Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Síra Sigurður Gíslason, Þing- eyri, verður W ára 15. />. m. - GAMLA BÍÓ - Afríka liefir jafnan veri'ð heimsálfa æfintýra og leyndar- dóma, að minsta kosti í augum Evrópumanna. Þar eru þykkir og dimmir skógar, þar eru eyði- merkur og þar eru öskrandi ljón og allskonar óargadýr, að ó- gleymdum blóðþyrstum mannæt- um. Og þegar þar við bælast óskammfeilnir glæpamenn úr Evrópu og útsmognir njósnarar, sem eru að veiða hernaðarleynd- armál, — þá virðist svo sem ekkert vanta til að kvikmynd, sem á öllu þessu er bygð, geti orðið spennandi. Og það er líka kvikmynd sú, er bráðlega verður sýnd í Gamla Bíó. Hún heitir Bulldog Drum- mond í Afrílcu og er framleidd af Paramount. I benni gerist það, að binn vinsæli spæjari, Bulldog Drummond, brunar í skjótum svifum á brott úr hinni alþektu Lundúnaþoku suður í brennandi Miarokkosólskinið til að hrífa vin sinn úr heljargreip- um illræmds njósnarahóps. Annars má Hugli Drummond kapteinn, sem venjulega er kall- aður Bulldog Drummond, varla vera að því að standa í þeim slórræðum, því að liann ætlar að fara að gifta sig. Tvisvar sinnum befir'bann ætlað að láta verða af því að ganga í heilagt hjónaband, en í bæði skiftin hefir bann dregist inn í glæpamál og orðið að fresta giftingunni. Kær- ustu lians, Phyllis Clavering, leiðist þóf þetta, sem von er og ákveður að nú skuli þetta ekki bjá líða í þriðja sinn, livað sem tautar og raular. Hún lieldur lionum því hreint og beint föst- um á búgarði sínum Rocking- bam Lodge og gæta lians góðir menn. En hvað skeður. Phyllis sjer það með eigin augum, að glæpamenn nema Nielson lög- regluforingja og vin þeirra bjóna leysanna, á brott og bruna burt með hann til að pína úl úr honum hernaðarleyndarmál. Hún lætur únnusta sinn vita og nú er brúð- kaupinu enn frestað og allur hópurinn hendist loftleiðis til Afríku. Þar bíða þeirra auðvitað margskonar agaleg æfintýri og bættur. — Þar sjáum vjer t. d. mann, sem bundinn er við trje, en soltin ljón æða umhverfis hann. Það er John Howard, sem er Bulldog Drummond, unnustu lians leikur Heather Angel, og II. B. Warner Nelson lögreglu- foringja. Hæsta minnismerki í heimi er minnisvarSinn yfir George Washington, hinn fyrsta Bandaríkja- forseta og stendur hann í borginni, sem við hann er kend og er stjórn- arsetur Bandarikjanna. Er minnis- varði þessi 166 metra hár og er úr 18000 marmarastykkjum. Innan i minnisvarðanum er bæði stigi til uppgöngu og eins lyfta. Iíawks leilcstjóri, Gary tírant, Jean Arthur og Thomas Mitchell hvila sig efiir sýningar. „Það eru bara englar, sem hafa vængi", heitir mikilfengleg mynd um flugmenn og spennandi atburði. Ilún gerist í Jitlum, suðuramerí- könskum hafnarbæ suður undir And- esfjöllum. Þarna er flugfjclag, sem annast póstferðir til borganna Jjar umhverfis. í þessar fcrðir þarf dug- lcga og djarfa flugmenn, því að ofl er þoka á fjöllunum. Flugforinginn er hinn röski Gary Grant og besti vinur hans er flugmaðurinn Thomas Mitchell. Svo kemur ung og falleg leikkona, Jean Arthur, til bæjarins og verður þegar í stað skotinn í Gary Grant. En hann er aftur á móti ekkerl hrifinn af henni, liví að hann hefir þá trú, að flug og kvenfólk geti ekki farið saman, svo að í nokkru tagi sje. Nú gerist það, að einn flugmaður- inn ferst á ferð yfir Andesfjötl. í hans stað er svo Richard Barthelmess ráðinn. Hann er kvæntur Ritu Hay- worth, en hún var fyr trúlofuð Cary Grant. Það sannast nú, að þessi ný- ráðni flygill hefir valdið dauða vjeta- manns nokkurs, en sá var bróðir Mitchells, og hann reynir að hefna bróður síns. Báðir þessir flugmenn eru eitt sinn sendir í mikilsverða flugferð. Ftugvjel þeirra laskast og Borthelmess bjargar Mitchetl, með miklum hetjuskap frá bráðum bana. En heima fyrir er líka alt upp í loft. Rita er að krækja aftur i Cary Grant, en þá uppljúkast loks augu hans fyrir því, að Jean Artluir sje eftir alt saman sá kvénmaður, sem hann geti best felt sig við, og alt endar í mesta lukkunnar velstandi. Egils ávaxtadrykkir - NÝJA BÍÓ - Næsta mynd í Nýja Bíó beitir „Nú kemur (lotinn', þa'ö er geysilega íburöarmikil kvikmynd um Kyrrabafsflota Bandarikj- anna. Aðalblutverkiö leikur James Cagriey og er myndinni ef til vill best lýst með því að vitna i orð hans um mvndina. Hann segir meðal annars: „Jeg liefi altaf vakandi áhuga fvrir flotanum, en aldrei liefi jeg þó stigið á lierskip, fyr en Lloyd Bacon leikstjóri stöðvaði mig, IJat O’Brien, Frank Mellugh og Gloria Stuart á götu og dró okk- m1 út í skipið „Arizona". Hann kvaðst bafa fengið leyfi til þess á bærri stöðum. Og það verð jeg að segja, að það fengum við fínar viðtökur. Flot- inn tók ókkur opnum örmum og karlarnir voru einir binir skemtilegustu náungar, sem jeg liefi fyrir hill. Það voru þeir pilt- ar líka, sem við hittum undir æf- ingum bæði i sjóliðsskólanum í San Diego og í flugskólanum i Sunnyvale, þar sem risaloftskip- ið „Macon“ lá við festar og manni gat næstum fundist, að það væri geysistórt leikhús. í stuttu máli sagt: Þessar ferð- ir og þessi æfintýri með flot- um eru ein bin prýðilegustu, sem jeg befi upplifað. Auðvitað urð- mn við að hlýða skrifuðum og óskrifuðum lögum flotans, t. d. urðum við, þegar við ljekum í einkennisbúningi, að ,standa rjett‘ og ,beilsa‘, þegar við mættum öðru orustuskipi. Indæll tími.“ Þetta segir nú James Cagney, og það er óþarfi að segja fleira um efni íuyndarinnar, því að flesta mun langa til að sjá liana eftir þessi ummæli. Auk þess bafa allir álniga fyrir flota og hermensku á þessum tímum og binum slerka flota Bandaríkj- anna er liægt að kynnast í þess- ari mynd. Sigurður Halldórsson, trjesmíða- meistari, varð 65 ára 10. />. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.