Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Leyndardómar Nr. 19 Frh. MATSÖLUHUSSINS SPENNANDI SKÁLDSAQA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. „Hve lengi hefir rafmagnið verið í ólagi?“ spurði hann meðan þau gengu upp siigann. „Oft síðasta mánuð.“ „Hafið þjer ekki kvartað' yfir þvi á við- komandi stað?“ Frúin ypti öxlum. „Það virðist engan árangur bera“, sagði hún. „Ljósið kemst venjulega í lag eftir skamma stund. Oftast er sagt að það stafi af húsabreytingum.“ „Jeg skal komast að því,“ sagði hann kuldalega. „Þjer vilduð víst ekki líka segja mjer á- stæðuna til þessarar hlægilegu heimsóknar klukkan þrjú um nótt,“ sagði frú Dewar þreytulega. „Haldið þjer, að jeg liafi spila- víti eða skjóti skjólshúsi yfir glæpamenn?“ Hún hafði numið staðar í miðjum stig- anum. „Núna held jeg, kæra frú, að þjer sjeuð að tefja tímann. „Jeg skal fylgja yður að dyrum hvers her- bergis og segja yður nafn íbúanna. En þjer verðið að fara einn inn og skýra frá erindi yðar. Jeg gæti aldrei litið framan í leigjend- ur mina, ef jeg, alveg að ástæðulausu rydd- ist inn til þeirra á þessum tima nætur. Dyrn- ar hjer á móti eru á lierbergi Padghams- hjónanna. Þau sofa í sama rúmi, svo að jeg bið yður að ganga eins hæversklega inn og yður er unt.“ Rudlett var vandræðalegri en hann vildi játa, þegar hann klukkustund síðar stóð í dagstofunni og beið eftir frú Dewar. Hann hafði gert ýmsar athugasemdir í vasabók sína, en hann varð að viðurkenna að þær voru nauða ómerkilegar. í öllum herbergj- unum, sem hann hafði rannsakað, var fólk, sem annaðhvort svaf eða ljest sofa. Klæði þessa fólks voru vel saman brotin og ekkert var ])að í herbergjunum, sem benti til óðagots. Þau Roger og Audrey Packe voru raunar enn í fötum, en þau lágu ekki undir neinum grun og skýring Rogers var algjör- lega fullnægjandi. Skýrsla yfirlögregluhúss- ins var greinilega neikvæð. Litlu síðar kom frú Dewar á vettvang. Hún var ennþá mjög kæruleysisleg og þreytt á svip. Hún ljet enga ánægju í ljós yfir á- rangrinum. Hún hlýddi með ískaldri kurt- eisi á bliðmælgi lögregluyfirmannsins. „Frú Dewar,“ sagði hann. „Jeg hefi vfir- heyrt alla leigjendur yðar og spurt þá í þaula um ferðir þeirra og gerðir í gærkvöldi og nótl. Ef framburður þeirra fæst sannaður munuð þjer ekki verða fyrir meiri óþægind- um frá minni hálfu í þessu leiðinlega máli.“ „Það mundi gleðja mig,“ svaraði hún. „En úr-því að þjer virðist vera farinn að sjá, að þjer hafið lent í misgáningi, herra foringi, ætla jeg að spyrja yður að einu. Hjelduð þjer að við værum viðriðin eitthvert hrvlli- legt samsæri? Fyrir nokkrum dögum hjeld- uð þjer, að hjer hefði verið um morð að ræma. Hvað er það nú? „Þér munuð sjá það á morgun,“ sagði lögregluforinginn. „Fyrir stundu síðan var framinn gífurlegur gimsteinastuldur í Burl- ington Gardens. Næturvörður var drepinn en lögregluþjónn hættulega særður. Ræningj- arnir sluppu á brott i bifreið og voru eltir af lögreglunni hingað á næsta götuhorn.“ „Þetta er nú fremur löng gata,“ sagði frú Dewar liáðslegá. „Að vísu,“ sagði lögregluforinginn. „En eftir því sem næst verður komist flýðu ræn- ingjarnir hingað eða í næstu hús. En okkur hefir bara ekki heppnast að klófésta þá.“ „Það er leitt fyrir yður,“ sagði frú Dewar. „Jeg liugsa, að þjer fallið í áliti hjá yfir- mönnum yðar vegna þessara síendurteknu mistaka.“ Lögregluforinginn brosti í kampinn og sneri sjer frá henni. Hann ljet þessa háðs- legu athugasemd hennar sem vind um eyru þjóta. |XXI. Kvöldið eftir lögreglurannsóknina kom fólk óvenjufljótt og vel í dagstofuna, — a. m. k. stundarfjórðungi fyr en vant var. Mjög fáir voru fjarverandi, og Joseph seldi mikið af apérifs. „Þetta er í fyrsta sinn á minni lífsfæddri æfi, að jeg liefi vaknað við það, að karlmað- ur var í svefnherberginu mínu. Jeg næ mjer ekki fyrst um sinn eftir það,“ sagði eldri Clewes systirin. „Veslings kerlingin,“ sagði Padgham og hló. „Fyrsta sinn á æfinni, og þá er það bara lögregluþjónn!“ „Auðvitað hjelt jeg,“ sagði jómfrú Sus- anna, „þegar jeg vaknaði og sá lögreglu- manninn standa við rúmstokkinn, að hann vildi eithvað fá að vita uin atburðinn, sem hjer gerðist fyrir skömmu. Jeg vildi fúslega segja lionum alt af ljetta um það, en mjer fanst fljótlega, að hann tæki því lieldur kæru- leysislega. Hann fullyrti, að það væri nóg að tala í næstu viku um morðið á Dennet ofursta, og hann hjelt áfrnm að spyrja mig um eitt og annað, sem kom því alls ekkert við.“ „Hann opnaði meira að segja skápinn okk- ar,“ sagði jómfrú Amelía gröm. Barstowe sagðist svo frá: Jeg vaknaði við, að lögreglumaðurinn var lcominn inn til mín og hristi smókinginn minn og rýndi í fötin min við ljósið. Hann spurði mig tvíveg- is um það, hvort þetta væri sama skyrtan og jeg hefði verið í fyr um kvöldið, og svo skoðaði hann undir skóna mína og spurði, hversu langt jeg hefði gengið?“ „Jeg vaknaði við hávaðann fyrir utan,“ sagði Bernascow. „Þeir rannsökuðu líka föt mín og tóku á vindlingsstúfnum í öskubik- arnum til að vita, hvort dautt væri í honum“. „Jeg skil það vel, að lögreglan geti gert vitleysur öðru hverju,“ sagði Luke rösklega, „en hitt á jeg erfiðara með að skilja, að þeir skuli fyrst rannsaka húsið að nóttu og sjá þá alla íbúana í værum svefni, og koma svo aftur að morgni í húsrannsókn.“ „Nú skal jeg segja yður annað,“ sagði Ollivant. „Þegar lögreglumennirnir fóru, þá fóru þeir ekki allir. Þeir skildu einn mann eftir hinum megin á götunni, einn á horninu og einn í húsinu, eins og frú Dewar getur þorið um. Þegar jeg fór, leit jeg á bak við liúsið, bara svona af forvitni, og sá þá, að lög- regluþjónn stóð á verði, einmitt þar sem Dennet ofursti var myrtur.“ Breskar loftvarnarsveiiir hafa haft nág að gera þessa dagana, vegna hinna ægi- legu loftárása Þjóðverja á Bretland. En vafalaust hafa þessar byssur oft hæft vel og orðið óvinaflugvjelum að tjóni, þvi að traustar eru þær og þeir sem.með þær fara vel æfðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.