Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N KRÝNDI EINVALDURINN. Frh. af bls. 5. Nú rekur hann ákveðna og einbeitta stjórnarstefnu. Til að byi-ja með nálgaðist bann Þýska- land með það fyrir augum að vinna að auknu hlutleysi fyrir Rúmeníu, og losaði ríkið nokkuð undan ensk-frönsku áhrifunum, sem höfðu verið alls ráðandi í landinu hingað til. f fjárhags- legu og verslunarlegu tilliti lief- ir Rúmenía gert samninga við Þýskaland, og eftir ferð Gafencu, idanrikismálaráðherra, til Berlín, hafa þeir samningar verið aukn- ir að mun. — En þó hefir Carol konungur gætt þess vel, að áhrif Þýskalands verði elcki alt of mik- il í landinu. Innanríkispólitíkin er rekin allmikið eftir fyrirmynd nasista. Síðan Garol konungur gerðist einvaldur i Rúmeníu hefir hann unnið af miklum dugnaði. Hann fer á fætur klukkan 6 á morgn- ana og vinnur látlaust allan dag- inn nema í matmálstímanum, sem hann liefir sameiginlega við krónprinsinn. — Notar liann þá tíma til að setja hann inn í stjórn- fræðilegar athafnir. Af ýmsu er það augljóst mál, að konungur ætlar sjer að skapa sterkt ríki úr hinni sundruðu Rúmeníu, ríki, er sje fært um að annast sín eigin mál. Æfi Carols konungs liefir ver- ið æfintýri líkust hingað til. En það á heima um hann málshátt- urinn: „Batnandi manni er best að Iifa“. SIBELIUS. Frh. af bls. 3 hljómfræðikennari við tónlistarskól- ann í Helsingfors, og hljómsveitar- skóla filharmóniska fjelagsins þar í borg. Hljómsveit þessa skóla fór svo i hljómleikaferðalag til Parísar, Briissel, Liége, Haag og liöfuðborga Norðurlanda og flutti á hljómleikum sinum í þessum borgum hin fyrstu verk Sibeliusar. Vöktu þau þegar allmikla athygli og umtal og hlutu góða dóma, enda var Sibelius þá búinn að ná þvi nær fullum þroska. En 1901 stjórnaði hann sjálfur flutningi tónsmíða sinna á sjálfstæð- um hljómleikum i sambandi við tón- listar-hátíðahöld „Allgemeine deutsch- er Tonkiinstlervereins*', í Heidel- berg. Og með þeim atburði má ftelja að farið væri að gefa verulega gaum þessum finska tónsnillingi. Upp úr þvi var farið að flytja verk hans „út um víða veröld“ og þeim fagnað svo vel, að Sibelius var brátt talinn í röð með merkustu og gáfuðustu tcnskáldum heims, og hefir hróður hans farið sivaxandi siðan. Merkustu verk hans, sem eru mikil að vöxtum, því að hann hefir verið afkastamikill, eins og áður er sagt, — eru sýmfónisku tónljóðin: Kullervo, Skogsráet, Lemminkáinen, Naltligt Riclt och Solopgáng, svo að eitthvað sje nefnt, en þessi verk eru ótal mörg og í ýmsum formum, oft- ast spunnin úr fornum, finskum sögnum, flest fyrir hljómsveit, en sum fyrir kór og hljómsveit, — Fimm sýmfóníur liefir Sibelius sám- ið, ennfremur strok-kvartetta, um 100 einsöngslög með píanóundirspili, karlakórslög og loks talsvert af tón- smiðum fyrir píanó. I Drekkið Egils-öl GALILEI. Frh. af bls. 3. ust um. Hjelt hann skoðunum sínum fram með dirfsku og vissu, þrátt fyrir hótanir klerka og bænir vina sinna. Sjötugur að aldri fjell hann i hendur rannsóknardómurunum. Þrjá daga var hann í píslaklefanum. Hvað þeir gerðu við hann þar, vita menn ekki, j)ví að hann varð að lofa að j)egja yfir l)ví. Loks varð öldungur- inn að láta undan. „Jeg er á yðar valdi, jeg skal segja l)að, sem þjer viljið,“ sagði hann. Þeir kröfðust þess, að liann krypi á knje, í skyrtu einni saman og lýsli það lygi eina og falsanir, sem hann hafði sagt um það, að jörðin snerist um sólina. Það gerði Galilei. En sagan segir, að þegar hann reis á fætur að lok- inni þessari athöfn, hafi hann taut- að: „Og samt snýst hún!“ Hann vissi það gamli maðurinn, að hann fór nær um sannleikann en hinir staurblindu fulltrúar hinnar andlausu kirkju samtíðar lians. Síðustu árin bar lítið á Galilei. Hann bjó í nágrenni Florenz og rannsóknardómurinn hafði jafnan auga með lionum. Hann er einn hinn mesti andans maður, sem lifað hefir á þessari jörð. »fi Alll ineð Islenskum skrpum' «fi MYRON C. TAYLOR, sendiherra Roosevelts Bandaríkja- forseta í Vatikaninu. Nýjar bækur. Sigurður Jónsson frd Brán: SANDFOK. Ljóðmæli. 112 bls. Bókaútgáfan Edda. Akureyri. 1940. Ef nokkur núlifandi íslendingur liefir ferðast um land sitl sjer til gagns og ánægju, þá er það Sigurð- ur skáld frá Brún. í flest kvæðin í þessari ljóðabók sinni hefir hann sótt yrkisefnin til ferðalaga, einkum ferða um öræfi landsins og eyði- lendur. Mörgum kann e. t. v. að þykja það fábreytt yrkisefni. En þeir ættu að lesa bókina og þeir munu komast að raun um, að yrkisefni skáldsins eru fjölbreytt, eigi siður en það, sem um er ort, íslensk náttúra, með öllum sínum tilbreytileik. Ef hjer væri á ferð glámskygnt leirskáld rnyndu öll yrkisefni riðlast í eina bendu, en hjer fer listrænn maður og skygn og hefir sýnilega óblandna ánægju af náttúrunni og hreina nautn af útivist og ferðalögum. — Hann þreytist aldrei á því að syngja fjall- lendi íslands lof og prís, og eflaust segir hann satt í kvæði sinu Til hálendisins: ,,Ár eftir ár hefir leiðin min legið til þin logbjurtar vornætur, daga, sem heitl er og skín. Þú hefir vaggað mjer, vakið mig, hvílt mig og þregtt, virið mjer helmingur alts þess, er tíf getur veitt“. ög í þessari nautn sinni er skáldið sælt og ánægt. Og því fer fjarri að landslagslýsingarnar sjeu innantóm- ar upptalningar fjalla og vatna. Nei, lesandinn hreint og beint finnur anda öræfanna leika um sig frá lin- um ljóðanna, sjer blik vatnanna og skin jöklanna. Alt er tekið með, flóarnir, fífan, víðiásinn; og geld- ingahnappurinn, sem hingað til hef- ir ekki þótt neitt sjerlega skáldleg jurt, verður kjörblóm Sigurðar og slcýtur viða upp kollinum i kvæðum hans. Og það, sem skáldið sjer á öræfunum, verður því efni til heim- spekilegra hugleiðinga: ,,Birtan er tjúfust og þörfnsl á sjatdförnum leiðum. Lífið -er dýrast á auðnum og afrjettarlöndum." En þó einkum sjeu það lieiðalönd- in og öræfin, sem hrifið hafa huga Sigurðar frá Brún, þá eiga hinar bygðu sveitir lika vígðan reit í hjarta hans. Það sjáum við á hinu gullfagra kvæði hans, Bæn: ,,Ó, gef mjer dag i Fnjóskadal með glaðaskin frá sól, og golu sunnan skógana og heg á öllum túnum, en eigðu sjálfur helgar þínar, jafnvel heilög jól, en jeg skal þakka skiftin svo dvergmáli í brúnum. Þar Ijær mjer einhver hrifu og vetling, ef jeg vil og vinnu mína þiggur og mœiir hlýjum orðum og spgr mig eftir Snældu gömlu, ef hún er þá til, og œltstofninum liennar, sem mesl jeg hældi forðum. Og aflan fglgir degi og aftni kgrð og ró og einnig svefn og friður, þá verður hvíla búin. Og áður hefi jeg sofnað við ilm og þgt frá skóg og áður leitað sængur bæði glaður, sæll og lúinn." Það er auðskilið, að slíkur ferða- maður ber hlýjan hug til dýranna og fuglanna, sem hann hittir á leið sinni. En insta og veglegasta sess- inn skipa hestarnir, ferðafjelagar hans. Og himbriminn getur verið „hnókinn og rogginn“ yfir kvæð- inu, sem honum er lielgað i bók- inni. Að öllu samanlögðu skýrir skáldið sig rjett, þegar hann segir í niðurlagi bókarinnar: „Það cr staður og hvild eftir annsama ónæðisdaga, það er gndi af skepnum og gróðri í bglgjandi haga, sem verðum mjer efni í kvæði, minn söngur og saga.“ Sumstaðar er skyldleiki við ferða- vísur Jónasar Hallgrímssonar, „A sjó og landi“, en það gerir ekkert til, það er engin upptugga og höf. veit vel hvað liann syngur. Síðast í bókinni eru nokkur kvæði sögulegs efnis og mætti höf. sjálf- sagt gera meira að því að kveða slík kvæði. Kvæðið um Möðrudals- Möngu er með þeim skemtilegustu í bókinni. Skáldið kveðst vel skilja Möngu og það, að hún gekk aftur í gröfinni hafi hún ekkert haft að starfa, slík athafnakona, en ekkert hægt að prjóna, engin göng að sópa. Og þar naut hún ekki hins fagra úfsýnis Möðrudals. Og höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að: ,,Jeg skgldi ganga aftur eins * og aftur leita Möðrudals, þótt grði það til mannameins og mjer til tjóns og falls, ef horft jeg gæti á Herðubreið og hlegpt i smásokk prjón á skeið. og gegmt og gætt míns alls. Og œfin liður, þrýtur þrek og þgkknar blóð og staðna fer, en jeg, sem hross um heiðar rek, veit helst hvar fagurt er. Og þegar líf mitt löngu er glegmt, ef lánast þjer að hafa reimt, jeg gisti þá hjá þjer. Jeg vil hvetja menn, sem fara í sumarleyfi, að kaupa þessa Ijóðabók og liafa með sjer. Má þá vera- að þeir læri ennþá betur að meta land sitt og náttúru þess. R. Jóh. Elsa Barker: BRJEF FRÁ LÁTNUM, SEM LIFIR. Útgef. ísafoldarprentsmiðja. Bók þessi er rituð af konu nokk- urri, EIsu Barker að nafni. Eru það fimtíu og fjórir kaflar eða brjef, sem höfundur kveðst liafa skrifað ósjálfrátt, að hún heldur og fullyrð- ir skýrt og skorinort. En dauði mað- urinn, sem á að hafa stjórnað ritun þessari og þá í rauninni rjettur höf- undur ritsmíðarinnar, var, að sögn EIsu Barker, mektarmaður mikill á sínum hjervistardögum, dómari, heimspekingur, rithöfundur og sitt hvað fleira. En eftir að hann burt- kallaðist hjeðan fann hann hvöt lijá sjer til að miðla eftirlifendum af ríkdómi reynslu sinnar og fann, að Elsa þessi Barker var heppileg manneskja til slíkrar milligöngu. Þennan framliðna heiðursmann nefn- ir höf. X. Fyrstu brjefin eru stntt, aðeins nokkrar línur, en brátt sækir X í sig veðrið og virðist enginn hörgull á orðum þegar að bókarlok- um líður. X segir ýmis tíðindi hand- an að og lýsir mörgu með fjálgleik. Kemur margt af því oss, þessa heims börnum, kynlega fyrir sjónir, sem vonlegt er. Þýðinguna hafa þeir int af hendi ICristmundur Þorleifsson og Víg- lundur Möller og hafa gert það ekki ólaglega. Bókin er 181 bls.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.