Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Allir þeir, sem gaman haí'a af glæpasögum og lesa eitthvert er- lent tungumál, kannast eflaust við sögurnar um glæframanninn Simön Templar, sem lika hefír viðurnefnið „Dýrlingurinn“. Þess ar sögur eru geysilega útbreidd- ar, og seljast geysimikið um enskumælandi lönd og víðar. — Simon Templar er nú að verða eins þektur og sjálfur Sherlock Holmes, þótt það sjeu ólíkar per- sónur. Sögurnar um „Dýrling- inn“ eru gífurlega spennandi og lendir söguhetjan í hinum furðu- legustu æfintýrum og lífshættum, en altaf sleppur hann þó á síðasta augnabliki. Hann á sjer merki, einskonar fangamark, einfalda teikningu af manni, sem hefir geislabaug um höfuð. Það eiv ekki óalgengt að finna menn dauða með rýting i brjóstinu og blað um hnífseggina, — með á- teiknuðu merki „Dýrlingsins“. Slíkt ber við í kvikmyndinni, sem Gamla Bíó sýnir næst. Hún heitir „Tvífari „Dýrlingsins“, og er mjög æsandi og atburðarík. Simon Templar er enginn kauði í útliti, svartur og svip- illur og blóðugur til axla. Hann er þvert á móti glæsilegur mað- ur og. karlmannlegur, enda er hann i þessari mynd leikinn af George Sanders. I myndinni leikur líka Bela Lugosi, sem kvikmyndahússgest- um mun kunnur úr öðrum glæpamyndum. Auk þess leika Helene Whit- neg, Jonathan Hale og John F. Hamilton, stór hlutverk. Merkilegur dvergur. Á markaði hrópaði maður nokkur til vegfarenda, að í tjaldi hans væri hægt að fá aS sjá merkilegan dverg frá Putalandi. Ýmsir keyptu sig inn fyrir forvitnissakir og þar var sýnd- ur maður, sem var rösklega meðal- maður á hæð. „Þetta er enginn dvergur!" hróp- aði einn áhorfenda. „Hann er sjálf- sagt meira en þrjár álnir." „Já, það er nú einmitt það merki- lega við hann“, sagði kallarinn/ „Þetta er stærsti dvergur heimsins“. P SJK^PAKKINN KOSTAR KR. 1.90 Skólaföt best í „Álafoss“, altaf ný fataefni Mjög ódýrt. Verzlið vid Álafoss Þingholtsstræti 2 - NÝJA BÍÓ - Strandgæsla er langt frá þvi altaf leiðinlegt starf eða viðburða snautt. Þvert á móti, hún er æs- andi og atburðarík og þeir menn, sem liana stunda þurfa að vera mestu fullhugar og óragir við að leggja hf sitt í hættu. Kvik- myndin, sem Nýja Bíó sýnir næstu daga sannai' þetta. Hún heitir Hetjur strandgæslunnar (Coast Guard). Strandgæslumennirnir, sem sýndir eru í þessari mynd fást ekki einkum við að gæta þess, að útlendir togarar steli ekki þorski úr landhelgi eins og ÓSinn og Ægir gera hjer. Nei, aðalstörf þeirra eru björgunarstörf. Þeir eru sífelt á vakki með ströndum fram til að verða nauðstöddum skipum og sjófarendum að liði, ef á þarf að halda. Vitanlega er það oftast í verstu veðrunum, sem á þeim þarf að halda og á hættulegustu stöðunum. Það er því betra, að menn þessir sjeu kjarkgóðir og láti ekki alt fyrir brjósti brenna. Enda er aðalper- sónu myndarinnar, Rag Dower, þannig farið. Hann er annars liðs- foringi í björgunarliðinu og er mikið afbragð ungra manna. Vinur Ray Dowers er svo Thomas Bradshaw, sem er flug- maður í strandgæsluliðinu. Hann er glaðsinna náungi og ókærinn, er annars besti strákur. Þessir menn eru miklir vinir. En örlögin haga því svo til að vináttan spillist við tilkomu skip- stjóradóttur einnar, sem Ray kemst i kynni við vegna þess, að liann var svo heppinn að bjarga lífi föður hennar. Dragfiiótatóg: gggjgggg með gulum þræði. Drag:nætiir þrjár gerðir. Verslun O. EHingseii h. f. Þeir gangast nú að út af þess- ari stúlku, vinirnir, og svo fer að Bradshaw, sem annars er oft- ast kallaður Speed „stingur Ray út.“ En myndin er ekki þar með búin, því að margt gerist enn í sambandi við þessar þrjár per- sónur. Ray Dower er leikinn af Ralph Bellamg, Speed af Randolph Scott, en skipstjóradóttirin fagra af Frances Dee. Auk þess leik- ur Walter Connollg í myndinni. J • Ýses DREKKIÐ E5IL5-ÖL o O ©•■■U.-© ■■l|„ 0 O -•"li^ O •Tk^ • -'HU-O'"..-© •■tu-O '•*<U-© -"tu-o -‘■fc^O O"^. ©•"*•*• ^fc'O^llrO Best er að auglýsa í Fálkanum Hún vissi það. Þingmaður nokkur fór í leikhúsið og afhenti hatt sinn og yfirhöfn í fatageymslunni. Vörslukonan þekti hann í sjón og fjekk honum ekki númer. Þegar þingmaðurinn kom af leik- sýningunni fjekk hún honum fötin. „Þjer fenguð mjer ekkert spjald þegar jeg kom“, sagði hann, „hvern- ig vitið þjer þá, að jeg á þessi föt?“ ,Jeg veit ekkert, hvort þjer eigið þau“, svaraði konan. „En þetta eru fötin, sem þjer fenguð mjer.“ Sköpun Evu. „Hvað geturðu sagt mjer um sköp- un Evu?“ spurði kennarinn Laugu litlu *' „Þegar guð var búinn að skapa Adam, tók hann eitt rifbein lians og sagði: Það er altof gott fyrir mann- inn að vera einsamall! Og svo bjó hann Evu til úr rifbeininu“, sagði Lauga litla. „Mamma, jeg er feginn, að litli hróðir skuli vera fæddur, jeg var nefnilega orðinn leiður á að stríða kettinum!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.