Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 5
F A L K I N N ///// ///////////, W/////3/M WmM m ;||| W////Í //m/m/sm ,-stA)lAÍ m&zwé ' ... ■ fiA,j/i !rfiJ &*#**■***&■■ '//0///M/// fl Éiiíísíjfsi; Sillill |||§| * * Konungshöllin í Bangkok. Til hliðanna konungshjónin fgi'verandi. sinn í sinn stað og lifir enn í besta yfirlæti á einhverju dýra gistihúsinu i Sviss eSa við MiðjarSarhaf. ■— — En þrátt fyrir allar framfarirnar í Síam munu enn líða tugir ára áður en hin austræna ró og friður, sem heillar aðkomumenn mest, hverf- ur á burt frá Síam. Allir gestkom- andi finna þegar þetta einkennilega andrúmsloft og heillast af „hinu brosandi Síain“. Því að hver Siams- búi, livort liann er hátt settur em- bættismáður eða búðarþjónn eða bóndi sem veður eðjuna upp i knje á rísakri sínum, hefir ekki aðeins altaf tíma til að svara og leiðbeina ókunnugum eftir óskrifuðum gest- risnislögum austurlanda, heldur ger- i1- hann það altaf með brosi, sem vottar að hann geri það með gleði. Mynd af Síam er vitanlega ekki full- komin ef aðeins er lýst Bangkok með sinni lindursamlegu fornu bygg- ingarlist og nýtísku stórliýsum og klúbbum með fögrum aldingörðum og breiðu, fallegu ánni, sem gert hefir Bangkok að þeirri miklu hafn- arborg sem hún er. Þetta er æfin- týraborg Harún al-Rasjids úr „1001- nótt.“ En þeir sem halda að undir eins og út úr borginni er komið taki við frumskógar og filar, tígrisdýr og eiturnöðrur eingöngu, fá annað að sjá, er þeir fara að kynna sjer landið. Með járnbraut geta þeir komist 800 km. norður í land. Járnbrautar- stöðin er í Evrópustíl, með öllum þeim útbúnaði og þægindum, sem venja er til í Evrópu: blaða- og bóka- búðum með ritum á öllum lielstu Evróputungúm, ávaxta- og súkku- laðisölum, blómabúðum, rakarastof- um og ferðaskrifstofum, þar sem alúðlegur „Loók Tsin“-maður leysir úr öllum spurningum með síamskri alúð og kínverskri nákvæmni. Það tekur 26 tíma að komast frá Bangkok á endastað brautarinnar í Chiengmai en áður tók þetta sex vikur — á fílsbaki! Járnbrautarvagn- arnir eru enskir og með öllum þæg- indum og matvögnum, þar sem fæst nýr 'fiskur, mjólk og smjör, fugla- steik, ostur og ])ýsk og frönsk vin. Og hreinni járnbrautarlest er ekki til i heiminum. Kemur þetta bæði af því að Siamsbúar eru manna þrifn- astir og að eimreiðarnar miklu — þýskt smíði — kynda skógi en ekki kolum. Það er þægilegt að ferðast með þessari braut. Hraðinn er ekki meiri en 40 km. á klukkustund, svo að mað- ur nýtur vel útsýnisins, sem er ó- viðjafnanlega fagurt. Maður fer fram- hjá 50.000 ekrum af rísökrum, þeim fallegustu í heimi og sjer síömsku bændurna nostra við akurinn ásamt fjöískyldum sínum. Lestin hækkar yfir sjó er norðar dregur og undir morgun er maður kominn upp i fjalladali alvaxna skógi og með þorp- um á við og dreif í luiidunum. Lestin nemur staðar við og við i þörpum og verslunarstöðum og alstaðar eru kaupmennirnir Kinverjar. — Undir kvöld er maður kominn i evrópeiskt vorloft í Chiengmai. Hjer er ekkert gistihús en aðeins skáli, þar sem hægt er að hýsa sex manns. Þar tek- ur Kínverji á móti gestinum og fram- reiðir handa honum mat, að Evrópu- sið. Chiengmai er ævagamalt virki og standa múrarnir enn. Þorpið liggur um þriggja kilómetra leið frá virk- inu, og þar er m. a. kvikmyndahús og gott tækifæri til að horfa á lifið. Og veitingamaðurinn í gestaskálan- um er fús til að fylgja gestunum út í þorpið. Við förum gangandi og loftið er þægilega svalt. Leiðin liggur framhjá bóndabæjum og maður sjer skugga af pálmuin, banana- og man- goltrjám, hörundsdökkai fjölskyldu i hvítum klæðum sitja „við arininn“ — hola kókóslinot með feiti og kveik í sem logar á. Búðir sjást við og við. Vörubirgðirnar eru ef til vill ekki nema svo sem tveggja króna virði, búðin er bambusreir og varningur- inn austurlenskt sælgæti, t. d. engi- sprettur steiktar í sesamolíu. Þær eru brennheitar og lirökka undan tönninni og ágætar á bragðið, hvort maður vill trúa þvi eða ekki. í ann- ari búð er Kínverji — allir kaup- menn i Síam eru Kinverjar — að sælgæti austurlanda: sykruð lótus- blöð, sykraðar gulrætur, appelsínu- og sítrónusneiðar og ýmsa ávexti sem við ekki þekkjum. Og unga fólkið sem ætlar í bíó strunsar framhjá okkur og sumt er á reiðhjóli. Sumt kaupir sjer eitthvað smávegis nasl, alveg eins og unga fólkið hjá okkur. Reið- hjólin eru ýmist þýsk eða ensk en i stað venjulegs ljóskers eru notuð kerti í glerhúsi. Það er hægt að lieyra i fjarlægð er maður nálgast kvikmyndahúsið — það heyrist á hávaða í einliverj- um óþektum hljóðfærum og virðist sitt lagið vera leikið á hvert liljóð- færið. Þessi hljóðfærasláttur er til þess að draga fólkið að, og þagnar um leið og sýningin hefst: Chaplin- mynd frá 1917. Chaplin heillar æsku- lýðinn þó að myndin sje gömul. Og á eftir kemur kínversk mynd, sögu- legs efnis, með kinverskum leikend- Nýjasta leikrit Noel Cowards, sem heitir ,,Operette“ og gerist árið 1906 er um þessar mundir leikið viðsveg- ar í Englandi. Þegar verið var að undirbúa leiksýninguna í Manchester urðu þeir ósáttir Coward og hljóm- "sveitarstjórinn og neitaði síðarnefndi að starfa með Coward. En hann tók sjer það ekki nærri og stjórnaði um og texta á siömsku, kínversku og ensku. Klukkan tíu er sýningin úti og fólk röltir heim i hljóði. Það er yf- irleitt hljótt í Síam, fólk talar svo lágt, og hávær orðasenna eða áflog eru óþektir viðburðir. lnnan skamms eru allir farnir í háttinn og ekki heyrist nokkurt hljóð nema hundur geltir, ef honum finst ókunnugur maður koma óþarflega nærri. En bak við hljóða kofana og rísakrana er frumskógurinn. Maður þarf ef til vill ekki að ganga nema kílómeter til að hitta leóparða eða tígrisdýr. Samt finst manni siðmenning hvítra manna á næstu grösum og það er hún lika. Ef maður vill komast á burt frá áhrifasvæði hvíta manns- ins verður maður að leita til frum- byggjanna meðfram úlfaldaleiðinm yfir fjallaskörðin til Burma. — En það er önnur saga. — hljómsveitinni sjálfur fyrstu kvöldin sem leikið var í Maneliester. Þvi að Noel Coward er fjölhæfur í listum. Hann er skáld, leikstjóri, tónskáld, leikari, dansari — og toks hljóm- sveitarstjóri. Aðal-brúin yfir Menangfljótið í Bangkak.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.