Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Rilstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested AÖalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sínii 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpren/. SkraddaraþaHkar. Það er fjölda margt fólk, seni alla æfi gengur með þá grillu, að það niundi hafa orðið fullkomlega ham- ingjusamt, ef það hefði lifað annars- staðar en það gerir. Það leitar langt yfir skamt, gleymir að gæfa vor býr í oss sjálfum, ef vit er nóg. Það er svo auðvelt að skella skuldinni á aðra og umhverfið þegar vér mætum ein- hverju andstreymi, eða ef lifið reyn ist öðruvísi en vjer gerðum oss það í hugarlund og vildum að það yrði. Aldrei er maðurinn óánægðari með aðra en þegar hann er óánægð- ur með sjálfan sig, það er óumdeil- anlegt. En hvenær lærum vjer menn, að líta á sjálfa oss með hlutlægni ? — Frækorni óánægjunnar er hættu- legt að' sá i akur sálarinnar, það vinnur skapgerðinni tjón, það skýt- ur ótal öngum, sem eitra tilveruna fyrir sjálfan mann og aðra. — Það er lífsnauðsyn að setja sjer takmárk, ofár dajglegum þörfum. Vinnugleðin er verðmæti, sem aldrei verður of metið, en — maðurinn verður aldrei ánægður til lengdar, ef hann lifir eins og ,vinnudýr eða vjel/ Æðsta takmarkið á ekki að vera: eitthvað til að lifa af, heldur eitthvað til að lifa fgrir. Það yeitir kjark, kraft og skap- festu að keppa að settu marki - hugsjón. Það er ekki eingöngu undir hæfileikanum komið, heldur og viij- aj.um. Það er viljinn, sem sker úr því, livað úr manninum verður. Markmiðin geta bœ&i verið ver- aldleg og andlegs eðlis, en til jiess að verða hamingjusamir verða menn að hafa jafnvægi. Lifið leggur oss öllum skyldur á herðar. Þorsteinn Oddsson, Njálsg. 29b, verður 80 ára í dag (12. þ. m.). Theodór Árnason: Merkir tðnlistarmenn lifs og liðnir. Jean SíbElíus. Minnisstæðastir allra þeirra hljóm- leika, sem jeg var viðstaddur, árin sem jeg dvaldi erlendis, eru Sibetius- hljómleikar, sem efnt var til i Kaup- mannahöfn haustið 1912, í hinum siærri hljómleikasal Oddfellow-hall- arinnar. Þar var öll hljómsveit kgl. leikhússins og liðsauki meðal annars úr hljómsveit Sclmedler-Petersens, svo að hljómsveitina skipuðu um 130 manns, — en Sibelius stjórnaði siálfur. Munu hljómsveitar-tónsmiðar hins finska tónsnillings sjaldan eða aldrei hafa notið sín betur en þetta kvöld, — að minsta kosti ekki á Norðurlöndum, enda Ijel Sibelius sjálfur svo um mælt, í veislu sem lionum var haldin hjá Nimh, að lokn- um hljómleikunum, að hann hefði al- drei haft betra liði á að skipa. Jcg hafði þá fengið það inikla nasasjón af hljómsveitar-tónsmíðum, að jeg gat fylgst nokkurn veginn með því sem fram fór, mjer til gagns og ánægju. Ekki var jeg þó svo mentað- ur, að jeg gæti af nokkru mentunar- viti dæmt um tistgildi tónsmíðanna, sem fluttar voru. Það var að miklu leyti „brjóstvitið“ og áhrifin, sem tcnsmíðarnar höfðu á mig, sem sagði mjer, að hjer væri frábær snilling- ur að sýna dýrar perlur. Og um sjálft tónskáldið er það að segja, að mjer finst jafnan síðan, að jeg hafi aldrei sjeð jafn glæsilegan og örugg- an hljómsveitarstjóra og Sibelius. Að visu var hann þarna að fara með sínar eigin tónsmíðar og þurfti því ekki að sinna nótnablöðunum, en gat gefið sig allan að hljómsveitinni, enda „Ijek“ hann á hana eins og hijóðfæri. Þetta voru einskonar yfirlitshljóm- leikar og farið með tónsmíðar úr ýmsum flokkum, t. d. eina sýmfóniu, tvö tónaljóð (Finlandia og Nætur- re.iö og dagrenning), eina samstæðu (Suite) og loks söng norska óperu- söngkonan Borghild Langgaard nokkra söngva, með undirleik hljóm- sveitarinnar. Þarna gafst því kostur á að kynn- ast öllum aðaleinkennum hins ramm- finnska tónsnillings. En engum hefir tfkist betur en honum, eða jafn vel, að lýsa i tónum og hljómum finskri náttúru og finskri þjóðarsál, enda sækir hann oft viðfangsefnin í forn- ar finskar sagnir. Og svo hjelst all í hendur: Glæsi- leg skáldgáfa og mikil hugkvænmi. cskeikul smekkvisi og fádæma leikni i raddsetningu og hljóðfæra-meðferð (instrumentasion), en hvorttveggja þetta er með alveg sjerstöku yfir- bragði, og veit jeg ekki, hvorl held- ur á að nefna það finskast af allri finskri tónlist, eða blátt áfram Sibeli- usar-stíl. Þó munu nú tónfræðisspek- ingar ef til vill ekki vilja fallast a, að Sibelius hafi skapað sjerstakan stíl, og verður þá að láta við það sitja að tónsmíðarnar sjeu fyrst og fremst rammfinskar, samdar af frá- bærri snild. Sibelius liefir verið aflcastamestur finskra tónskálda, hann er meistari og merkisberi hinnar ung-finsku tón- listar og raunar verður ekki um það deilt, að hann er merkasta tónskáld- ið, sem Finnar hafa átt, — en mjer er nær að halda, að taka megi dýpra í árinni og segja, að hann sje eitt allra merkasta tónskáld Norðurlanda, enda er honum skipað á bekk með merkustu tónskáldum heimsins. Þeir, sem að staðaldri hlusta á tónlistarflutning útvarpsins, hafa átt kost á þvi, að kynnast talsvert tón- smíðum Sibeliusar, einkum siðastlið inn vetur, því að oft var til þeirra gripið, meðan á finsk-rússnesku styrj- öldinni stóð. Og þó að orkester-tón- smíðarnar flestar sjeu sennilega i flokki þeirra tónsmiða, sem fólk veltir vöngum yfir fyrst i stað og notar um setninguna, sem heyrist svo leiðinlega oft: „Hversvegna er útvarpið altaf að bjóða manni upp á það, sem maður skilur ekki?“*) Jean Julius Kristian Sibelius heit- ir liann fullu nafni og er fæddur 1865. Hann var kornungur, þegar eftir þvi var tekið að hann myndi vera gæddur tónlistargáfum, en eng- in rækt var þó við það lögð að þroska þær gáfur, og hann var kom- inn yfir fermingu, þegar hyrjað var að veita honum tilsögn í fiðluspili. Hann lagði mikla rækt við það nám, og raunar Ijek fiðlan í höndum hans. En þetta var þó aðeins talinn tóm- stunda-leikur, því Sibelius var þá í mentaskóla og liafði ekki mikinn tíma aflögu, lil þess að æfa sig á fiðluna. Hann varð stúdent 1885 og byrjaði siðan lögfræðinám. En brátt kom þá að því, að tónlistin heimtaði hug hans allan, svo að hann fleygði frá sjer lagaskræðunum og tók að stunda tónlistarnám (hljómfræði og kompo- sition) við tónlistarskólann í Hels- ingfors. Siðan fór hann til Berlinar og hjelt náminu áfram þar, hjá Becker. Og loks fór hann til Vínar- borgar, en þar voru kennarar hans Fischer og Goldmark. Árin 1892 kom Sibelius svo heim aftur til Helsingfors og debúteraði þar með sýmfóniskri drápu fyrir kór og hljómsveit („Kullervo"). Síð- an var hann uni nokkurra ára skeið Frh. á bls. H. *) Þetta er vandræða liugsun, sem jiarf að útrýma sem fyrst. Það er elcki til þess að ætlast, að fólk, sem litið hefir lieyrt, skilji dýrkveðnar tónsmiðar, eins og það skilur rimur og kvæði. En það þarf að þjálfa „móttökutækin" eða skynjunartækin, til þess að geta haft yndi af góðri tónlist og sú þjálfun fæst aðeins með því að hlusta og lilusta með þoliii- mæði. Álirifin — unaðurinn, segir þá til sin fyr en varir, livað sem „skilningi“ liður. Þá á jeg þö von á því, að fegurðin, göfgin, þrótturinn og frumleikinn i þessum tónsmíðum hafi fljótlega hrifið svo hlustendur, að þeir liafi, eins og vera ber, hætt að hugsa um eða gera greinarmun á þvi, hvað þeir skildu eða skildu ekki, því að það eru „móttökutækin“, hugurinn og hjartað, sem því ráða, þegar menn gleyma sjer i lirifningu undir göfugri tónlist. Og mörg eru verk Sibeliusar auðmelt, eins og t. d. ,,Hátíðadans“, sem leikinn var i há- degisútvarpinu hjer á nnnan í hvita- sunnu. fialilei og sjónaukinn. 375 ára minnmg Galileis. Sjónaukinn er býsna nauðsynlegt tæki iiú á tírnuni. Sjómönnunum kæmi það eflaust illa að liafa ekki sjónauka, og allir vel út búnir ferða- menn hafa með sjer kiki til gagns og gamans. Sjónaukinn er jiví nú orðið eitt þeirra tækja, sem oss finst svo sjálfsagl, að til sjeu, að oss gleymist stundum, hversu mikið strit og barátta var háð áður en verk- færið fór að gera sitt gagn. Fyrir nokkrum dögum auglýstu breskir herforingjar eftir sjónauk- uni, sem þeir vildu kaupa. Hafa sjálf- sagt ýmsir Reykvikingar farið uð leita í skrínum sínum, hvort ekki ættu þeir einhvern kikishólk að selja Bretanum til að rýna í. Ef til vill hafa þá einhverjir minst þess, að ekki er langt siðan að liðin voru 375 ár frá fæðingu þess manns, sem mestu skriðinu kom á þróun kíkisins. Galilei fann reyndar ekki upp sjónaukann. Á undan honum hafði ljósfræðingur nokkur í Niðurlöndum gert mjög frumstæðan kíki. Galilei frjetti af þessu og af sinni meðfæddu vísindamannshneigð fór hann að brjóta lieilann um þetta og gera til- raunir. Hann slípaði glerin sjálfur og árið 1609 tókst honum að smíða sjónauka, sem stækkaði 30 sinnum. Sjónaukar liafa jafnan verið hernað- arlegt þarfaþing, og það sá stjórnin í Feneyjum lika strax, þegar Galilei scndi henni kíki sinn. Þeir háu sljórnarherrar skildu strax, að með þessu galdraverkfæri var liægt að koma miklu fyr auga á óvinaflota, er nálgað'st. Þeir tóku þvi uppgötv- uninni tveim höndum og veittu Galilei árleg laun til æviloka. Voru þau laun þrefalt hærri en prófessors- laun hans við háskólann i Padua. En það var fleira en sjónaukinn, sem Galilei fjeksl við um dagana. Hann er talinn að hafa lagt grund- völlinn að náttúruvisindum síðari tima. Hann var afburða stærðfræð- ingur og eðlisfræðingur og vakti ýmsar nýjungar í þeim greinum. En á hans dögum var rannsókn- ardómur og trúarvilluofsólcnir ka- þólsku kirkjunnar í blóma og það gal verið hættulegt að lialda fram vísindalegum sannindum. Árið 1600 var vísindamaðurinn Bruno brend- ur á háli fyrir skoðanir sinar á himintunglunum, og það hlaut þvi að fara svo að Galilei lenti saman við kirkjuna. En hann hallaðist að heimskoðun Kopernikusar, þ. e. að sólin væri allsherjar miðdepill, sem jörðiii og aðrar reikistjörnur sner- Frh. á bls. li.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.