Fálkinn - 20.10.1939, Qupperneq 9
F Á L K I N N
9
ingarnir og læknirinn,“ sagði Brem-
er, „en jeg sje ekki ástæðu til að
tefja ySur hjerna lengur, herra Berg.
Jeg geri ráð fyrir, að þjer og unn-
usta yðar gefið okkur nánari skýr-
ingar síðar, ef þörf gerist. Á jeg að
hringja á bifreið fyrir yður?“
Berg þakkaði fyrir og skömmu
siðar óku þau á burt, stúfkan og
hann.
Yágninn var tæplega kominn á
stað þegar Hansen sneri sjer aS
yfirmanni sínum. Hann var gamall í
liettunni og leyfðist að segja mein-
ingu sína við yfirmenninaa.
„Það hefir líklega verið rangt, að
ieyfa þeim að fara.“
„Ekkert bull hjer, Hansen. Berg
l'orstjóri er svo kunnur maSur, að
það er ekki ástæða til að taka hann
l’astan, ekki síst þegar maður hefir
ekki neina átyllu . .. .“
„Jú, ofurlita átyllu," tók hinn fram
í. Tókuð þjer eftir hvað hann kall-
aði stúlkuna?‘“
,,Nei,“ svaraSi fulltrúirm.
„Jeg held að hann hafi kallað hana
Sydo"w.“
„Já, það sagði hann,“ tók Ander-
sen bókari fram í. Hann skalf af
kulda, og var óskiljanlegt hvers-
vegna liann fjekk ekki að fara.
„Eruð þjer viss um þa'Ö?“ sagði
Bremer snúðugt.
„Já, alveg handviss," svaraði And-
ersen. „Hann kallaði hana ungfrú
Sydow.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði Hnnsen
blíðmáll, „farið þjer nú upp í rúmið
yðar og reynið að láta yður hlýna.“
Anderscn ljet ekki segja sjer ]rað
tvisvar.
„Hvað meinið þjer eiginlega um
þetta, Hansen,“ sagði Bremcr fulltrúi
þcgar þeir voru orðnir einir.
„Það er eitthvað bogið við þetta,“
svaraði Hansen. „1 fyrsta lagi bar
framburði þeirra grunsamlcga vel
saman, eins og þau hefðu borið sig
saman áður, en það var ekki nægi-
legt til að byggja grun á. Svo fjekk
jeg nafnspjaldið hennar og fanst
eitthvað athugavert við nafnið, þó
jeg væri ekki viss um þaS, fyr en
bókarinn tók í sama strenginn. Berg
vissi ekki nafnið á unnustunni sinni!
Hún lijet eklci Sydow heldur Sylow.
ÞaS er eitthvaS gruggað við þetta.“
„Mjer finst þetta hæpin .átylla.
Maður getur mismælt sig, þegar
manni er órótt.“
„Fanst yður Berg vera órólégur?
Nei, liann var kaldur og rólegur. Jeg
er sannfærður um, að hann þekti
ekki stúlkuna, sem hann sagði að
væri unnusta sín.
„Já, en hvað gat honum komið til
þess?“
„Það er það, sem við verðum að
finna.“
T3ERG og unga stúlkan óku heim
til hans meðan þessu fór fram.
Hann liafði krafist þess, að liún gæfi
skýringu á því, sem skeð liefði.
„Við neyðumst til að leika þenn-
an gamanleik áfram um stund.“
„HvaS eigið þjer við?“ spurði hún
forviða.
„Jeg á við, að við verðum að lát-
ast vera trúlofuð.“
„En jeg er saklaus."
„Það er margt sem talar á móti
yður. Þjer verðið að trúa mjer fyrir
öllu, annars er mjer ómögulegt að
bjarga málinu við. Nú er jeg orðinn
bendlaður við málið og get ekki
dregið mig í hlje. Það er ekki að-
eins um yður að ræða, heldur mig
líka.“
,,Og hversvegna hafið þjer eigin-
lega gert þetta?“ spurði hún.
„Af einhverri æfintýraglópsku. Jeg
hefi iíklega orðið ástfanginn af yð-
ur'þegar jeg sá yður.“
Hún horf'ði á hann um stund, en
svaraði ekki og hann hjelt áfram:
„SkutuS þjer manninn eða skutuð
þjer hann ekki?“
„Skiftir það eiginiega nokkru
máli?“ svaraði hún.'
Þetta kom honum á óvart. Því að
hann liafði treyst sakleysi hennar.
„Nei, nú skal jeg ekki kvelja yður
lengur, en segja yður alla söguna.“
Hún og bróðir hennar höfðu átt
heima í Suður-Ameríku og hann
hafði gert fjelagskap vi'ð mann, sem
liann kyntist þar, og hjet Torp. Torp
hafði fjeflett bróður hennar á sví-
virðilegan og miskunnarlausan hátt
og farið við svo búið til Evrópu og
haldið þar áfram prangi sínu og
prettum. Þegar bróðir liennar liafði
um sinn velkst þar syðra aljslaus og
hungraður, kom hefndarhugúrinn
upp i honum og hann einsetti sjer
að drepa Torp. Þau ákváðu að kom-
ast heim og eftir að þangað var
komið og hann hafði komist að,
hvar Torp átti lieima, ákvað hann
að iáta skríða lil skarar.
„í kvöld varð jeg þess vör, að hann
hafði farið út og haft með sjer
skammbyssuna sína. Þá skildist mjer
hvað í veði var, svo að jeg náði í
bifreið og ók heim til Torps.“
„Og svo skutuð þjer hann, til þess
að forða bróður yðar frá að gera
það?“
Hún leit á hann. Augun voru und-
arlega flöktandi.
„En við skulum ekki tefja timann
með því að tala um það núna,“
sagði hann. Fyrst og fremst verðum
við að koma okkur niður á því hvað
við eigum að segja, svo að framburði
okkar beri saman.“
Berg og ungfrú Sylow voru milli
vonar og ótta næstu dagana. Þau
voru yfirheyrð hvað eftir annað, og
Hansen lagði sig i lima til að sánna,
að það væri bún, sem hefði skotið
Torp.
Lögreglan hafði fljótlega komist
að viðskiftum þeirra Torps og bróð-
ur ungfrúarinnar, og þegar hann
var yfirheyrður 'játaði hann þegar,
að hann hefði veriS á leiSinni til
Torps þá um kvöldið og ætlað að
drepa hann. En þegar hann kom i
námunda við húsið heyrði hann
skotið og neyðarópið. Þá hafði hann
orðið hræddur og flýtt sjer til baka.
T5REMUR dögum eftir morðið kom
Bremer fulltrúi til Bergs for-
stjóra.
„Jeg er kominn til að tala um
];etta mál við yður í einlægni,“ sagði
hann er hann var sestur. „Við höf-
um rannsakað það til fulls og útlit-
ið er ískyggilegt.“
„Fyrir hvern?“
„Fyrir yður, Berg forstjóri, eða
rjettara sagt fyrir stúlkuna — unn-
ustu yðar,“ bælti hann við, eftir dá-
litla þögn.
Berg forstjóri fann að hann föln-
aði. Hann bjóst þegar til varnar.
Raddhreimur Bremers þegar hann
sagði orðið ,,unnusta“, vakti hjá
honum grun.
„Mjer þykir það leitt, yðar vegna.“
hjelt Bremer áfram. „Jeg skil breytni
yðar, jafnvel þó mjer þyki hún ein-
lcennileg. Sylow bróðir stúlkunnar
hefir sakleysissönnun. Hann sneri
við og stökk á næstu brautarstöð og
kom þangað i sömu svifum og braut-
in fór til Kaupmanahafnar. Hann
náði ekki í lestina og beið þess-
vegna á stöðinni og var að tala við
eftirlitsmanninn þangað til næsta
lest fór. Það sannar, að hann hefir
ekki verið lieima hjá Torp þegar
morðið var framið. Eftir er aðeins
einn möguleiki, að ungfrú Sylow
hafi skotið Torp. Og yður að segja,
herra Berg, þá liefi jeg ekki trú á
þessari trúlofun.“
„Jeg fullvissa yður um það,
herra fulltrúi,“ sagði Berg, „að jeg
ann stúlkunni hugástum."
„Það getur vel verið,“ sagði lög-
reglumaðurinn, „og það inun vera
ástæðan til, að þjer hafið gefið lög-
reglunni þá skýrslu, sem þjer hafið
gert, en þetta er nú samt eina ráðn-
ingin. Þessi Andersen bókari kemur
ekki til greina, og sjálfsmorð er úti-
iokaS.“
Það var eins og nýtt fjör færðist
i Berg við þessi orð.
„Hversvegna er það útilokað?"
spurði hann. „Jeg get sagt yður dá-
lítið, sem þjer vitið máske ekki, að
Torp hefir verið flæklur í brall, sem
hefir gert hann öreiga. Án þess að
vita það hefi jeg verið mótpartur í
þessu máli og gengið með sigur af
hólmi. Miðlarinn minn var að segja
injer frá þessu í morgun.“
„Þetta vitum við líka,“ svaraði
Bremer rólega og brosti. „Þjer hafið
litla trú á, að lögreglan viti margt. en
skotinu liefir verið hleypt af í svo
mikilli fjarlægð, aS sjálfsmorð er úti-
lokað. Torp hefir verið skotinn úr
nálægt hálfs annars metra fjarlægð.“
Þessi upplýsing kom illa við Berg.
„Jeg kem til yðar til þess að fá að
vita sannleikann um samband yðar
við stúlkuna. Hún verður tekin föst
i dag.“
„Tekin föst?“
„Já,“ svaraSi Brenier. „Og enn-
fremur skal skal jeg segja yður dá-
litið annað. f gikknum á skammbyss-
unni fanst ofurlítiS af gulu dufti, sem
sennilega er úr lianska ungfrú Sylow.
Það hefir verið duft á hanskanum,
sem orðið hefir eftir á gikknum þeg-
ar hún lileypti af.“
Hugsanirnar hvörfluðu 11111 heila
Bergs eins og eldingar. Hvað átti
hann að gera? Hvernig átti hann að
frelsa stúlkuna, sem hann hafði feng-
ið ást á? Ef lögreglumaðurinn færi
án þess að honum liefði tekist að
sannfæra hann um sakleysi hénnar,
sem hann trúði ekki meira en svo á
sjálfur, þá yrði hún tekin fiist og
leikurinn væri tapaður.
„Eruð þjer viss um, aö það hafi
verið duft, 'sem fanst á gikknum?“
spurði liann fremur til að draga tim-
ann á langinn en af því að hann
liefði nokkurn tilgang með spurning-
unni.
„Já, duft eða krit, það skiftir minna
máli,“ svaraði Bremer. „Það getur
hugsast að það hafi farið fram handa-
lögmál fyrir morðið, og það eru krít-
arbleltir um alt billiardborðið.“
„Krit?“
Alt í einu rifjaðist upp fyrir Berg
það sem hann hafði sjeð kvöldið sæla.
Hann sá dauða manninn liggja við
borðið, með leikteininn í kreptri
hendinni, og skammbyssuna sem enn
lá rjúkandi hinumegin á billiard-
borðinu, en stúlkan stóð rjett hjá
Torp.
„Það var krít á endanum á billiard-
teininum,“ hrópaði hann.
„Á endanum á billiardteininum,“
ál Bremer eflir án þess að skilja
meininguna.
„Já, hann hefir fest skammbyssuna
í liolu hinu megin á borðinu, og svo
hefir haiin lileypt af með því að ýta
teininum á gikkinn. Það var sjálfs-
morð! Hann var öreigi en i örvænt-
ingunni hefir liann viljað láta líta
svo út, sem Sylow hefði drepið hann.
Ilann hefir áreiðanlega vitað, að
liann var kominn heim frá Suður-
Ameríku.
Bremer starði á Berg.
„Þetta er ekki óhugsandi tilgáta.
Við látum efnafræðing rannsaka það
ti! að komast að niðurstöðu."
JyEGAR þeirri rannsókn var lokið
um kvöldið kom það á daginn, að
tilgáta Bergs var rjett. Og þar með
var málið úr sögunni.
Það er að segja, málið var ekki al-
veg úr sögunni, því að þegar Berg
heimsótti ungfrú Sylow til þess að
FEGURÐARMÆLINGAR.
Með áhaldinu sem sjest hjer á
myndinni má mæla nákvæmlega allar
lengdir og breiddir mannlegs líkama.
Þær sem vilja verða fegurðardrotn-
ingar í Ameríku verða nú að láta
mæla sig á þennan hátt.
FORSETAFRÚIN OG SÖNGKONAN.
Marion Anderson er ein allra besta
söngkona nútímans, þó svört sje.
Frú Roosevelt hefir miklar mætur á
henni og fjekk hana til að syngja í
Hvíta húsinu þegar konungshjónin
ensku voru gestkomandi þar í sumar.
Á myndinni sjest forsetafrúin vera að
sæma söngkonuna Spingarn-lieiðurs-
peningnum, sem er mesta lieiðurs-
merki er svertingjar geta fengið í
Ameríku.
Hundarnir og pósturinn.
f Albany, liöfuðborg New York-
rikis mega hundar bíta bæjarpóstinn
einu sinni, án þess að eigandur
þeirra sjeu skyldir til að greiða póst-
inum skaðabætur. Póstunum þykir
súrt í brotið, en þegar þingfulltrú-
inn Condon bar fram frumvarp um,
að þessu yrði breytt þannig, að
hundaeigendur yrði líka skaöabóta-
skyldir fyrir fyrsta bit, ]iá var þetta
felt með miklum atkvæðamun.
færa henni gleðitíðindin lauk hann
máli sínu þannig: .
„Jeg liefi verið áhættuspilari, og
það lá við að jeg tapaði, en nú er jeg
kominn til að sækja vinninginn."
Hún rjetti fram báðar hendurnar.