Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.07.1940, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Eini krýndi \ einvaldurinn í Evrópu. Fyrir skömmu birti Fálkinn grein um Rúmeníu. Þar sagði frá framförum síðari ára í landinu. Þá var enn sæmilega bjart yfir stjórnmálahimni Rúmeníu, þótt fram- tíðin væri óviss. Nú hefir það komið yfir Rúmena, sem þeir óttuðust, erlent stórveldi hefir sett Rúmeníu úr- slitakosti, Rússar hafa tekið Bessarabíu og hluta af Bukov- inu, og her þeirra hefir vaðið yfir þessi Iandsvæði, bar- dagalaust, því að Rúmenar urðu að beygja sig. Ungverja langar líka í sneið, og örlög Rúmeníu eru ekki ákveðin enn. En konungur þeirra, Carol, heldur stjórnartaumun- um öruggri hendi og um hann er eftirlarandi grein. — Sannar lífshlaup Carols gamla málsháttinn, að „oft verður góður hestur úr göldum foIa.“ Carol konungur Q Á, SEM EITTHVAÐ hefði ^ kynst hinu ljettúðuga lífi Carols krónprins í London fyrir 20 árum, eða þá i París nokkru síðar, hefði varla getað látið sjer detta það í hug, að hann ætti eftir að verða einn af duglegustu þjóðhöfðingjum álfunnar. Allir lijeldu liann vera dáðlausan æf- intýramann, en liann hefir nú sýnt það svart á hvítu, að hann er annað og meira. Hið mjög umtalaða ástaræfintýri hans og Magda Lupescu er nú alveg horf- ið í skuggann fyrir alvarlegum viðfangsefnum, sem konungurinn hefir farið að glíma við, Hohen- zollern-prinsinn, Carol, sem liefir tvívegis kvænst og tvívegis skilið, stjórnar ríki sinu á Balkan, með mesta dugnaði. Stefnubreytingin í lífi Carols lconungs varð eiginlega fyrir 4— 5 árum, þegar liann fór fyrst að fá áliuga fyrir pólitískum við- burðum. Hann fór að lesa. Það var ekki laust við að brosað væri að lionum fyrst i stað. En hann ljet það sig engu skifta. Hann las Machiavelli, Hitler og aðra þá stjórnmálamenn, er hæst hefir borið. Skilningur hans á pólitískum efnuin skýrðist smám saman, og hann gerði sjer grein fyrir því, að ef land hans þarfnaðist ein- ræðisherra, þá vildi liann ekki taka sjer hlulverk Victors Em- anúels gagnvart einræðisherran- um, lieldur taka stjórnartaum- ana í eigin hendur. Heimurinn þurfti að sjá það, að hægt var að vera konunugur og einvaldur i senn!. í hittiðfyrra var Carol konung- ur á ferð i London. Það var ekki laust við að enska hirðin væri dálítið kvíðin að taka á móli hon- um. Hegðun hans á árunum hafði ekki alveg verið eftir hennar höfði. En einvaldurinn Carol, kom fram með mesta virðuleik. I hinni opinberu kvöldveislu, er haldin var honum til lieiðurs, stóð hann upp frá borðum klukk- an hálfellefu, kvaddi með virkt- um, og lijelt til herbergis síns. Og enska hirðin varð alveg for- viða yfir hi'eytingunni, sem á lionum liafði orðið. Einlivern- tíma liefði nú Carol haldið leng- ur út! Sonurinn, Michael krónprins, er alinn upp í samræmi við hið nýja líf konungsins. Honum er haldið mjög við leslur, og áfengi er óþekt hug- tak fyrir unga krónprinsinn, sem nú er 17 ára, og á að taka við ríkjum í Rúmeniu eftir föður sinn. Carol konungur II. er fæddur 1893, sonur Ferdinands konungs og Maríu drotningar, prinsessu af Coburg og barnabarns Victoríu Englandsdrotningar. Ungi krón- prinsinn var liarla óslýrilátur, eins og kom glögt í Ijós, þegar hann flýði úr landi með dóttur rúmensks slórskotaliðsmajórs. Ilann giftist henni og reyndi til að fá hjónabandið löghelgað samtímis því sem hann hjelt fast fram rjettindum sínum sem rík- iserfingi Rúmeníu, þó að Zizi Tatarescu forsœtisráðherra. Lambrino, væri ekki af aðals- ættum, livað þá af konungsætt- um. Foreldrar lians og stjórn- málaleiðtogar þjóðarinnar voru bæði hrygg og reið yfir spill- ingu unga prinsins. Hvað átti til bragðs að taka? Hvaða gagn var að því, þó að rúmenskur dómstóll dæmdi hjónabandið ó- löglegt, þegar krónprinsinn neit- aði að taka hann til greina, og hjelt áfram að dvelja erlendis9 Ferdinand konungur og María drotning fóru nú að útsjá syn- inum hæfilega brúði. Fyrir val- inu varð hin fagra og óhamingju- sama prinsessa, Helena frá Grikk- landi, sem á fáum árum liafði orðið sjónarvottur að hryllileg- um dauða afa síns og frænda, er myrtir liöfðu verið, og lifði nú i útlegð með föður sínum, Kon- slantin Grikkjakonungi. Eftir allmikið stapp var þessu komið í stilinn, og er talið að Ilelena hafi ekki verið sjerlega lirifin af Carol, sem heldur ekki var von. Málinu sem spanst vegna Zizi Lamhrino var haldið áfrairi eftir brúðkaupið, en svo lognað- ist það út af og gleymdist. — Iljónaband þeirra Carols og Hel- enu gekk allvel til að hyrja með, Michael krónprins Madame Lupescu og Michael prins fæddist. Hann var smábarn, þegar faðir lians kyntist hinni glæsilegu, rauð- liærðu hraðritunarkonu, Magda Lupescu. Magda Lupescu hefir verið kölluð „Madama Pompadour“ Rúmeníu. Það verður fátt vitað um hana eða með livaða liætti hún kyntist Carol konungi. Það er þó talið, að hún sje fædd árið 1897 eða 1898 og sje dóttir lyf- sala eins, er var Gyðingur og tók sjer nafnið Lupescu. Hann gekk yfir til grísk-kaþóískrar trúar til að bjarga fyrirtæki sínu. Það er og vitað, að Carol konungur hitti liana fyrst 1921. 1925 gerði hann ítrekaðar tilraunir til að fá hana viðurkenda sem drotningu sína. En þegar það gelck ekki, afsalaði hann sjer konungserfðum og fór til Parísar. Þar var hann búsett- ur, þegar faðir hans dó, og son- ur lians, Michael, þá aðeins 6 ára, var seltur á konungsstól. En sjerstöku ráði var komið á lagg- irnar til að fara með æðstu völd þangað til konungurinn yrði myndugur. Árið 1928 skildi Carol löglega við Helenu drotningu sína, og nú virtist hann una lífinu vel með madaine Lupescu, sem liann hafði gengið að eiga, er hjer var komið sögu. En svallgjarn þótti hann enn sem fyr. Madame Pompadour Rúmeníu var samt enn ekki ánægð, og hún átti sinn niikla þátt i viðburðun- um, sem á eftir fylgdu. Carol tókst að afla sjer á ný liýlli i Rúmeníu fyrir tilstilli móður simiar, Maríu ekkjudrottn ingar og Manin forsætisráðherra, sem var hræddur um að ráðið myndi sölsa undir sig of mikil völd. Ekkjudrotningin vann að því af öllum mætti, að Carol tæki aftur saman við Helenu. 6. júní 1930 kom Carol i flugvjel lil Búkarest, og var tekið ineð mikl-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.