Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 ROBERT SOETENS. Frh. af bls. 2. og geðþrii' í fullum inæli, en haldi ekki einu frani á kostnað annars- hvors liins. — Ef líkja inætti Soet- ens við nokkurn íslenskan tónlistar- mann væri það Haraldur Sigurðs- son pianosniilíngur, seni yrði fyrir valinu. Þar fer alt þetta saman, sem nefnt var, og svo vitanlega margt fteira, sem engin orð ná til. Soetens er snillingur, eins og landi vor, sem nefndur var, og um leið einlægur þjónri listarinnar, eins og flestír snillingar og lætur lítið yfir sjer. En honum fer alt jafnvel úr hendi. Hvorl lieldur hann leikur sjerhlutverk með orkestri í konsert- um Mozarts, Bachs og annara höfuð- skálda, etdri eða yngri, eða hann leikur sónötur með pianoundirspili, er tónn lians, tækni og innlifun í hljóm og hrynjandi ávall samt og jafnt. Hann liefir lialdið hljómleika i ftestum höfuðborgum Evrópu, ým- ist með aðalhljómleikasveitum horg- anna eða með undirleik á piano og jafnán unnið sigur. Ummæli stór- blaðanna um hann eru þannig vax- in, að þau htjóta annðhvort að vekja aðdáun eða öfund all.ra dóm- hærra manna. — — Nú er þessi maður á ieið hingað til lands og hefir ákveðið að halda hljómleika hjer í næstu viku. Hann hefir með sjer undirleikara, Suzanne ltoclie, sem ferðast hefir með hon- um um nokkurt skeið og einnig fengið mikið lof fyrir fullkomið samræmi við leik Soetens. Úr kvikmyndaheimlnum. Tveir kvikmyndabyrjendur: Konungl. leikari Johannes Poulsen og nýja söngstjarnan Annie Jessen í „Kampa- vínshoppið.“ Dönsk söngvamynd um tónsnillinginn H. C. Lumbye. Varla hefir nokkurt annað danskt tónskáld náð eins mikilli þjóðhylli og H. C. Lumbye, tónverk lians eru enn sem ný og eru spiluð um allan heim. Það er merkilegur viðburður að norræna kvikmyndafjelagið hefir nú gjörl kvikmynd um H. C. Lumbye. „Kampavinshoppið“ heitir hún og er tekin af GeorgeSclineevoigt, sem er frægur fyrir kvikmyndina „Laila“, sem ekki aðeins hlaut evrópiska frægð heldur var einnig dáð í Amer- iku. — ,,Kampavínshoppið“ hefir yf- ir sjer hinn ljetta hlæ gömlu söng- leikjanna (Vaudeviller) og lýsir hinni borgaralegu Ivaupmannahöfn um 1880 og hinum yndislega stað, Tivoli, ]iar sem hin tjettu lög urðu til. Það er eki nein æfisögukvikmynd heldur rómantísk ástarsaga, með ívafi liinna faltegu laga Lumbyes. Afburða leik- arar hafa verið fengnir til þess að fara með aðalhlutverkin. Þar á meðal kgl. leikari Joharines Poulsen, kgl. óperusöngvari Marius Jacobsen Svend Methling, Ellen Gottschalch, Vald. Möller, Else Höjgard og hin nýja söngstjarna, Annie Jessen. Hraðk veik jul ubtir, Gaslnktir, Gaslarapar, og allir varahlutir til þeirra, ávalt fyrirliggjandi. Nauð- synleg ljósker á hverju sveitaheimili. GEYSIR Veiðarfæraverslun. Veikleiki stórmenna. Næstum hver maður hefir ein- hvern veikleika í fari sínu, og sje um fræga menn að ræða, þá verður þessi veikleiki oft „interessant“. Hjer eru nokkur dæmi: Heimspekingurinn og skáldið Vol- taire læknaði sig einu sinni af bólu- sótt með þvi að drekka 120 glös af límonaði í einu. Heimspekingurinn Kant dró altaf andann í gegnum nefið þegar hann var úti í góðu lofti. Og þessvegna leyfði hann engum að tala við sig, þegar liann var úti að ganga. Rembrandt málari trúði því fult og fast að hann liði af sjúkdómi, sem tærði öll beinin í líkama lians. Því óttaðist hann á hverjum degi þegar liann var að standa upp, að hann mundi hniga niður. Þegar tónskáldið Tschaikowsky var á ferðalagi, leið hann svo mikið al' heimþrá, að hann gat hvorki etið nje sofið. Veggfóður nýkomiö. Komið sem fyrst. — Litlar birgðir. Málarinn Bankastræti 7. Simi 1496. Vesturgötu 45. Simi 3481. — ===. 1 55 1 d Speglar, LUDVIG STORR Glerhillur, Baðherbergisáhöld Fatasnagar o. fl. Simi 3333. Hvernig banjóinn varð til. Af öllum hljóðfærum á banjóinn einkennilegastan uppruna. Hann varð til á Java — í mesta máta af tilviljun, segir franskt blað. Inn- fæddur maður liafði ekki efni á að fá sjer gítar, og því tók liann upp á því, að klæða gamalt ostamót, með geitarskinni og festi svo strengi af uppgjafa fiðlu við. Nokkrir af fjelögum hans gerðu þetta sama, og þá bar svo við að Amerikumaður einn fjekk að sjá þessa einkennilegu hluti. ÖUu sem frumlegt var, var tekið feginshöndum af jazz-sveitun- um í þá daga, og hugmyndin reynd- ist ágæt. Það leið ekki á löngu þang- að til þetta varð „rnóðins" hljóð- færi í Ameríku, Englandi og Frakk- landi. Nafnið baiijó er stytting úr Banjoemas, en svo heitir eyja ein við Java, þar sem hugvitsmaðurinn hjó. — Þegar Zogu Albanakonungur gifti sig í vor, var fulltrúi Hitlers við- staddur brúðkaupið og Hitler sendi vandaðan bíl í brúðargjöf. En nú er náðin úti. Hitler frjetti sem sje, að Zogu hefði keypt demantana handa drotningu sinni lijá Gyðingi i Wien. Og þá synd getur hann ekki fyrirgefið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.