Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.10.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Bandaríkjamenn hafa aldrei vígbúist af jafn miklu kappi og þeir gera nú, bæði á landi, í,lofti og á sjó. Eru það ægilegar fjárhæðir sem ríkið veitir iil vígbúnaðar um þessar mundir, ekki síst til flughers og sjóhers. Og ennfremur smíða þeir í stórum stíl brynreiðar af alveg nýrri gerð og eru þær útbúnar með loftskeytum og má jafnvel stýra þeim með loftskeytum, áin þess að nokkur maður sje í bryn- reiðinni. Þær hafa ekki aðeins venju- legar fallbyssur heldur einnig sjerstak- ar byssur til þess að granda öðrum brynreiðum og flugvjelum. Iijer á myndinn til hægri sjást þessi mann- dráps-ferlíki. Bernhard drotningarmaður í Iíollandi hefir i sumar verið í kynnisförum víða erlendis, til þess að sýna sig og sjá aðra. 1 vor sem leið fór hann með- al annars til Rómaborgar og er mynd- in að neðan tekin af honum í því ferðalagi. Ófriðurinn i Kína er enn í algleym- ingi og er alls ekki sjeð hver úrslit hans verða. Því hefir verið spáð, að ef Kínverjar stæðu af sjer fyrstu hríðirnar mundu þeir ekki ólík- legir til þess að geta boðið Japön- um byrginn. Nú hefir ófriðurinn staðið meira en ár og að vísu eru ýmsar helstu borgir Kína á valdi Japana. — Hjer á myndinni að of- an sjást japanskir hermenn á inn- rás í Shantunghjerað. Miklu meiri mannfjöldi ferðast daglega um London neðanjarðar en ofan, því að undir eins og um leið er að ræða sem nokkru nemur, kemst maður miklu fljótar með neðanjarðarbrautunum en með bif- reiðum og sporvögnum. Sjaldan verða slys á neðanjarðarbrautun- um þrátt fyrir mikla umferð en þó ber það við. Þannig först fjöldi manns við neðanjarðarárekstur í vor. Myndin sýnir hvar venð er að bera særða menn af slysstaðnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.