Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N MEÐ IBÁLI OG BRANDI. Sprengingar og íkveikjur eru vopn iu, sem Rússar beittu einkum gegn vopnlausa fólkinu bak við víglínurn- ar í Finnlandi. Hjer sjest hús i björtu báli eftir íkveikjusprengjur frá flugvjelunum, sem sjást á mynd- inni. STARHEMBERG SJÁLFBOÐALIÐI. Hinn fyrverandi varakanslari Aust urríkis og foringi landvarnarliðsins, Slarhemberg fursti, gekk í franska herinn sem sjálfboðaliði. Hann var liðsforingi í flugliernum. MOLOTOV-COOKTAIL. Á vígstöðvunum í Auslur-Finn- landi hefir þessi sprengja fundist. Það er einskonar geymir, sem hring- snýst þegar honum er varpað út úr flugvjelunum og dreifir hundruðum af smásprengjum í allar áttir. Erik Bertelsen: / UJÓNABANDS-AUGLýSING TV/TIIÍKEL SKOY klóraði sjer ■*■*■*■ í höfðinu með penriaskaft- inu og horfði vonleysislega á hvíta blaðið fyrir framan sig. Honum ljet betur að stýra plóg eða taka upp rófur heldur en að skrifa auglýsingu. Hefðu það bara verið svín, sem hann þurfti að kaupa — en það var alt öðru máli að gegna þegar auglýsa þurfti eftir eiginkonu; og erfið- ast af öllu var það að ekki mátti vekja eftirtekt allra hjónabands- sjúkra piparmeyja í sókninni, heldur einungis einnar. En þannig var því nú farið. Mikkel var ástfanginn í Maren saumakonu, sem átti heima á að giska tíu mínútna leið frá hon- um. Hann sá líka að eðlilegast hefði verið að fara beint til henn- ar og gera henni munnlegt til- boð. En sú leið hafði sínar skuggahliðar. Maren var heyrn- ardauf, og það var ekki nóg með að maður yrði að tala hátt til þess að gera sig skiljanlegan; hún var mjög hátöluð sjálf, svo að ekkert var líklegra en að samræðan heyrðist alla leið út á veg, og það var ekki æskilegt þegar um bónorð var að ræða — allra síst ef maður fengi nú hryggbrot. Mikkel hafði þvi dottið í hug að hreppsblaðið væri besta leiðin og að siðustu tókst honum að koma saman auglýsingu, sem húast mátti við að mundi verka eins og til var ætlast: Miðaldra piparsveinn, sem á eina best ræktuðu jörð sveitar- innar, óskar ,eftir að komast í samband við duglega og frómt hugsandi stúlku, svo sem upp á hjónaband seinnameir. Má gjarn an vera saumakona pða því um likt^. Smágalli, eins og t. d. hegrnarsljóleiki, þarf ekki að koma að sök. Tilboð merkt „Alvarlega meint", leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs. Mikkel vissi að Maren las blöð- in mjög gaumgæfilega, og að hún mundi straks sjá á þessari aug- lýsingu hver hefði sett hana i blaðið og við hvern hún ætti. Og þa væri i mesta máta undarlegt ef hún ljeti ekki til sín heyra. Það var um hádegisbilið, sem landpósturinn kom með það blað, sem auglýsingin stóð í. Mikkel varð mjög hugsi þegar hann las þessar fáu línur. Annað efni blaðsins leit hann ekki á. Og hann hafði heldur enga löng- tm til þess að fá sjer sinn venju- lega, hádegislúr, sem annars var honum svo nauðynlegur. Honum fanst nú að hann hefði skrifað alt of bert — nágrannarnir hlytu straks að sjá hver hefði skrifað þetta, þótt sóknin hefði ekki ver- ið nefnd. Eiginlega hafði hann hugsað sjer að taka upp rófur þá um daginn, en rófnaakurinn bar svo hátt, og ef Maren kæmi til hans þangað, þá mundi sjást til þeirra hvaðanæfa frá. Hann kaus því að vera heima. Tíminn leið án þess að Maren birtist. Að visu bjóst hann ekki heldur við lienni fyr en um kvöldið, já, kanske mundu líða nokkrir dagar áður en liún hefði ákveðið sig. Best var þó að vera við öllu búinn. En þegar Mikkel var að sækja kýrnar sínar um kvöldið, kom hann auga á kvennmann, sem líktist Maren. Og það var lílca hún. Hún kom bara úr alt ann- ari átt en hann hafði búist við. Líklega liafði hún verið að skila af sjer saumum einhversstaðar. Hún leit út fyrir að hafa hrað- an á eins og liún væri að flýta sjer heim. Hann stóð úti undir gafli, eins og hann væri að hyggja að sólsetrinu. Framhjá skyldi hún ekki sleppa án þess að hann hefði tal af henni. Hún bauð gott kvöld, um leið og hún stansaði fyrir framan hann og hún var ekkert blíðleg á svipinn. — Nú, hjer stendur þú og slæpist. Mikkel varð hálf livumsa: — Jeg er bara að hvíla mig og horfa á veðrið, sagði hann svo. —- En þú virðist vera að flýta þjer. — Ekki vitund. En jeg er í heiftarskapi. Jeg er að koma frá Jens Pallesen. Hefur þú ekki sjeð þessa hjónabandsauglýsingu í blaðinu i dag? — Jú — jú, víst hefi jeg það, svaraði Mikkel vandræðalega. En hvað — Jens Pallesen? — Það er hann, sem liefir komið lienni í blaðið, eins og þú getur líklega sjeð. Hver annar svo sem! En jeg var nú úti lijá honum og hundskammaði hann. Er þetta ekki óhæfa að skrifa svona nokkuð svo allir geti skilið það? Heyrnardauf saumakona — það getur ekki átt nema við mig. Mikkel lyftist allur. Það var prýðilegt að hún hafði annan grunaðan, og að hún hefði tekið það illa upp. Þá mundi hún vera móttækileg fyrir dálitla blíðlega huggun. x — Nei, það var ekki fallega gert af Jens, sagði hann inni- lega. — Hvernig gat hann fengið sig til annars eins? Hefirðu ann- ars orðið þess nokkuð vör að hann væri að gefa þjer auga? — ójá, það hefi jeg nú, svar- aði hún. — Jeg hefi lieldur ekki haft neitt á móti honurn. Og hefði hann komið til mín al- mennilega, þá er ekkert víst að jeg hefði neitað honum. En eftir þetta — nei, aldrei að eilifu. Og svo neitar hann í þokkabót að hann hafi sent þessa auglýsingu í blaðið. Þótt hún talaði afar hátt, virt- ist hún þó vera farin að róast. Og Mikkel fanst að nú væri komið tækifærið fyrir sig, bara ef hann notaði það og lijeldi nógu stift með henni. — Já, það var þx-ælslega gert, lijelt hann áfrarn. — En hvei'nig veistu að það var liann? — Það er nú svo sem aug- ljóst! Best i'æktaða jöi'ðin í sveil- inni, skrifar liann. — Ha —ha, já liann hefir háar hugmyndir unx sjálfan sig! — Hann getur það nú lika, svaraði hún fýlulega. — Er það kanske nokkur sem rekur sinn búskap betur en hann? — 0, jeg hefði lialdið — já, jeg meina bara að minn sje nú töluvert .... Maren horfði á liann nístandi augnaráði: — Állir eru þessir lcarlmenn liver öðrum líkir og hver öðrum montnari! En alt í einu glenti hún upp á hann augun: — Það vai'st þó aldrei þú, sem settir þetta í blaðið? Ha — þú svarai' ekki! Mikkel hörfaði skelfdur undan eins og han byggist við löðrung, og nxeðan lxann leitaði eftir svari, snjei'i Maren sjer á liæli og stik- aði stórum í áttina til Jens Palle- sen aftur. Nokkru seinna herti Mikkel sig upp til þess að ná í kýrnar. Al- drei skyldi hann fleygja oftar út peningum fyrir svona auglýs- ingu. Hann ætlaði heldur að reyna að ná sjer í ráðskonu. Það væi'i ekki óliugsandi að það væri heppilegri aðferð til þess að giftast. BORGARSTJÓRASKIFTI f LONDON. Sem kunnugt eru eru Englending- ar allra manna fastlieldnastir á forna siðu. Þess er skamt að minn- ast, hver ósköp gengu á þegar kon- ungskrýningin fór fram. Þótt auðvit- að sjeu minni hátiðahöld þegar borg- arstjóraskifti verða í London, þá er þó mikil viðhöfn þvi samfara. Hjer á myndinni er mynd af fyrverandi borgarstjóra, Sir Frank Bowater (til hægri) og núverandi borgarstjóra, Sir William Coxen, sem lætur af embætti i næsta mánuði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.