Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N Dscar Glausgn: Frá liðnum dögum. Goga ráöherra um íognuði af borgarbúum. — Hjónabandið var endurreist og Carols settist á konungsstól i Rúmeníu, undir nafninu Carol II. Mádame Lupescu. En ekki bafði Carol verið þar lengi, þegar madame Lupescu kom til Búkarest, og næstu árin varð samband hennar við kon- unginn orsök til mikils umtals og stjórnmálalegrar deilu í land- inu. Og það er fyrst núna sem Lupescu er að hverfa í skuggann. Calinescu, forsætisráÖherra Rúmena. Ilann var myrtur. Fyrir nokkru tók Carol sjer einræðisvald í Rúmeníu eftir að hann liafði boríð níður með liarðri hendi tilraun Goga að ná völdum. En stefnuskrá Goga tólc Carol nú í eigin liendur. Og nú fyrst virðast hafa verið regluleg straumhvörf í lífi hans. Frh. á bls. I't. IConulík t'undið ú sjó. Fróðá á Snæfellsnesi er eins og menn viía, einn forní'rægasti sögu- siaSur þessa lands. Þar var bygð ein fyrsta kirkja hjer á landi og þar hefir verið kirkjustaður allar aldir þangað til kirkjan var flutt til Óiafsvíkur rjétt fyrir aldamótin síð- ustu. Nú er þetta höfuðból komið í eyði og nytjar jarðarinnar hagnýttar af eigendunum, sem eru 15 Ólafs- víkurbúar. Kirkjugarðurinn hefir verið sljettaður og sjest þar nú að- eins einn legsteinn standa upp úr jörðu, eflaust eru margir sokknir.-— Fróðá rennur með túninu, en kirkju- garðurinn var á árbakkanum. Þegar vöxtur hleypur i ána ber það við að hún brýtur bakkana og sjer þá stundum á fjalir úr þunnum lík- kistum og einstöku sinnum hafa þar sjest skinin beinin. Það er nú auðvitað löngu hætt að grafa í þess- um garði, en á öldinni, sem leið, var þarna grafreitur Fróðársóknar og sóknarkirkja. — Þetla er. nú hvorttveggja flutt að Brimilsvöllum. Mönnum þótti of langt að sækja kirkju út í Ólafsvílc og tóku því á sig rögg og bygðu snotra steinkirkju á Völlum fyrir nokkrum árum. Gamlar Ministerialbækur Fróðár- sóknar eru nú geymdar í þjóðskjala- safninu og er j>ar ýmsan fróðleik að finna. — Þann 13. ágúst 1815 segist prestur- inn hafa jarðsungið á Fróðá sjó- rekið lík, sem hafi verið af kven- manni „hjerumbil að slútt 30 til 40 ára<‘. — Hann segir að Vallna- menn liafi fundið líkið á floti úti á fiskimiðum i víkinni áður. Það hafi vcrið óskaddað þar, sem fötin skýldu því, en hauskúpan ber. Þeir, sem fundu það, liöfðu flutt það í land og geymt í útihúsi. — í sambandi við þennan líkfund segir prestur, að dularfult fyrir- brigði hafi gjörst. — Nóttina eftir að likið fanst hafi „skikkanlega stúlku í Vallnaplássi“ dreymt, að miðaldra kona kæmi til hennar og sngðist heita Guðríður Sigurðardóttir. Hún sagðist vera komin langt að og hefði átt 4 börn, en alt sitl fólk væri dautt. — Aldrei, sagði hún, áð sjer hefði dottið í hug, að bún mundi hingað koma og j)að sagðist hún hafa munað til sín síðast, að hún hefði dottið ofan í vog, sem hún nefndi, en stúlkan mundi ekki nafnið á honum, þegar hún var vöknuð. — Prestur bætir því svo við, að menn hafi nú gert sjer ýmsar hugmyndir um þessa „anda communication“, því að fötin á líkinu þektust og benlu til þess að líkið væri af Þor- gerði nokkurri Jónsdóttir, sem hafði druknað, ásamt fleirum, 10. júlí um sumarið, svo að það er ekki alveg visl að draumur „þeirrar skikkan- Iegu“ hafi verið alveg óskeikull. Hún kann að hafa sofið nokkuð laust. Höggin úr naustinu. Fyrir botni Grundarfjarðar er hár malarkambur með sjónum og liggur þjóðvegurinn að ofanverðu í honum. Utarlega á kambinum, hjer um bil niður úndanKverná, er fornt báts- naust, sem nú er fyrir löngu hælt að nota. í skjóli naustsins hefir grastó náð festu og sest að, svo að það er orðið eins og' græn þúfa upp úr grárri mölinni. — Nausl þetta á sína raunasögu ekki síður en svo inargar þúfur og þústur aðrar þar, sem flakkandi öreigar, á árum áð- ur, leituðu sjer skjóls og urðu til. Þó að enginn bafi beinlínis orðið úli undir naustinu á Kambinum, þá gerðist samt sá atburður þar fyrir læpum 100 árum, sem hefir gefið ástæðu til þjóðsögu, sem bundin er við staðinn. Menn segja sem sje, að frá naustinu heyrist högg og bar- smíð á undan norðanveðrum og trúa menn því, að það hafi sínar ákveðnu áslæður, sem nú skai sagl frá. r— Bárður lijet bóndi á Skerðingsstöð- um fyrir utan Grundarfjörð fyrir miðja 19. öld. Hann var efnaður maður, þó að hann væri ekki rikur, en var þó af sumum kallaður Bárður ríki. Hann rjeri til sjávar haust og vor í Lárós, sein er fyrir utan Brim- tárhöfða, sem nú er kallaður Stöð, og hafði altaf aflað vel. Einn vetur- inn var góð tíð, þegar kom fram á útmánuðina og fór þá Bárður að róa með vinnumanni sínum. Það var besta veður einn daginn, sem jjeir fóru á sjó, en seinni hluta dagsins hljóp á með norðanáhlaupi og hörku frosti, og fórust jieii' báðir þennan dag. Það var ekki viðlit fyrir l>á að ná Lárós, þar var brimið orð- ið svo mikið og reyndu þeir j)vi a‘ð ná Grundarfirði, enda munu þeir hafa verið austarlega á miðum. Ein- hvernveginn hefir þeim tekist að komast upp undir Bár, sem er að austanverðu við fjörðinn, en þar fyrir framan er mikill skerjaklasi og útgrynni, svo að brotsjóir eru þar í norðanátt. — Víst er að þeim hefir tekist að lenda í hæsta skerinu framundan Bár, því að þar liefir Bárður komist lifandi í land og þar fanst hann síðar helfrosinn sitjandi undir kletti. — Þar hefir liann svo mist frá sjer bátinn með hásetanum í, því að hann bar upp undir naust- inu á kambinum fyrir neðan Kvérná. Þegar að var komið var maðurinn dauður og frosinn við bátinn, en höfuðið hjekk utanborðs, svo að liklegt er, að hann hafi lika verið með lífi, þegar hann skolaði upp. Það urðu því sorgleg örlög beggja þessara manna. — Þegar báturinn var athugaður kom það í ljós, að dragið vantaði undir hann, en þjóðsagan er sögð hafa myndast af því. Menn hjeldu því fram, að þeir dauðu, Bárður bóndi og vinnumaður hans, færu að fesla dragið undir bát sinn, ])egar þeir byggjust við norðanstormi og frá athöfnum þeirra áttu böggin að stafa. - Það hefir gömul, trúverðug, kona í Grundarfirði sagt mjer, að j>egar hún í mörg ár um aldamótin sið- us'tu, var ráðskona hjá hreppstjóra á Grund, sem er þarna í botni fjarð- arins, hafi hreppstjórinn trúað svo á þetta fyrirbrigði, að oft liafi hann hætt snögglega vinnu þar, sem hann slóð við slátt eöa rakstur á túninu og sagt: „Nú heyri jeg höggin i naust- inu. Þeir eru samt teknir til. Nú gerir hann norðan“. — Þvi þótti fólkið taka eftir, að oftast gengi þetta eftir, en hætt er við að j)essi gamli hreppstjóri hafi verið veðurglöggur. Ekki hefi eg lieyrt getið um, að yngri kynslóðin hafi heyrt nein högg úr naustinu, en máske eru þeir, Bárður og háseti hans', nú búnir að klastra draginu undir skektuna og því hættir öllum smíðum, og væri það ekkert ólíklegt eftir öll þessi ár! A. S. BARRATT, loftmarskálkur, foringi enska flug- flotans, sem barðist i Frakklandi. SUMNER WELLES, undirutanríkisráðherra Bandarikj- anna. Hann var fyrir skömmu á ferð í Evrópu og talaði við ýmsa mikla stjórnmálamenn. Ekki er að fullu kunnugt um erindi hans, nje heldur árangur ferðar hans. En aftur á móti fór mjög mikið orð af því, hve vel hann var klæddur á ferðalaginu, og rómuðu blöðin mjög alla hans fínu framkomu. HUGO ÖSTÉRMAN, sem var yfirhershöfðingi Finna, á finsku suðurvígstöðvunum, þar sem orustur voru mjög harðar. Egsls ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.