa nota þau ekki einn franka af þessu fje, — en þegar Rússland kallar, þá láta þau það laust. Kvikmyndin sem leikurinn mun vekja hlýja ánægju þeirra er sjá hana og það að verðleikum. Sem dæmi um þá aðsókn, sém myndin liefir fengið í stórborgum erlendis má geta þess að langstærsta kvikmyndahús Kaupmannahafnar sýndi hana i sex vikur samfleytt, og var altaf troðfult hús.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.