Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 í hallargarðinum við Fredensborg liefir verið afhjúpað minnismerki um FriSrik konung áttunda og Luise drotningu og sjást hjer myndir af afhjúpuninni. Til vinstri sjest minn- isvarðinn nær ailur og With general- líiutenant leggur blómsveig á fótstail- inn, eftir að hann liafði haldið aðal- ræðuna við afhjúpunina. Efst sjest konungsfjölskyldan ásamt fleiri gest- um, sem voru viðstaddir athöfnina. Eru þar í fremstu röð Kristján kon- ungur, Alexandrina drotning og Há- kon Noregskonungur. Neðst sejsl neðsti hluti minnisvarðans með lág- myndum af Friðrik áttunda og drotn- ingunni, en umhverfis varðann eru ýmsir gestanna. Dýrasta grafhvelfing veraldar er sú, sem indverskur höfð- ingi í Agra ljet gera yfir jarðneskar leifar uppáhaldskonu sinnar. Er þetta átthyrndur turn úr marmara, en alls- konar gimsteinar eru greyptir í marmarann. 22.000 manns unnu að þessu grafhýsi í meira en 20 ár, og þó að mikið af gimsteinunum væri gefins og vinnan ókeypis varð kostn- aðurinn við það samt 90 miljón krón- ur. Orðsending frá Skömmtunarskrifstofu ríkisins Að gefnu tilefni vill skömtunarskrifstofan vekja athygli almennings á því, að á þessu ári verður ekki veitt nein úthlutun á sykri til sultugerðar, til viðbótar þeim 2 kg. handa hverjum manni, sem nú er verið að úthluta. I>eir, sem hugsa sjer að nota sykur til hagnýtingar berja síðar í sumar, verða því að geyma til þess sykur frá þess- ari aukaúthlutun. Rabarbara má geyma í vatni, á tilluktum flöskum í langan tíma, svc. óþarft er að eyða miklum sykri nú til að bjarga honum ifrá skemdum. SKÖMTUNARSKRIFSTOFA RÍKISINS. Sinn er siður — Nokkur eftirfarandi dæmi sýna, hve mismunandi mælikvarða þjóð- irnar leggja á kvenlega fegurð, og hve ólíkar snyrtingaraðferðirnar eru í ýmsum löndum. Arabastúlkurnar mála fingur og tær rauðar, augabrún- irnar svartar og varirnar bláar. Stúlk urnar i Persíu mála svartan hring kringum augun á sjer og myndir á andlitið. Japanastúlkur gylla á sjer tcnnurnar, Indíánar lita þær rauðar en i Gusurat verða þær að vera svart- ar, ef þær eiga að þykja boðlegar. IJottentottastelpurnar mála svarta eða rauða tigla á kroppinn á sjer, svo að hann verður eins og taflborð. Eski- móadrósirnar mála sig i framan með bláum og gulum lit og tattóvera með því að draga nál með sótugum enda gegnum hörundið. Þegar Hindúar vilja halda sjer til, smyrja þeir sig alla í feiti, sein litarefni hefir verið lirært út í. Á flestum eyjum i Kyrra- liafi og Indlandshafi tattóverar kven- fólk sig ekki síður en karlmenn, eigi aðeins allan bjórinn að meðtöldu andlitinu, heldur líka varirnar og jafnvel tunguna. Á Nýja-Hollandi rífur fólk hörundið á sjer með skelj- arbrotum og rífur sárin upp livað eftir annað, svo að þau verði djúp og örin verði sem ferlegust eftir þau; þykir þgð mikil prýði. Þar sker fólk líka framan af litlafingri vinstri hand ar á krökkunum, um annan lið, og þykir það sjálfsögð prýði. — Til forna voru konur með hvast nef hafðar i miklum heiðri i Persiu og þóttu hinar útgengilegustu. En á Sumatra lcýttu mæðurnar nefin á dætrum sínum, svo að það yrði sem flatast. Indíánar i Oregon leggja farg ofan á liausinn á krökkum sín- um, svo að hauskúpan verði sem lægst. Persar hafa megnustu viður- stygð á rauðhærðu fólki, en í Tyrk- landi þykir rauði háraliturinn fallegri en nokkur annar. í Afríku þykir inn- fædd stúlka elcki falleg nema hún hafi lítil augu, þykkar varir, breitt og flatt nef og sje vel svört. 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4 Besta sumarleyfið Hafið þjer athugað, að eins og sakir standa get- ið þjer ekki ferðast til útlanda í sumarleyfinu. En enginn þarf að vera í vandræðum samt. Nóg er af fögrum stöðum hjer á landi, og strand- ferðaskipin flytja yður á allar helstu hafnirnar kringum alt land. Munið hinar hentugu ferðir strandferðaskip- anna vetur og sumar. Talið við okkur áður en þjer farið í sumarleyfið. Skipaútgerð ríkisins Pappírslausir vindlingar. Vindlingaframleiðendur hafa lengi verið að glima við, að finna efni, sem gæti komið í stað pappirs, utan um sígaretturnar. Loks hefir blaða- manni og 'efnafræðingi frá Budapest tekist þetta, og hefir hann tekið einkaleyfi á uppgötvun sinni. Hefir hann búið til gagnsæja kvoðu, sem hægt er að gera úr næfurþunn hylki utan um sígaretturnar. Svo þunn eru þessi hylki, að þau eru tíu sinnum þynnri en sígarettupappír. Og efnið er bragðlaust og hefir því engin á- hrif á tóbaksbragðið úr sigarettunni. Hugvitsmaðurinn tók einkaieyfi á uppgötvuninni og liefir nú selt hana tóbaksfirma í Bandaríkjunum íyrir eina miljón dollara. Koma fyrstu síg- aretturnar af þessari nýju gerð bráð- um á markaðinn. Fágæt bók. Prestur einn í múhameðsmusteri i Persíu á bók eina, sem eflaust ekki á sinn líka i heiminum. Er bókin alrit af kóraninum, og er 9% þuml- ungur á hæð og 4 á breidd, spjöldin eru úr silfri en kjölur og liorn úr gulli. Á hornuin og kili eru allskonar helgimyndir, gerðar úr 400 demönt- um, rúbínum og perlum. Bókin er talin tveggja miljón króna virði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.