Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka doga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Undanfarna daga hafa Reykvíking- ar fagnað góðum gestum. Landar vorir sem erlendis hafa dvalist, teptir af stríðinu, eru nú komnir lieim eftir langa ferð og æfintýra- lega. Allir fagna því hve giftusam- lega tókst til um þessa ferð. Hjer hafa beðið ástvinir og vinir, sem nú þykjast hina nýkomnu úr helju heimt hafa. En eigi hvað síst er það ferða- fólkið sjálft, sem fagnar heimkom- unni. Það lýsir fagurlega fyrstu land- sýninni til íslands, hversu mjall- hvitir jöklar gkinu, hreinir og tigu- legir, i bleiku mánaskini, undir ljós’- um skýjum. Tíguleg var fyrsta kveðja landsins til barnanna, sem voru að snúa heimleiðis. Nokkuð kalt var yfir svip þess, að vísu, en heim höfðu allir þráð að komast, heim til þessa kalda lands. Það er e. t. v. langt siðan fegnari skipshöfn hefir lagt i höfn á ís- landi. Reyndar hefir oft mörgum þótt gott að komast heim til sín, en hjer vcJru hundruð Islendinga, sem höfðu orðið að sitja innikróaðir i löndum, sem kúguð eru af erlend- um árásaher, löndum sem búa við skelfingar stríðsins og afleiðingar þbsss. Það er slciljanlegt, að við slíkar aðstæður eflist heimþráin meir en á venjulegum tímum. Hjer heima er þó skárra ástand. Hjer höfum vjer að vísu orðið striðsins áþreifan- # lega vör. Yér höfum líka erlent setu- lið i landinu. Hjer er lika dýrtíð og okur. En að mestu leyti erum við frjálsir menn, a. m. k. þegar litið er á aðrar þjóðir, t. d. Darimörku og Noreg. Það er því gott að koma heim hingað úr slíkum löndum. En það er fleira, sem dregur fólk- ið heim. Því að römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til. Jeg geri ráð fyrir því, að margt af þessu fólki, sem nú kom frá Norðurlönd- um, hefði lika viljað komast heint þótt verra hefði verið ástandið hjerna heima. Jafnvel þótt hjer hefði geisað styrjöld og ógnir. Þegnar stríðsiandanna hafa viljað komast_ heim í land sitt, þótt þar stæðu hörmungar yfir. Þráin eftir átthög- um og því, sem kunnugt er og kær- komið, er ekki minni fyrir það. Einmitt þá er ástin á landinu heit- ust og heimþráin sterkust. Þá sannast göfgi hennar best. „Esja er komin frá Petsamol“ Heimkoma íslendinganna írá Norðurlöndum. Pjetur Jóhannesson, Njálsgötu 38, verður 50 ára 27. þ. m. Fregnin flaug um bæinn eins og eldur i sinu þriðjudaginn 15. októ- ber og allir fögnuðu henni. Og marg- ir Reykvikingar skunduðu niður áð höfn þann dag — óvenjulega tindil- fættir. Jú, ekki bar á öðru, þarna utan við hafnargarðinn lá hið góða skip Esjan með dýrmætan farm inn- anborðs, langþráða vini og vanda- menn, íslendingana frá Petsamo. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri á Esju. Fólk beið landgöngu komumanna með óþreyju. En auðvitað urðu þeir að undirgangast rannsókn hjer á liöfninni, áður en þeir kæmu í land. Síðari hluta miðvikudags konni fyrstu hóparnir i land á enskum línuveiðara. Á andlitum fólksins, sem beið á hafnarbakkanum mátti lesa eftirvæntingu og alvöru. Það var að hugsa um livort ástvinirnir, sem nú nálguðust ströndina, væru heilir á húfi, hvort þeir bæru ekki merki einhverra hörmunga og þrenginga, sem yfir þá hefðu gengið úti í lönd- um styrjaldar og kúgunar. Eftir nokkrar mínútur átti óvissunni að vera lokið. Það var ánægjulegt að sjá gleðina þegar gestirnir stigu á land. Þarna var gömul kona að taka á móti syni sínum. Hún strauk varlega niður eftir handleggjum hans, eins og til að fullvissa sig 'um, að hann liefði nú sloppið heill og óbrotinn úr greipum vondu mannanna þarna úti í löndum. Og þarna tók unnusta á móti kærasta sinum, og börn koniu hlaupandi á móti föður sínum, sem hafði verið svo lengi í burtu frá þeim. Nú voru Petsamofararnir komnir heim til sín. Það er sama við hvern þeirra er talað, allir lýsa þeir yfir feginleik og gleði yfir að vera nú komnir heim. Þótt ekki hafi þeir átt við skort og hörmungar að búa er- lendis, segja þeir að ástandið þar sje ilt og þreytandi. Þeir frjettu ekkert að heiman og yfirleitt kom það mjög illa við marga hversu all- ar frjettir voru litaðar og einhliða, jafnt i blöðum og útvarpi. Þeim gekk ferðin vel, enda þótt stundum hafi hún eflaust verið nokkuð erfið. Og þröngt hlýtur að hafa verið á Esju með allan þenna fjölda innanborðs. En allir láta ferðamennirnir hið besta af skips- höfninni á Esju og allri aðhlynn- ingu þar. Petsamofararnir liafa nokkuð hald- ið saman síðan þeir komu hingað til Reykjavíkur. Þeir hjeldu sam- sæti síðastliðinn sunnudag i Odd- fellow-höllinni og var það hin besta samkoma. Þá hafa þeir og stofnað með sjer fjelagsskap, Petsamo-klúbb- inn. Enda hafa þeir margs merkilegs að minnast sameiginlega frá þessari löngu og tafsömu pilagrímsför, til fósturjarðarinnar í nyrstu höfum. Þeir hafa lika margt að segja okk- ur, sem heima höfum verið. Enda reynum við óspart að veiða upp úr þeim, þegar við hittum þá einn og einn. En hjer verður ekki farið út i þá sálma að lýsa ferðinni frá Petsamo, því að Fálkinn er svo liepp inn, að annar ritstjóri hans, Skúli Skúlason, kom einmitt heim hingað með Esju eftir langa dvöl í Noregi. Hann mun skrifa um förina í næstu blöð Fálkans og er fyrsta greinin í blaðinu i dag. Annars hefir það ekki verið svo auðvelt að ná löngu tali af þeim hinum nýkomnu þessa fyrstu daga, því að allir vilja tala við þá. Jeg gekk með einum Petsamofaranum um Auslurstræti um daginn og það var seinlegt ferðalag. Allstaðar voru hendur á lofti, stundum þrjár og fjórar í senn. — „Sæll og blessaður og velkominn! Blessaður segðu okk- ur frjettirnar!“ Það er mikill ljettir að hafa nú lieimt þessa landa vora. Fálkinn býður þá hjartanlega velkomna. Sölnbörn komið og seljið FÁLKANN. Húsfrú Guðrún Sigurðardáttir, Haðarstíg 8, verður 50 ára 25. þessa mánaðar. Guðjón Jónsson, bóndi, Lttlu- Háeyri, Eyrarbakka, verður 75 ára 28. þ. m. * Sumarleikhús. Eigandi sumarleikliúss eins fjekk skeyti frá fo,rstjóra umferðaleik- flokks. Flokkurinn ætlaði að leika i leikhúsinu nokkrum dögum síðar. Skeytið hljóðaði svo: „Æfing á mánudag slop Ráiðiff leik- hússljóra, hvíslara, hársngrti, Ijósa meistara gg verkamenn." Tveim tímum síðar sendir leik- hússeigandinn svohljóðandi svar- skeyti: „Maðurinn skal vera hjer stund- víslega.”

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.